Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1979, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.05.1979, Blaðsíða 19
tölvuvæðingar. í síðasta lagi er það verðbólgan og harðnandi samkeppni sem skapar þörf fyrir tölvur. Á sama tíma og fjármagnið verður sífellt dýrara, launakostn- aður hækkar og reyndar allur rekstrarkostnaður atvinnulífsins, hefur hver afkastaeining í þeim tækjum sem mestri framleiðni- aukningu geta valdið, tölvum, lækkað svo mikið aó það sem var ekki á færi meðalfyrirtækis fyrir 5 árum getur venjuleg dagvöru- verzlun aflað sér nú. Framleiðni og tölvur Þótt íslenzki markaðurinn kunni aö þykja lítill í augum stórfyrir- tækja erlendis, þá verður ekki vart við að tölvuframleiðendur ætli að leiöa ísland hjá sér. Staðreyndin er sú, að ísland er kjörinn vettvangur til hreinna markaðstilrauna á tölvusviðinu. Ástæðurnar eru margar en þær helstu eru þær að á íslandi er kaupmáttur verulegur, almenn menntun og tæknivæðing er á háu stigi og síðast en ekki sízt er hér rekinn fiskiðnaður með mestu framleiðni í heimi. Verð- bólga gerir það að verkum að ár- angur tölvunotkunar kemur mjög fljótt í Ijós og um leið er þörf fyrir skjótvirkari upplýsingamiðlun í rekstri en annars staðar þekkist auk þess sem mjög auðvelt er að fylgjast með markaðsþróun hér- lendis. Erlendir tölvuframleiðendur hafa því áhuga á íslandi og þeir hafa sýnt það í verki. Viö þurfum því ekki að hafa neina minnimátt- arkennd gagnvart útlendingum á þessu sviði fremur en í okkar fisk- iðnaði. Með tæknistöðu og framleiðni fiskiðnaðarins í landinu í huga er Ijóst að í íslenzku þjóðfélagi er brýn þörf fyrir heildarstefnumörk- un í málefnum sem snerta tölvu- væðingu og tölvutækni. Við eigum í landinu tækniþekkingu sem hægt er að virkja til stórra hluta á þessu sviöi, sérstaklega í fiskiðnaði þar sem ísland gæti á fáum árum orðið leiðandi land í framleiðniaukandi tölvutækni og selt slíka tækni- þekkingu dýru verði erlendis. Það sem er að gerast í fiskiön- aðinum þessa stundina er tækni- legt kraftaverk sem byggist á að- fenginni tölvutækni og íslenzkri tækniþekkingu. Það tölvukerfi sem nú er verið að byggja upp á eftir að auka framleiðni frystihús- anna á næstu árum og sú fram- leiðniaukning á eftir að skila þjóðarbúinu virðisauka sem nem- ur tugum milljarða króna. Tölvuvæðingin Þeim sem ekki eru tengdir störf- um á sviði tölvunotkunar kemur mjög á óvart hve tölvunotkun er nú mikil á íslandi. Sú þróun hefur ekki haft mjög hátt, ef þannig má að orði komast, en hún hefur verið að sama skapi hröð og jaðrar við byltingu. Þrátt fyrir það fullyrða kunnugir aðilar að íslenzki mark- aðurinn sé einungis að byrja að taka við sér, hann sé óplægður, eins og einn komst að orði. ( greinunum hér á eftir kemur margoft fram, að forsenda þess að tölvunotkun skili hámarkshag- kvæmni sé að hugbúnaður fyrir íslenzkar aðstæður sé til staðar. Á því sviði hefur gífurlegt starf verið unnið af íslenzkum kerfisfræðing- um á tiltölulega fáum undanfar- andi árum og er IBM þar í farar- broddi. Þegar litið er fram á veginn verður ekki annað sagt en að við blasi áframhaldandi tölvuvæðing og að notendamarkaðurinn á ís- landi sé að vöxtum uppá hundruð milljóna króna á næstu árum. Það er áberandi að ákveðin hugarfarsbreyting meðal fólks hefur átt sér stað þegar tölvunotk- un er annars vegar. Fyrir nokkrum árum var sú skoðun útbreidd, að tölvur myndu koma í stað fólks. Nú er sú skoðun aftur á móti ríkjandi, að tölvur séu fyrst og fremst hjálp- artæki og geti gert okkur kleift að inna af hendi störf, sem áður voru okkur ofviða. Hræðslan við tölvur, t.d. í sambandi við öflun persónu- bundinna upplýsinga er ógrunduð að því leyti að án mannsins getur tölvan nákvæmlega ekki neitt. Tölva í höndum misindismanns er jafn hættuleg og byssa í höndum óvita. Af þeim sökum hafa mörg lönd markað sér stefnu í tölvumál- um og jafnvel sett sér lög og reglugerðir um notkún þeirrar tækni sem að baki býr. Allt bendir til að slík stefnumörkun sé nauð- synleg á íslandi, en hún þarf um- fram annað að taka mið af þörfum atvinnulífsins í stað mismunandi stjórnmálalegrar afstöðu til tölvu eða tækninnar yfirleitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.