Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1979, Page 69

Frjáls verslun - 01.04.1979, Page 69
„Bragðgóð og heilnæm brauð úr hráefninu sem hér fæst” — segir Valdimar Bergsson, bakari í Kökubankanum hf. við Miðvang í Hafnar- firði. Kökubankinn hf er bakarí að Miðvangi 41 í Hafn- arfirði. Þar starfa að staðaldri 10 manns, þar af 4 við baksturinn. Fyrirtækið er vel búið tækjum og auk þess að starfrækja eigin brauð- og kökubúð, fram- leiðir það brauð og kökur fyrir 30 aðila víðsvegar á Reykjavíkursvæðinu. Meðal viðskiptavina eru kjör- búðir, matsölur, skólar, skip, sjúkrahús og mötu- neyti. Bakarar eru árrisulust stétta á íslandi. Þeir byrja vinnu sína yfirleitt uppúr 5 á morgnanna og vinna til 2 á daginn. Þegar við ræddum við Valdimar Bergsson, en hann var áður bakari í Nýja kökuhúsinu áður en hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki, þá var hann að Ijúka eril- sömum degi klukkan að ganga sex. Hann sagði sam- keppni vera mikla og harða meðal bakaranna á Reykjavíkursvæðinu. Markaður væri þó nógur, það væri hinsvegar mikið þolinmæðisverk að koma nýj- ungum á markaðinn, svo sem ýmsum fínni kökum. íslendingar væru einfaldlega ekki komnir uppá lagið með að borða kökur í jafn miklum mæli og t.d. danir. Valdimar hefur starfað sem bakari í Danmörku. Við spurðum hann hvernig íslenzk brauð væru að gæð- um miðað við það sem þar gerðist. Hann sagði það vera skoðun sína, og reyndar margra annarra, að íslenzku brauðin væru mun að morgni og stendur oft fram á kvöld. Vlnnudagur bakarans byrjar klukkan fimm 69

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.