Frjáls verslun - 01.05.1979, Blaðsíða 8
Arngeir Lúðvíksson, tók 1. apríl síðastliðinn
við starfi fulltrúa Eimskipafélags íslands í
Bandaríkjunum. Starfar hann á skrifstofu um-
boðsmanna Eimskipafélagsins í Bandaríkjun-
um, A.L. Burbank & Co. Ltd. í Portsmouth.
Fulltrúi Eimskipafélagsins í Bandaríkjunum
hefur verið Pétur Johnson. Hann hefur verið
fulltrúi félagsins þar undanfarin 12 ár, en lét af
störfum fyrir aldurs sakir.
Arngeir Lúðvíksson hefur starfað hjá Eim-
skipafélagi íslands í 14 ár, eða frá því að hann
lauk prófi frá Samvinnuskólanum vorið 1965,
að undanteknum nokkrum mánuðum á árinu
1966.
Arngeir Lúövíksson hefur gegnt ýmsum
störfum á skrifstofu Eimskipafélags íslands.
Hann hóf störf í tjónadeild, en fluttist síðan yfir í
innkaupadeild, og síðar í innflutningsdeild.
Haustið 1972 varð hann yfirmaður flutnings-
reikningadeildar, og frá miðju ári 1974 hefur
Arngeir verið forstöðumaður afgreiðsludeildar
aðalskrifstofu Eimskipafélagsins, og gegndi
hann því starfi uns hann fluttist til Bandaríkj-
anna.
Arngeir Lúðvíksson er fæddur 8. janúar
1946.
Á síðasta ári voru viðkomur skiþa Eimskipa-
félagsins í Portsmouth alls 40. Síðastliöið ár
sigldu Bakkafoss, Brúarfoss, Selfoss, Goða-
foss og Stuðlafoss Eimskipafélags íslands til
Bandaríkjanna á ýmsar hafnir þar og þar að
auki Hofsjökull, sem er leiguskip hjá Eimskip.
áfangar
Björn Theodórsson, forstööumaður hag-
deildar Flugleiða hefur verið skipaður fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs fyrirtækisins og
tekur hann formlega við starfinu 1. júní n.k.
Björn Theodórsson hefur starfað hjá fyrir-
tækinu í 10 ár í sumar. Hóf hann störf á aðal-
skrifstofu Loftleiða í bókhalds- og endurskoö-
unardeild, starfaði þar í tvö ár, en varð síðan
fulltrúi í hagdeild fyrirtækisins, og vann að al-
mennum skýrslugerðum. Tveimur árum síðar
var hann skipaður deildarstjóri hagdeildar, og
gegndi starfinu áfram eftir sameiningu fél-
aganna.
Starf Björns, sem framkvæmdastjóri fjár-
málasviðs er fólgið í fjármálastjórn fyrirtækis-
ins.
— Fjármálastjórn er allt þaö er lýtur að
greiðslum og reiöufé, sagði Björn, útvegun fjár
til fyrirtækisins og ráöstöfun fjárins innan þess.
Er átt við mat á, þátttöku í og eftirlit með
ákvörðunum um ráðstöfun fjár fyrirtækisins til
núverandi og nýrra verkefna.
Björn Theodórsson er fæddur 3. október
1943 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1964. Hóf
hann síðan nám í viðskiptafræðum við Háskóla
íslands, lauk prófi þaðan 1969, og réðist að
því loknu til Loftleiða.
Undir fjármálasvið hjá Flugleiðum heyrir
tekjubókhald, hagdeild, aðalbókhald, inn-
kaupadeild, tölvudeild, fjárreiöudeild og gjald-
kerar.