Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1979, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.05.1979, Blaðsíða 29
„Hjá okkur er nú unnið launabókhald rúmlega 60 fyrirtækja", sagði Kristján Sigurgeirsson, rekstrar- tæknifræðlngur. Rekstrartækni sf: Tölvudeildin hefur vaxiö ótrúlega Um árabii hefur Rekstrartækni sf rekið tölvuþjónustu fyrir fjöl- mörg fyrirtæki. Fyrirtækið hefur nýlega komið sér fyrir í vistlegum húsakynnum að Síðumúla 37. Frjáls verziun leitaði til þeirra Gísla Erlendssonar og Kristjáns Sigurgeirssonar, sem báðir eru rekstrartæknifræðingar og stofn- endur Rekstrartækni sf, og bað þá að fræða lesendur um þá þjón- ustu sem þeir hefðu á boðstólum. Fyrirtækinu er skipt þannig að sérstök deild annast tölvuvinnslu og önnur deild tæknileg verkefni svo sem bónusskipulagningu, skipulagningu framleiðslu og fyrirtækja auk ýmissa hagræð- ingarverkefna. Starfsmenn fyrir- tækisins eru nú 25. Stærsti þátturinn í tölvuþjónust- unni er bókhaldsvinnsla fyrir fjöl- mörg fyrirtæki og endurskoöendur sem Rekstrartækni vinnur á IBM System 34 en fyrir dyrum er stækkun á tölvubúnaði og verður tekin í notkun ný samstæða í haust en það er IBM System 38. Stór þáttur í tölvuvinnslunni er bókhald og bónusútreikningur fyrir frysti- hús, en á því sviði hefur fyrirtækiö sérhæft sig á undanförnum árum. Auk launa- og bónusútreiknings fer ennfremur fram vinnsla á fram- legð og nýtingu í frystihúsunum auk gerðar skýrslna fyrir Fiskifé- lagið. Einnig hefur Rekstrartækni unnið sérstök launabókhöld fyrir útgerðarfélög þar sem launa- reikningar eru meira í formi við- skiptamannabókhalds, t.d. vegna úttekta áhafna á togurum. Með stærri tölvusamstæðum. Vélakostur Rekstrartækni, sem er IBM System 34 er með stærstu tölvum hérlendis af þeirri gerð. Við tölvusamstæðuna eru tengd 7 inn- sláttarborð, 3 skermar og hrað- virkur aukaprentari. Þannig er hægt að slá inn á 10 stöðum sam- tímis ef því er að skipta. Þar fyrir utan eru útstöövar tengdar við tölvusamstæðuna hér í Reykjavík og fara boð á milli um símalínu. Þeir Gísli og Kristján voru sam- mála um það að ótrúlega vel gengi að nota símann í þessu sambandi jafnvel út á land. Sú samstæöa sem tekin verður í notkun í haust er verulega stærri og öflugri tölva IBM system 38. Hvaða þjónusta er í boði? Við spuröum þá félaga, Gísla og Kristján, hvaða þjónustu þeir byðu fyrirtækjum t.d. í sambandi við tölvuvinnslu. Kristján: Það er staðreynd að mikið af þeim verkefnum, sem tölvudeildin vinnur eru til komin vegna þess að við erum einnig með tæknideild. Það er verulegt atriði að geta boðið tækniþjónustu og tölvuþjónustu jöfnum höndum, slík verkefni eiga iðulega saman auk þess sem það er hagkvæmt fyrir okkar viðskiptaaðila að geta fengið þessa þjónustu hjá einum og sama aðilanum. 29 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.