Frjáls verslun - 01.05.1979, Blaðsíða 70
Á ferð og
Nútíma
áninga
staðir —
skipulögð
tjaldstæði
Frjáls verzlun fer
hringferð um landið
og fjallar um öll
helstu skipulögðu
tjaldstæðin á leiðinni.
Nú er tími sumarleyfanna að
hefjast, og margir eiga sjálfsagt
eftir að ferðast um landið á eigin
bílum, bílaleigubílum, með ferða-
félögum í hópferðabílum, með
flugvélum eða jafnvel á „puttan-
um“. En á hvaða máta sem fóik
kann að ferðast, þá eiga margir
það sameiginlegt að sofa í tjöld-
um í ferðinni. Hér á landi eru fjöl-
mörg tjaldstæði, fallegir balar við
smálæki, eða grasbalar í skjóli
runna. Um ótalmarga staði er að
velja. Á síðustu árum hafa einnig
verið skipulögð sérstök tjald-
stæði fyrir ferðamenn og komið
hefur verið upp góðri aðstöðu þar,
hreinlætisaðstöðu, söluskálum,
rennandi vatni, og þar fram eftir
götunum, og má í því sambandi
minnast tjaldstæðisins að Skafta-
felli í Öræfum.
Við sum tjaldstæðin, hafa verið
sett upp alþjóðleg skilti, sem
merkja að þarna sé tjaldstæöi
leyft, en oftast eru þau merkt
„Tjaldstæði". Sums staðar eru
tjaldstæði ekki leyfð m.a. á
ákveðnum stöðum í þjóðgaröinum
á Þingvöllum. Oftast þarf ferðafólk
ekki leyfi til að tjalda, þar sem það
flugi
GISTIAÐSTAÐA (1978)
BOLUNGARVIK
Mnnsfjordur
Búðardalur
rtykkishólmur
Ólafsvik
AKRANES
SELTJARNARNES
fOPAVOGUR
Ax HAFNARFJORI
kePlavík „ nw
REYKJAVIK
VESTt
Hótel Gistiheimili
herbergjafjoldi
100
u □ 60 40 ' 20 <0 o
□ O
□ 10 o
Q ^ opið allt árið
[~| ^ opið á sumnn
▼ Farfuglaheimili
36 fjöldi rúma
▲ Tjaldstæðj
75 fjöldi tjalda
• Sæluhús Feróafélags islands
(15) svefnpqkapláss
GRINDAVÍK
óskar sér, sé tjaldstæðið gott og
ekki merkt með skiltinu „Tjald-
stæði bönnuð". Sé tjaldað í
grennd við bóndabæi, er góð regla
að fá leyfi bóndans á staðnum.
Frjáls verslun birtir í þessu blaði
upplýsingar um öll helstu skipu-
lögöu tjaldstæðin á landinu og
aðstöðuna sem þau bjóöa upp á
samkvæmt upplýsingum frá
Ferðamálaráöi.
REYKJAVÍK:
Tjaldstæði borgarinnar er við
Sundlaugarveg, alveg í nágrenni
við sundlaugarnar í Laugardal og
íþróttaleikvanginn. Þar er rúm fyrir
300 tjöld. Þar eru salerni, hand-
laugar og rennandi vatn, heitt og
kalt, rafmagn fyrir raftæki. Fjöldi
verslana skammt frá tjaldstæðinu.
Gæsla er á tjaldstæðinu á daginn.
BORGARNES:
Rúm fyrir u.þ.b. 50 tjöld. Tjald-
stæðið er nærri bensínstöðinni við
innkeyrsluna í bæinn. Á tjald-
64