Frjáls verslun - 01.05.1979, Blaðsíða 119
Magnús sýnir hér teikningu af einingahúsi frá Samtaki.
Samtak hf. smiðar stöðluð
„Viðbrögð fólks við auglýs-
ingum okkar hafa verið ótrúlega
góð, mikið hefur borizt af fyrir-
spurnum og útlit fyrir að margir
festi kaup á húsum frá okkur,“
sagði Magnús l'sfeld Magnússon
tæknifræðingur hjá bygginga-
félaginu samtak hf. á Selfossi en
það auglýsti framleiðslu sma ein-
ingahús úr timbri, ffyrsta sinn um
páskana. Fjöldi fyrirspurna hefur
borizt úr öllum landshlutum og er
verið að ganga frá fyrstu samn-
ingunum núna.
Fyrirtækið Samtak hf. er i'eign
þriggja byggingafyrirtækja á Sel-
fossi og Magnúsar. Tvö þessara
fyrirtækja ráða yfir húsnæði meö
vélakosti, sem Samtak tekur á
leigu fyrir húsasmiðina. A öðrum
staönum á að kýla allt efni, skera
Það niður i'réttar stærðir, en si'ðan
verður það flutt yfir i'hitt húsnæð-
ið, en það er um 500 fermetrar að
stærð og þar verða einingarnar
settar saman.
ibuoarhus
Húsin frá Samtaki verða af
ýmsum stærðum en stöðluð fram-
leiðsla verður á 120, 138 og 157
fermetra íbúðarhúsum. Það eru
einkanlega aðilar, sem flytja á milli
byggða, sem hafa sýnt húsunum
áhuga eins og t.d. starfsmenn viö
Járnblendiverksmiðjuna á
Grundartanga, Samtak veitir
kaupendum margs konar þjón-
ustu. Fyrirtækið býður i' gerð
grunna og innréttingar auk hús-
anna sjálfra. Það hefur samvinnu
við JP-innréttingar og 3K um sölu
á stöðluðum eldhúsinnréttingum
og skápum, sem kaupendur hús-
anna fá pá ákveðinn afslátt af. Þá
verður Samtak meö staðlaða ofna
i'hús si'n fyrir hitaveitu og einingar
þannig frá gengnar, að auðvelt
verður að leggja rör i'þær. Kemur
þetta sér vel, þar sem upphitun fer
fram með rafmagni en von er á
hitaveitu. Fullfrágengin að utan
ur timbri
ogeinangruö að innan með plötum
á veggum kosta húsin frá rúm um
8 milljónum upp i' rúmar 10
milljónir. Þá er söluskattur ekki
reiknaður með og ekki heldur
uppsetning, sem þeir Samtaks-
menn sjá um sjálfir. Söluskattinum
er sleppt vegna þess að vonir hafa
staðið til að hann yrði felldur niður
af smíði húsa, sem fram fer inni á
verkstæðum á sama hátt og
honum er sleppt þegar smi'ðin á
sér stað úti á byggingarlóðum.
Húsnæðismálastjórnarlán nýtist
mjög vel við kaup á tilbúnum hús-
um af þessu tagi. Samtak fær
væntanlega 2/3 hluta af láninu
strax í stað þess aö beðið er í sex
mánuði eftir fyrsta hluta lánsins og
si'ðan eftir tveim næstu með sex
mánaða millibili. Nýting á þessum
peningum verður því önnur og
miklu betri en annars gerist á
byggingarmarkaði.
111