Frjáls verslun - 01.11.1977, Side 63
Mctagerðin Ingólfur:
„Veiðarfæragerð algjör
hornreka í útgerðinni hvað fjár-
magnsfyrirgreiðslu snertir”
segir Ingólfur Theodórsson
Allt frá árinu 1947 hefur Ingólfur Theodórsson netagerðarmað-
ur rekið fyrirtæki sitt í Vestmannaeyjum, ef frá er talinn sá
tími sem allt lá niðri í bænum vegna gossins. Þann ifíma rak Ing-
ólfur fyrirtæki sitt í Grindavík og Hafnarfirði. Ingólfur Theodórs-
son er fæddur á Siglufirði. Hann lærði netagerð hjá Birni Bene-
diktssyni netagerðarmeistara í Reykjavíkl og kom til Vestmanna-
eyja árið 1939.
vera það bezta á markaðnum,
enda séu stykkin stöðluð Iþann-
ig að þau passa nákvaemlega í
trollið, en það sparar mikla
vinnu og fé við uppsetningu.
5 lærlingar eru hjá Ingólfi
og tveim verður bætt við síðar
í vetur.
Á netaverkstæðinu, þar sem unnið var við stærstu loðnunót flot-
ans.
Netagerðin Ingólfur er til
húsa að Flötum í þrílyftu húsi,
en í því byrjaði fyrirtækið á
sínum tíma og stækkaði hús-
næðið árið 1963. Þetta hús er
nú orðið of lítið. Ingólfur hefur
húsbyggingu á prjónunum, og
þá helst á hafnarbakkanum,
þvi þar segir hann að netagerð
eigi að vera. En ekki ku vera
hlaupið að því að afla fjár til
svo kostnaðarsamra mann-
virkja og því hefur ekkert ver-
ið fastákveðið í því máli.
Á fyrstu hæð hússins er unn-
ið við trollin, geymsla er á mið-
hæðinni og uppi undir rjáfri er
netaverkstæðið þar sem verið
var að setja upp stærstu loðnu-
not í flotanum. Hún er notuð
af loðnuskipinu Sigurði og er
um 82 faðmar, vegur með öllu
saman yfir 20 tonn og 'kostar
einar litlar 30 milljónir eða
meira.
Hjá Ingólfi starfa að jafnaði
um 20 manns við uppsetningu
allra gerða af veiðarfærum auk
viðgerða. Viðskiptin ná ekki
einungis til Vestmannaeyjaflot-
ans heldur um allt landið. Með-
an við stöldrum við eru skip-
stjórarnir að hringja og boða
komu sína með veiðarfæri sem
þarf að bæta og yfirfara, og það
Ieynir sér ekki að Ingólfur er
með hverja netatætlu í höfðinu
og þekkir hvers og eins veiðar-
færi út í hörgul.
Allir skuttogarar staðarins
eru í viðskiptum hjá Ingólfi og
alltaf er nóg að gera. Ingólfur
hefur verið umboðsaðili fyrir
norskt netaframleiðslufyrir-
tæki um árabil og hefur haft
samvinnu við það um ýmis
tæknileg atriði auk þess sem
hann hefur farið til Noregs
til að kynna sér framfarir
í greininni. Mikið af efni er
flutt inn beint frá Noregi, Jap-
an og Kóreu, en trollin kaupir
Ingólfur einungis af Hampiðj-
unni í Reykjavík og segir þau
Þegar við spurðum Ingólf
hvernig iðngreinin stæði sig
gagnvart innfluttum veiðarfær-
um sagðist hann ekki vera
hræddur við samkeppni þaðan,
íslenzkar aðstæður krefðust sér-
stakra veiðarfæra sem hag-
kvæmast væri að framleiða hér
heima, hinsvegar væri veiðar-
færagerðin algjör hornreka í
útgerðinni hvað snerti fjár-
magnsfyrirgreiðslu og það væri
mjög slæmt einmitt núorðið
vegna þess að fæstar netagerð-
ir landsins hefðu í upphafi ver-
ið hannaðar fyrir svo stór veið-
arfæri og nú tíðkuðust.
FV 11 1977
63