Frjáls verslun - 01.11.1977, Page 51
kominn í eðlilegt horf. En stór-
virkin leyndu sér ekki. Gífurleg
uppbygging hafði átt sér stað
og bærinn þegar fengið á sig
svip athafna og dugnaðar. Fisk-
verkunarhús, frystihús og önn-
ur framleiðslu- og þjónustufyr
irtæki gengu af fullum krafti,
bátaflotinn kom og fór auk
myndarlegra skuttogara, —
verðmætasköpunin sló taktinn.
Pólitíkin hafði aftur færst í sitt
fyrra form, þótt nú settu próf-
kosningar sinn svip á fyrir-
komulagið. Þeir kapparnir Árni
Johnsen og Guðmundur Karls-
son höfðu sína hildi háð og
Guðmundur unnið með Árna
á hælunum.
Það er greinilegt að eVst-
mannaeyingar vilja vera út af
fyrir sig og þeir vilja byggja
verður á kosið. Vestmannaeyjar
eru látnar sitja á hakanum
hvað þetta snertir og veðurfari
kennt um. Kunnugir telja að
mun skipulegra flug væri fram-
kvæmanlegt ef vilji væri fyrir
hendi og flugvöllurinn nýttur
betur.
# Villi frændi
Viðlagasjóður er stofnun sem
oft ber á góma í Vestmannaeyj-
um nú sem áður. Flestir virð-
ast sammála um að margt hafi
þeim sjóði farist óhönduglega.
Mér var bent á að nýtt og
glæsilegt einbýlishúsahverfi
hefði farið undir hraun í heilu
lágu fasteignamati og sé það
ein af aðalástæðunum fyrir því
hve margt eldra fólk hefur ekki
treyst sér til að flytjast aftur
til Eyja eftir gosið.
Einn lögfræðingur í Vest-
mannaeyjum mun þó hafa feng-
ið réttar bætur fyrir skemmd-
ir á húsi sínu þar sem hann
hefði ekki tekið í mál að skrifa
undir upphaflega tilboð Við-
lagasjóðs. Allur þorri fólks
mun hinsvegar hafa látið glepj-
ast til að skrifa undir og sam-
þykkja þannig endanlegt mat
til bóta og situr því eftir með
sárt ennið, enda munu flestir
hafa verið orðnir fjárþurfi þeg-
ar loks sást hilla undir bætur.
Að sjálfsögðu eru fleiri hlið-
ar á þessu máli eins og gengur,
og því fer fjarri að ég sé nægi-
Séð yfir
hluta af
Vestmanna-
eyjakaup-
stað á
jólaföstu.
sig upp fjárhagslega, án þess að
aðrir hafi upp á það að klaga.
Sá maður mun vandfundinn í
Eyjum, sem ekki hefur vel í
sig og á og gott betur, ef hann
nennir að vinna. Maður verður
hins vegar greinilega var við
það að þeim finnst þeir ekki
njóta sameiginlegra gæða þess-
arar þjóðar í neinu hlutfalli við
þann skerf sem þeir leggja til
þjóðarframleiðslunnar. Stað-
reyndin er sú, að flugsamgöng-
urnar eru ekki eins og bezt
lagi og húseigendur misst þar
stærsta hluta eigna sinna. Tjón
þessa fólks sé mikið og hvergi
nærri því að bættur sé skaðinn,
þar sem bætur hafi verið
greiddar eftir brunabótamati
sem sé mun lægra en nemi
kostnaði við byggingu sam-
bærilegs húss að gostíma lokn-
um. Mismunurinn skipti millj-
ónum. Þó mun eldra fólk hafa
farið enn verr út úr viðskiptun-
um við Viðlagasjóð þar sem
eldri íbúðir þess voru með mjög
lega kunnugur því. Engu að
siður hefur maður ekki ástæðu
til að rengja frásagnir þess
fólks, sem ekki segir sínar farir
sléttar í viðskiptunum við Við-
lagasjóð. Reyndar má það furðu
gegna að engin leiðrétting skuli
gerð á þessum bótum, eftir að
einn aðili hefur sýnt að sjóðn-
um var ekki lagalega stætt á
bótareglum, og mun það sem
betur fer fátítt að opinber stofn-
un komist upp með að pretta
almenning á þennan hátt.
FV 11 1977
51