Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1979, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.05.1979, Blaðsíða 69
Einokunarveldi hnekkt... Sterling Airways hefur veruleg- an hagnað af sölu tollfrjáls áfengis og fleiri vörutegundum um borð í flugvélum sínum. Veltan í þessari sölu var um 200 milljónir danskra króna í fyrra. Þá rekur félagið einnig fríhafn- arverzlunina í aðalbrottfarar- salnum á Kastrup-flugvelli. Það er saga að segja frá því, hvern- ig Sterling Airways náði samn- ingi um þann rekstur fyrir rúmu ári en fram að þeim tíma hafði SAS annazt hann og haft drjúgan hagnað af. Rekstur frí- hafnarverzlunarinnar var boð- inn út og þegar tilboðsfrestur rann út í desember 1977 kom í Ijós að Sterling hafði hagstæð- asta boðið. Félagið bauð ríkinu 56,5% af heildarveltunni. SAS bauð hins vegar um 44%. Samningum við Sterling var frestað og síðar kom í Ijós, að danski samgönguráðherrann hafði tekið við nýju og hærra tilboði frá SAS í lok janúar- mánaðar eftir að ráðherrann hafði átt fund með forstjóra SAS, og vildi ráðherrann fallast á þá Jeiðréttingu". En málið fór öðru vísi. Á endanum vildi ráðherrann láta bjóða rekstur fríhafnarverzlunarinnar út að nýju. Var það og gert. Vegna afskipta danska „umboðs- mannsins", sem Sterling haföi kært málið til, og vegna mikillar umræðu, sem málið fékk í blöðum, voru yfirvöld loks neydd til að semja við Sterling á grundvelli fyrra tilboðsins, sem var endurtekið við seinna út- boðið. „Með hjálp almennings var einokunarveldinu hnekkt," segir Anders Helgstrand, for- stjóri Sterling Airways. Aero Chef rekur einnig eldhús í Stokkhólmi. Sp.: — Verður varl einhverrar breytingar á smekk almennings fyrir sumardvalarstöðum? Eru Spánarferðir á undanhaldi? Sv.: — Breytingarnar eru ekki teljandi. Aftur á móti má búast við aö fólk gefist upp á Spánarferðum ef svo heldur fram sem horfir. Á Spáni eru verkföll tíð í starfsgrein- um, sem lúta að þjónustu við ferðamenn, og þau fara í taugarn- ar á ferðafólki. Hver vill fara til Spánar í orlof og sitja þar uppi án þess að fá nokkra þjónustu? Spánverjar eru ekki búnir aö átta sig á framkvæmd verkfallsréttar- ins, og því eru þessi mál meira og minna skipulagslaus enn sem komið er með þeim afleióingum aö menn fara að hugsa sig um tvisvar áöur en þeir panta ferð til Spánar. Sp.: — Hvernig er útlitið hjá leiguflugfélögunum með hliðsjón af ástandinu í orkumálum og hugsanlegri nýrri olíukreppu? Sv.: — Olíuverðshækkanirnar að undanförnu hljóta eðlilega að segja til sín í rekstrinum hjá okkur, þegar 20% af heildarkostnaði er olíukostnaður. Árið 1971 og '72 borguðum við minna en 8 U.S. cent á hvert gallon af eldsneyti. En núna er veröið á galloni 70 cent. Við borgum nærri 150 milljónir d. kr. á ári fyrir eldsneyti en gerum ráð fyrir að þessi upphæð verði 240 milljónir fyrir næstu tólf mán- uði. Þessi verðhækkun er ekki olíuframleiöslulöndunum að kenna. Verðið á olíu frá þeim hefur aðeins hækkaö lítillega. En það eru olíufélögin, sem hafa sjálf búið til skort á þotueldsneyti. Það hefur veriö nóg til af þotueldsneyti en vegna kuldans í Evrópu í vetur hafa olíufélögin séð sér hag af því að selja það á hærra verði til hús- hitunar. Sp.: — Þið reiknið þó með að fá það eldsneyti, sem þið þurfið á að halda? Sv.: — Við erum ekki alveg vissir. Hins vegar eigum við von á að ástandið batni í sumar. En það eru ákveðnar takmarkanir í gildi á allmörgum stöðum nú þegar. Við getum yfirleitt ekki fengið meira eldsneyti afgreitt en við fengum í fyrra. Það er ekki slæmur kostur, því að við þurfum ekki eins mikið og þá vegna hagræðingar. Sp.:------Kemur ekki hækkað olíuverð til með að hafa talsverð áhrif á verð sumarleyfisferða til neytendanna? Sv.: — Áætlunarflugfélögin segja: „Við hækkum fargjöld um 7% á öllum leiðum." Þetta er röng stefna. Segjum að maður sé með farseðil til London, sem kostar 2800 kr. Þá verður hækkunin um 200 kr. En raunveruleg kostn- aðaraukning vegna olíuverðs- hækkunar er 30 kr. á þessari leið á hvert sæti. Það er sú upphæð, sem við hjá Sterling hækkum fargjaldið um. Við getum ekki leyft okkur að hækka um 7% á alla línuna. Við verðum að umreikna hverja ein- ustu leið og endurskoða alla samninga, sem við höfum áður gert við ferðaskrifstofurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.