Frjáls verslun - 01.05.1979, Blaðsíða 122
tH umrædu
Af hverju flýr fólkið land?
Nýlega voru birtar tölur um brott-
flutning íslendinga til annarra landa
síðustu árin og munu þær hafa skotið
mörgum skelk í bringu sem á annað
borð láta sér annt um viðhald byggðar í
landinu og ákjósanleg lífsskilyrði. Þetta
er alvarlegt tilefni til að íhuga vandlega
orsakir landflóttans og hvað sé til ráða
svo að spornað verði gegn augljósri
óheillaþróun. Ekki fer á milli mála, að
höfuðáherzlu verður að leggja á sköpun
atvinnutækifæra í nýjum greinum, auka
fjölbreytni í framleiðsluiðnaði til þess að
komandi kynslóðum verði tryggð líf-
vænleg skilyrði í landinu. En er það
kjarni þess vandamáls, sem nú er við að
glíma? Er það vegna ónógra atvinnu-
möguleika heima fyrir að íslendingar
flytja úr landi þúsundum saman ár
hvert?
Ástæðurnar eru áreiðanlega ákaflega
margbreytilegar. En við skulum aðeins
velta fyrir okkur því hugarástandi,
sem liggur eflaust víða að baki ákvörð-
unum um flutning af landi brott eins og
nú standa sakir, og umræðuna í þjóðlífi
íslendinga, sem getur haft þau sálrænu
áhrif, að menn þrái heitast að koma sér í
burtu. Hér er átt við þá daglegu um-
fjöllun, sem fjölmiðlar og stjórnmála-
menn standa að um landsins gagn og
nauðsynjar. Þessir aðilar eru stöðugt í
því að mála skrattann á vegginn og hefur
sjaldan eða aldrei borið jafnmikið á
þessu og nú síðustu mánuðina. Hér
dynja stöðugt í eyrum fólks grófustu
hrakspár um hrun atvinnuvega til lands
og sjávar, yfirvofandi hallæri í einstök-
um landshlutum, sem sé almenn svart-
sýni á framtíð íslands. Nú er því ekki að
leyna, að hér er við margþætt og
strembin vandamál að etja, sem geta
haft hinar hörmulegustu afleiðingar, ef
ekki er brugðið nógu skjótt við. Það er
hlutverk ábyrgra stjórnmálamanna að
takast á við þann vanda og finna viðeig-
andi lausnir í stað þess að bera raunir
sínar stanzlaust á torg og standa frammi
fyrir alþjóð eins og hverjar aðrar grát-
kerlingar. Hvað eru ekki þingmenn nú-
verandi stjórnarflokka búnir að endur-
taka þann leik oft síðustu mánuði í stað
þess að gera eitthvað af viti? Ráðherrar
hafa hver í kappi við annan dregið upp
hinar skelfilegustu myndir af áhrifum
olíuverðshækkana á afkomu þjóðarbús-
ins. Nýlega fengum við að heyra neyð-
aróp formanns hafísnefndar um ástand-
ið í þorpunum í kjördæmi hans, þar sem
allt er að fara fjandans til, ef marka má
orð þingmannsins. Hið háskalegasta er,
að menn grunar ósjálfrátt að allt þetta
ramakvein sé að sumu leyti á svið sett í
pólitískum tilgangi einstakra þing-
manna eða til að draga athygli frá aum-
ingjaskap þeirrar ríkisstjórnar, sem að
nafninu til situr við völd í þessu landi.
Allt auglýsingaskrumið um ógæfu Is-
lands er komið á hættulegt stig. Marg-
háttuð ytri skilyrði gera það að verkum,
að þjóðin er viðkvæmari fyrir áróðri af
því tagi en ýmsar aðrar. Ef mildara
loftslag, sem flestir landsmenn þekkja
orðið af eigin raun af ferðum sínum til
útlanda, eða sérhæfð atvinnutækifæri ,
sem falla betur að menntun og verkleg-
um undirbúningi en möguleikarnir
heima fyrir, hafa kveikt útþrána hjá ein-
hverjum landanum geta hinir stöðugu
kveinstafir í allri daglegri umræðu verið
sá herzlumunur sem á vantar til að fólk
telji það gilda sjálfsbjargarviðleitni að
kveðja landið og þá sem eftir sitja.
114