Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1979, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.05.1979, Blaðsíða 31
Frystiiðnaðurinn Gísli: Við erum með tölvuþjón- ustu fyrir 17 frystihús eins og stendur. Við reiknum út bónus fyrir þau daglega. Síðan söfnum við framleiðslutölum frá þeim vikulega og reiknum út lykiltölur í sambandi við afköst og nýtingu, einnig vinn- um viö framlegð sem þau hafa til að bera saman reksturinn viku fyrir viku. Þetta er síðan dregið saman einu sinni í mánuði og í því sam- hengi höfum við komið á sérstöku kerfi sem felst í því að stjórnendur frystihúsanna hittast hér einu sinni í mánuði og bera saman bækur sínar. Það hefur sýnt sig að það fyrirkomulag hefur leitt af sér ákveðna samvinnu á milli þessara aðila og hún auðveldar þeim að ná betri árangri og leiöir jafnvel til þess að ýmis vandamál eru leyst í samvinnu. Kristján: Viö höfum einn starfs- mann í því að safna saman tölum frá frystihúsunum hér á Reykja- víkursvæðinu og afhenda úr- vinnslugögn. Svo notum við Akra- borgina, Umferðarmiðstöðina og flug fyrir þau frystihús sem eru utan svæðisins. Gísli: Á Vopnafirði er frystihús- ið með útstöð sem tengd er um símalínu viö tölvumiðstöðina hér hjá okkur þannig aö frá þeim er allt fjarunnið og mjög auðvelt í meö- förum. í þessu sambandi er rétt að benda á að það er mikið að gerast á tölvusviðinu í frystihúsunum og áður en langt um líður tel ég að flest húsanna verði komin með litlar vinnslutölvur, eöa skermtölv- ur, sem skrá jafnóðum upplýsingar úr framleiðslunni og jafnvel vinna úr þeim að einhverju leyti. Slíkar útstöðvar yrðu svo tengdar kjarnatölvum, t.d. hér í Reykjavík og þá má segja að tölvuvæðingin sé hafin að fullu. Þegar hagræðiö af slíkum búnaði er metið þá verð- ur kostnaðurinn við tækjabúnað- inn sjálfan nánast aukaatriði, þá á ég við útstöðvar með takmarkaðri vinnslugetu. Það er einnig rétt að benda á í þessu samhengi að með þeim stöðluðu forritum sem viö bjóðum, verður öll vinna í frysti- húsunum sjálfum í sambandi við tölvunotkunina, mjög auölærð og fljótunnin. Viö höldum námskeiö fyrir starfsfólkið og þau taka yfir- leitt ekki meira en einn til tvo daga. Iðnaðurinn — verzlun Kristján: Hjá okkur er nú unnið launabókhald rúmlega 60 fyrir- tækja. Við reiknum launin út og ávísanir eru skrifaðar út um leið. í Fjárhags- og viðskiptabókhaldi eru í vinnslu hjá okkur um 200 fyrirtæki í ýmsum greinum, sum þeirra eru hjá okkur í vinnslu í gegnum endurskoðunarskrifstof- ur, t.d. er stærsti endurskoðand- inn með um 40 fyrirtæki hjá okkur en er þó sjálfur með innsláttar- borð. Gísli: Ef við lítum á iðnfyrirtækin þá þjóðum við þeim ákveðinn „pakka". Sú þjónusta innifelur þá bókhald og launaútreikning, fram- legðarreikning og fyrir sum þeirra vinnum við viðskiptaskrá þannig að þau fá yfirlit yfir stöðu við- skiptavina um hver mánaðamót. Fyrir iðnfyrirtæki getum við einnig tölvuunnið allan bónusreikning og ennfremur unniö lagerbókhald og birgðaeftirlit. Nú sem stendur er í gangi hjá okkur sérstakt verkefni sem geng- ur út á það aó búa til forrit sem síðan yrði notað í sambandi við margs konar áætlanagerð í fyrir- tækjunum, viö erum einnig að vinna aö verkefni fyrir lífeyrissjóði og sveitarfélög. Við tökum einnig að okkur forritagerð fyrir hvern sem er. Kristján: Það má nefna að síð- ustu, að við erum að vinna að skipulagningu á nýrri þjónustu við okkar viðskiptaaðila. Hún felst í því að bjóöa þeim tölvuskerma sem tengdir verða tölvumiðstöðinni hérna og verða þeir þá notaðir til sölustarfa í tengslum við þirgða- skrá sem unnin er hér fyrir fyrir- tækin. Skermarnir verða þá í stöð- ugu símasambandi við tölvuna og þannig er hægt að selja vörur beint af skerminum og skrá birgðahreyfingu samtímis sölu. Þar að auki opnar þetta möguleika fyrir fyrirtækin á sérstöku pant- anaeftirliti, sem verulegt hagræði er af og ekki má gleyma þeirri staöreynd að á þennan hátt geta fyrirtækin tryggt að ávallt séu fyrir hendi lágmarksbirgðir. I verðbólg- unni er of stór lager eitt af því sem gerir mörgu fyrirtækinu erfitt um vik en á þennan hátt má tryggja lágmarksbirgðir um leið og há- marksráðstöfunarfé. Hvert skal halda, kannske í vesturátt? Takið eftir HÖTEL BJARG, Búðardal. Við bjóðum ykkur vel- komin. Dalirnir bjóða upp á náttúrufegurð, marga sögustaði og fallegt landslag. Dekkja viðgerðir Sími 95-2161. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.