Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1979, Side 8

Frjáls verslun - 01.05.1979, Side 8
Arngeir Lúðvíksson, tók 1. apríl síðastliðinn við starfi fulltrúa Eimskipafélags íslands í Bandaríkjunum. Starfar hann á skrifstofu um- boðsmanna Eimskipafélagsins í Bandaríkjun- um, A.L. Burbank & Co. Ltd. í Portsmouth. Fulltrúi Eimskipafélagsins í Bandaríkjunum hefur verið Pétur Johnson. Hann hefur verið fulltrúi félagsins þar undanfarin 12 ár, en lét af störfum fyrir aldurs sakir. Arngeir Lúðvíksson hefur starfað hjá Eim- skipafélagi íslands í 14 ár, eða frá því að hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum vorið 1965, að undanteknum nokkrum mánuðum á árinu 1966. Arngeir Lúövíksson hefur gegnt ýmsum störfum á skrifstofu Eimskipafélags íslands. Hann hóf störf í tjónadeild, en fluttist síðan yfir í innkaupadeild, og síðar í innflutningsdeild. Haustið 1972 varð hann yfirmaður flutnings- reikningadeildar, og frá miðju ári 1974 hefur Arngeir verið forstöðumaður afgreiðsludeildar aðalskrifstofu Eimskipafélagsins, og gegndi hann því starfi uns hann fluttist til Bandaríkj- anna. Arngeir Lúðvíksson er fæddur 8. janúar 1946. Á síðasta ári voru viðkomur skiþa Eimskipa- félagsins í Portsmouth alls 40. Síðastliöið ár sigldu Bakkafoss, Brúarfoss, Selfoss, Goða- foss og Stuðlafoss Eimskipafélags íslands til Bandaríkjanna á ýmsar hafnir þar og þar að auki Hofsjökull, sem er leiguskip hjá Eimskip. áfangar Björn Theodórsson, forstööumaður hag- deildar Flugleiða hefur verið skipaður fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs fyrirtækisins og tekur hann formlega við starfinu 1. júní n.k. Björn Theodórsson hefur starfað hjá fyrir- tækinu í 10 ár í sumar. Hóf hann störf á aðal- skrifstofu Loftleiða í bókhalds- og endurskoö- unardeild, starfaði þar í tvö ár, en varð síðan fulltrúi í hagdeild fyrirtækisins, og vann að al- mennum skýrslugerðum. Tveimur árum síðar var hann skipaður deildarstjóri hagdeildar, og gegndi starfinu áfram eftir sameiningu fél- aganna. Starf Björns, sem framkvæmdastjóri fjár- málasviðs er fólgið í fjármálastjórn fyrirtækis- ins. — Fjármálastjórn er allt þaö er lýtur að greiðslum og reiöufé, sagði Björn, útvegun fjár til fyrirtækisins og ráöstöfun fjárins innan þess. Er átt við mat á, þátttöku í og eftirlit með ákvörðunum um ráðstöfun fjár fyrirtækisins til núverandi og nýrra verkefna. Björn Theodórsson er fæddur 3. október 1943 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1964. Hóf hann síðan nám í viðskiptafræðum við Háskóla íslands, lauk prófi þaðan 1969, og réðist að því loknu til Loftleiða. Undir fjármálasvið hjá Flugleiðum heyrir tekjubókhald, hagdeild, aðalbókhald, inn- kaupadeild, tölvudeild, fjárreiöudeild og gjald- kerar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.