Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1979, Síða 50

Frjáls verslun - 01.05.1979, Síða 50
Húsgagnamarkaðurinn í sýningamiðstöðinni. árum veriö vaxandi ráðstefnu- borg. Ýmsir fjölþjóðlegir fundir hafa farið þar fram í seinni tíö, eins og ársfundur Alþjóðabankans, leiðtogafundur Efnahagsbanda- lagsins, ráðherrafundir Nato o.fl. Almennar ráðstefnur eru líka skiþulagðar í auknum mæli og er það fyrst og fremst að þakka góð- um aðbúnaði í borginni fyrir gest- komandi á hótelum og fjölda veit- inga- og skemmtistaða. Flestir tala ensku eða þýzku og borgin liggur miðsvæðis. Það tekur ekki nema um klukkutíma að fljúga frá helztu borgum Evrópu til Kaupmanna- hafnar. Kastrup-flugvöllur er sá þriðji stærsti í Evrópu og frá Kastrup-velli tekur það ekki nema fáeinar mínútur að aka í Bella Center, sem liggur mitt á milli flugvallarins og miðborgarinnar. Ráðstefnudeildin í Bella Center, Copenhagen Congress Center, er staðsett í norðurhluta bygginga- samstæðunnar. Þar rúmast allt aö 6000 ráðstefnugestir. í stærsta ráðstefnusalnum er pláss fyrir 4250 manns en hann má síðan stúka niður í smærri einingar. Einn af sölunum er útbúinn sem sjón- varpsupptökusalur. í þessari ráð- stefnumiöstöð er ennfremur sam- komusalur með sætum fyrir 632 og fjöldi smærri salarkynna og her- bergja, sem taka frá 20 og upp í 260 manns. Aðstaða er til að túlka ræður á fjögur tungumál samtímis. Frá byggingarvörusýningu í Bella Center. Næstu sýningar Kaupstefnur og vörusýningar, tileinkaðar ákveðnum flokkum framleiðslugreina eru fastur liður á dagskrá hjá Bella Center í Kaup- mannahöfn. Scandinavian Fashion Week er einn helzti við- burður að þessu leyti, en sú sýning fer fram á vorin og haustin. Hafa íslenzkir fataframleiðendur tekiö þátt í þeirri sýningu síðustu árin og haft mikið gagn af. Scandinavian Fashion Week var síöast haldin í marz sl. en í september verður önnur tízkuvika og þá lögð sérstök áherzla á kvenfatnað, barnaföt, prjóna- og sportklæðnað. Af öðr- um sýningum, sem áformaöar eru á þessu ári má nefna raftækjasýn- ingu í ágúst, sýningu á herra- og drengjafatnaði einnig í ágúst, skó- vörur í september, tækjabúnað fyrir bílaverkstæði í október, hjúkrunarvörur og lækningatæki í október. Við inntum Úlf Sigurmundsson, framkvæmdastjóra Útflutnings- miöstöðvar iðnaðarins eftir því, hver reynslan hefði orðið af þátt- töku íslenzkra fyrirtækja í þeim sýningum, sem haldnar hafa verið í Bella Center. ,,Ég hygg, að samtals hafi milli 15 og 20 íslenzk fyrirtæki verið með á sýningum í Bella Center, sagöi Úlfur. „Aðallega eru það sýningarnar Scandinavian Fashion Week og Furniture Fair, sem íslenzk fyrirtæki hafa tekið þátt í, en þetta eru aðalsýningarn- ar í Bella Center. Tilraun hefur verið gerö meö þátttöku í gjafa- vörusýningum en ekki tekizt vel. í júní 1980 veröur haldin alþjóðleg sjávarútvegssýning, sem íslenzk fyrirtæki munu eiga aðild að, sér- staklega Hampiðjan. Þegar á heildina er litið tel ég mikið gagn hafa orðið af sýning- um í Bella Center. Þegar viö hóf- umst handa um tilraunir til útflutn- ings á íslenzkum ullarvörum varð Danmörk og önnur Noröurlönd sá markaður, sem við lögðum aðal- áherzlu á. Kaupendur á Norður- löndunum hafa verið okkur vin- samlegri en aðrir og verið fúsari til aö prófa íslenzku vöruna. I’ Ijósi þess er Bella Center mjög eðlileg- ur áfangi fyrir okkur á leið inn á Norðurlandamarkaðinn." 50
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.