Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1977, Side 47

Frjáls verslun - 01.11.1977, Side 47
Hólagarður Hólagarður í efra Breiðholti er önnur tveggja verslanamiðstöðva í Breiðholti III, en það eru milli 2 og 3 ár síðan fyrstu verslanirnar tóku þar til starfa. Langstærsta verslunin er Hólagarður, sem Gunnar Snorrason, kaupmaður rekur, en hann er jafnframt eigandi hússins. Hugmyndin er að reisa annað verslunarhús við Hólagarð þar sem verða bókabúð, skóbúð, leikfangaverslun og ef til vill fleiri verslanir, sem tiltölulega vantar í efra Breiðholtið. Auk matvöruverslunarinnar Hólagarðs eru þar Hólakot, sem selur garn og prjónavörur, barnafatnað og aðra smávöru, Hólasport, sportvöruverslun, Efnalaugin Hreinn og Bakarí Gunnars Jóhannessonar. IViikið af viðskiptavinunum er utan af landi Hólagarðiur er önnur tveggja verslanaviðstöðva í efra Breiðholti. Þar eru næg bílastæði. Hólasport: Hólasport leggur mikla áherslu á vörur fyrir hcstamenn auk almennra íþróttavara. Hólasport er eina sportvöru- verslunin í Breiðholti III eða cfra Breiðholiti eins og það er kallað í daglegu tali. Hún opn- aði fyrir tveimur ár,um síð- an.Einn af eigendunum, Jón Magnússon varð fyrir svörum er F.V. leit inn í verslunina á dögunum. — Það er mjög erfitt að reka sportvöruverslun í Breiðholti, sagði Jón, og þó ótrúlegt megi virðast er megnið af okkar við- skiptavinum fólk utan af landi, en við sendum einmitt mjög mikið í póstkröfu. Lögð er aðaláhersla á að bjóða allar vörur tilheyrandi hestaíþróttinni, en Hólasport hefur eingöngu á boðstólum ís- lensk reiðtygi og leðurvörur, og sagði Jón þetta mjög vandaða vöru, auk þess sem hún væri ódýrari en reiðtygi almennt t verslunum, þar sem hann versl- ar beint við söðlasmiðina og bændurna sem framleiða vör- una. Einnig er lögð áhersla á kar- ate- og júdóvörur, auk þess sem allar almennar íþróttavörur fást þar. í Hólasporti má einnig fá ýmsa smávöru eins og ritföng, eitthvað af leikföngum og ann- arri smávöru og sagðist Jón hafa slíka vöru í sportvöru- verslun af brýnni þörf, þar sem ekki væri nein verslun í efra Breiðholti með slíka vöru og alltaf væri verið að spyrja urn hana. FV 11 1977 47

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.