Frjáls verslun - 01.05.1979, Blaðsíða 50
Húsgagnamarkaðurinn í sýningamiðstöðinni.
árum veriö vaxandi ráðstefnu-
borg. Ýmsir fjölþjóðlegir fundir
hafa farið þar fram í seinni tíö, eins
og ársfundur Alþjóðabankans,
leiðtogafundur Efnahagsbanda-
lagsins, ráðherrafundir Nato o.fl.
Almennar ráðstefnur eru líka
skiþulagðar í auknum mæli og er
það fyrst og fremst að þakka góð-
um aðbúnaði í borginni fyrir gest-
komandi á hótelum og fjölda veit-
inga- og skemmtistaða. Flestir tala
ensku eða þýzku og borgin liggur
miðsvæðis. Það tekur ekki nema
um klukkutíma að fljúga frá helztu
borgum Evrópu til Kaupmanna-
hafnar. Kastrup-flugvöllur er sá
þriðji stærsti í Evrópu og frá
Kastrup-velli tekur það ekki nema
fáeinar mínútur að aka í Bella
Center, sem liggur mitt á milli
flugvallarins og miðborgarinnar.
Ráðstefnudeildin í Bella Center,
Copenhagen Congress Center, er
staðsett í norðurhluta bygginga-
samstæðunnar. Þar rúmast allt aö
6000 ráðstefnugestir. í stærsta
ráðstefnusalnum er pláss fyrir
4250 manns en hann má síðan
stúka niður í smærri einingar. Einn
af sölunum er útbúinn sem sjón-
varpsupptökusalur. í þessari ráð-
stefnumiöstöð er ennfremur sam-
komusalur með sætum fyrir 632 og
fjöldi smærri salarkynna og her-
bergja, sem taka frá 20 og upp í
260 manns. Aðstaða er til að túlka
ræður á fjögur tungumál samtímis.
Frá byggingarvörusýningu í Bella Center.
Næstu sýningar
Kaupstefnur og vörusýningar,
tileinkaðar ákveðnum flokkum
framleiðslugreina eru fastur liður á
dagskrá hjá Bella Center í Kaup-
mannahöfn. Scandinavian
Fashion Week er einn helzti við-
burður að þessu leyti, en sú sýning
fer fram á vorin og haustin. Hafa
íslenzkir fataframleiðendur tekiö
þátt í þeirri sýningu síðustu árin og
haft mikið gagn af. Scandinavian
Fashion Week var síöast haldin í
marz sl. en í september verður
önnur tízkuvika og þá lögð sérstök
áherzla á kvenfatnað, barnaföt,
prjóna- og sportklæðnað. Af öðr-
um sýningum, sem áformaöar eru
á þessu ári má nefna raftækjasýn-
ingu í ágúst, sýningu á herra- og
drengjafatnaði einnig í ágúst, skó-
vörur í september, tækjabúnað
fyrir bílaverkstæði í október,
hjúkrunarvörur og lækningatæki í
október.
Við inntum Úlf Sigurmundsson,
framkvæmdastjóra Útflutnings-
miöstöðvar iðnaðarins eftir því,
hver reynslan hefði orðið af þátt-
töku íslenzkra fyrirtækja í þeim
sýningum, sem haldnar hafa verið
í Bella Center.
,,Ég hygg, að samtals hafi milli
15 og 20 íslenzk fyrirtæki verið
með á sýningum í Bella Center,
sagöi Úlfur. „Aðallega eru það
sýningarnar Scandinavian
Fashion Week og Furniture Fair,
sem íslenzk fyrirtæki hafa tekið
þátt í, en þetta eru aðalsýningarn-
ar í Bella Center. Tilraun hefur
verið gerö meö þátttöku í gjafa-
vörusýningum en ekki tekizt vel. í
júní 1980 veröur haldin alþjóðleg
sjávarútvegssýning, sem íslenzk
fyrirtæki munu eiga aðild að, sér-
staklega Hampiðjan.
Þegar á heildina er litið tel ég
mikið gagn hafa orðið af sýning-
um í Bella Center. Þegar viö hóf-
umst handa um tilraunir til útflutn-
ings á íslenzkum ullarvörum varð
Danmörk og önnur Noröurlönd sá
markaður, sem við lögðum aðal-
áherzlu á. Kaupendur á Norður-
löndunum hafa verið okkur vin-
samlegri en aðrir og verið fúsari til
aö prófa íslenzku vöruna. I’ Ijósi
þess er Bella Center mjög eðlileg-
ur áfangi fyrir okkur á leið inn á
Norðurlandamarkaðinn."
50