Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1979, Blaðsíða 85

Frjáls verslun - 01.05.1979, Blaðsíða 85
Franska eyjan Korsíka og Benidormstrendur íslensku ferðaskrifstofurnar leita margar hverjar á nýjar slóðir í sumar, og bjóða íslenskum ferða- mönnum upp á að heimsækja staði, sem ekki hafa verið skipulagðar hópferðir til áður af íslenskri ferðaskrifstofu. Ferðaskrifstofan Olympo hefur leitað fanga á eyjunni Korsíku, og hyggst bjóða upp á hópferðir þangað í sumar. Hugmyndin er að bjóða upp á tvær til fjórar ferðir til Korsíku íjúlíog ágúst, en komið verður vió í London í bakaleiðinni. Einkum verður dvalist í Ajacico, þar sem góöar baðstrendur eru og í borginni Bastia. Frá Islandi til Korsíku . . . Korsíka er frönsk eyja úti fyrir vesturströnd Ítalíu. Hún er m.a. þekkt fyrir það í veraldarsögunni, að þar fæddist Napóleon hinn mikli Frakkakeisari, og verða í ferðinni skoðaðar ýmsar minjar um hann, m.a. fæð- ingarstaður hans. Helsta lífsviðurværi sitt hafa íbúar Korsíku af fisk- veiðum og vínyrkju. Korsíka er fjöllótt eyja með skógi vöxnum hlíðum, en jafnframt eru víða góðar bað- strendur. Gísli Maack hjá Olympo sagði, að Korsíka væri ákaflega skemmtilegur staður að dveljast á og umhverfið væri rólegt. Hann sagöi einnig, að hótelin sem dvalist yrði á væru mjög góð. . .. eða á hreinar strendur Benidorm. Allt frá seinni hluta maímánaðar og fram til 5. sept- ember verða farnar ferðir til Benidorm á vegum Olympo. Ströndin við Benidorm hefur orð á sér fyrir, hversu hreinleg hún er og allt umhverfi bæjarins einnig, að sögn Gísla. Benidorm er á Costa Blanca ströndinni, í Valencia héraði, en borgin Valencia er í 140 km fjarlægð, en til Alicante er 40 mínútna akstur suður á boginn. Gestir geta gert sér ýmislegt til skemmtunar meðan á dvöl- inni stendur, að sjálfsögðu sleikt sólina, en einnig tekið þátt í skoðunarferðum sem farnar verða m.a. til sérkennilegs fjallaþorps sem heitir Guadalest, skoð- að dropasteinshella, farið með börnin í tivolí, sem þar hefur nýlega verið sett upp, tekið þátt í næturklúbba- ferðum og séð burtreiðar. „Vínalegasta gestahús Englands" Olympo hefur einnig lagt áherslu á ferðir til Florida, en þangað bjóða þeir upp á einstaklingsferðir, og sagði Gísli Maack, að fjölmargir hefðu fariö utan á þeirra vegum frá áramótum. í þessar ferðir veröur farið á þriggja vikna fresti í allt sumar. Flogið er frá New York til Tampa, en þaðan fara flestir farþeganna til St. Petersburg, en Disneyland er skammt þaðan. Sagði Gísli, að þarna í St. Petersburg, í Sarasota og Clearwater Beach m.a. væru mjög góðar baðstrend- ur. Ákaflega margir íslenskir ferðamenn hafa áhuga á heimsborginni London og koma þar jafnvel aftur og aftur. Olympo selur ferðir til London allt árið um kring, auk þess sem ferðaskrifstofan selur farmiða til allra áætlunarstaða Flugleiða. Gísli sagðist sérstaklega vilja benda þeim sem ætla til London, og hafa ef til vill komið þar nokkrum sinnum áður, og gist þá á hótel- um í Oxford Street, á vinalegt gestahús í Maidenhead 26 km frá London, sem íslandsvinurinn Alan Dixon og kona hans reka, en hann þekkja margir íslendingar. Hjá Dixon er boðin ódýr gisting í „vinalegasta gestahúsi Englands" eins og hann auglýsir þaö sjálf- ur, og akstur á ódýru verði þurfi gesturinn að bregöa sér inn í London og akstur til og frá Heathrow. Gísli sagði einnig, að Dixon byði viðskiptamönnum sérstaka þjónustu, með því að hafa milligöngu eða aöstoða þá í viöskiptaerindum. Frá eynni Korsíku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.