Frjáls verslun - 01.05.1979, Blaðsíða 107
árið 1974 en þá fóru meðaltekjur
upp í 92% af landsmeðaltali. Þær
hafa síðan dottið aftur niður í 89%
Það er athyglisvert, að Suðurland
heldur í við aöra landshluta á að-
eins einu sviði, þ.e. í landbúnaði.
Þar er hlutfall tekna 106% miðað
við landsmeðaltalið 100. í öðrum
greinum er þetta hlutfall mun
lægra, t.d. 95% í byggingariðnaði
og segir það sína sögu um afkomu
manna á þéttbýlisstöðunum eins
og á Selfossi, þó að í fljótu bragði
myndu menn gera ráð fyrir aö þar
væru tekjur ívið hærri en annars
staðar í landshlutanum. Aftur á
móti gefur álagning útsvara enn
aðra vísbendingu um tekjur
manna miðað við 11% útsvar af
brúttótekjum. Á Selfossi var
meðalútsvar á gjaldanda í fyrra
116 þúsund krónur. Þá var lands-
meðaltalið 128 þúsund.
Selfoss hefur til skamms tíma
verið mjög ,,ungur“ bær hvað
snertir aldursskiptingu íbúahóps-
Vlð verzlunargöluna Ausfurveg.
Einarsdóttur og Jónu Báru Jónsdótt-
ur, starfsstúlkum í Fossnesti.
„Réttur dagsins”
í Fossnesti
Ófáir, sem leið eiga um Selfoss, koma við í Fossnesti tii að
veita bílnum eða sjálfum sér smávegis hressingu. Þar er rekin
meiriháttar benzínstöð með þvottaplani og í söluskálanum er
„sjoppa“ með hefðbundnu vöruframboði, ís og pylsum og
öðru góðgæti, ásamt ferðavörum. Mjög snyrtilegur veitinga-
salur er líka í Fossnesti og þar er hægt að fá keyptan rétt
dagsins eða grillrétti og smurt brauð. Það eru leigubílstjórar á
Selfossi sem eiga Fossnesti og sér Gunnar Guðmundsson um
reksturinn.
Fossnesti tók fyrst til starfa í hluta af núverandi húsnæði
árið 1967. Var þá jafnframt gerður samningur við Olíufélagið
um benzínsölu. Hefur þessi rekstur farið stöðugt vaxandi og
nemur brúttóvelta nú um 500 milljónum. í fyrra borgaði Foss-
nesti um 60 milljónir í laun.
Að sjálfsögðu eru miklar sveiflur í þessum rekstri eftir árs-
tímum. Eins og að líkum lætur eru annir mestar um helztu
ferðamannahelgar sumarsins. Að sögn Gunnars er sumar-
umferðin þó nokkuð jöfn og mest frá föstudagskvöldi fram á
laugardagskvöld. Aðallega eru viðskiptavinirnir af höfuð-
borgarsvæðinu og er greinilegt að þeir verzla meira á leið úr
bænum en þegar þeir fara heim aftur. Yfir vetrarmánuðina er
talsvert um það að Selfossbúar komi í mat í Fossnesti og ýmsir
sem leið eiga um vegna starfa sinna, eins og vinnuflokkar eða
sölumenn hafa þar viðdvöl til að snæða. Matreiðslumaður er
yfir eldhúsinu og þaðan er líka afgreiddur veizlumatur út í bæ,
t.d. kalt borð. Fossnesti er opið frá kl. 8 á morgnana til 23.30.
99