Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1979, Page 122

Frjáls verslun - 01.05.1979, Page 122
tH umrædu Af hverju flýr fólkið land? Nýlega voru birtar tölur um brott- flutning íslendinga til annarra landa síðustu árin og munu þær hafa skotið mörgum skelk í bringu sem á annað borð láta sér annt um viðhald byggðar í landinu og ákjósanleg lífsskilyrði. Þetta er alvarlegt tilefni til að íhuga vandlega orsakir landflóttans og hvað sé til ráða svo að spornað verði gegn augljósri óheillaþróun. Ekki fer á milli mála, að höfuðáherzlu verður að leggja á sköpun atvinnutækifæra í nýjum greinum, auka fjölbreytni í framleiðsluiðnaði til þess að komandi kynslóðum verði tryggð líf- vænleg skilyrði í landinu. En er það kjarni þess vandamáls, sem nú er við að glíma? Er það vegna ónógra atvinnu- möguleika heima fyrir að íslendingar flytja úr landi þúsundum saman ár hvert? Ástæðurnar eru áreiðanlega ákaflega margbreytilegar. En við skulum aðeins velta fyrir okkur því hugarástandi, sem liggur eflaust víða að baki ákvörð- unum um flutning af landi brott eins og nú standa sakir, og umræðuna í þjóðlífi íslendinga, sem getur haft þau sálrænu áhrif, að menn þrái heitast að koma sér í burtu. Hér er átt við þá daglegu um- fjöllun, sem fjölmiðlar og stjórnmála- menn standa að um landsins gagn og nauðsynjar. Þessir aðilar eru stöðugt í því að mála skrattann á vegginn og hefur sjaldan eða aldrei borið jafnmikið á þessu og nú síðustu mánuðina. Hér dynja stöðugt í eyrum fólks grófustu hrakspár um hrun atvinnuvega til lands og sjávar, yfirvofandi hallæri í einstök- um landshlutum, sem sé almenn svart- sýni á framtíð íslands. Nú er því ekki að leyna, að hér er við margþætt og strembin vandamál að etja, sem geta haft hinar hörmulegustu afleiðingar, ef ekki er brugðið nógu skjótt við. Það er hlutverk ábyrgra stjórnmálamanna að takast á við þann vanda og finna viðeig- andi lausnir í stað þess að bera raunir sínar stanzlaust á torg og standa frammi fyrir alþjóð eins og hverjar aðrar grát- kerlingar. Hvað eru ekki þingmenn nú- verandi stjórnarflokka búnir að endur- taka þann leik oft síðustu mánuði í stað þess að gera eitthvað af viti? Ráðherrar hafa hver í kappi við annan dregið upp hinar skelfilegustu myndir af áhrifum olíuverðshækkana á afkomu þjóðarbús- ins. Nýlega fengum við að heyra neyð- aróp formanns hafísnefndar um ástand- ið í þorpunum í kjördæmi hans, þar sem allt er að fara fjandans til, ef marka má orð þingmannsins. Hið háskalegasta er, að menn grunar ósjálfrátt að allt þetta ramakvein sé að sumu leyti á svið sett í pólitískum tilgangi einstakra þing- manna eða til að draga athygli frá aum- ingjaskap þeirrar ríkisstjórnar, sem að nafninu til situr við völd í þessu landi. Allt auglýsingaskrumið um ógæfu Is- lands er komið á hættulegt stig. Marg- háttuð ytri skilyrði gera það að verkum, að þjóðin er viðkvæmari fyrir áróðri af því tagi en ýmsar aðrar. Ef mildara loftslag, sem flestir landsmenn þekkja orðið af eigin raun af ferðum sínum til útlanda, eða sérhæfð atvinnutækifæri , sem falla betur að menntun og verkleg- um undirbúningi en möguleikarnir heima fyrir, hafa kveikt útþrána hjá ein- hverjum landanum geta hinir stöðugu kveinstafir í allri daglegri umræðu verið sá herzlumunur sem á vantar til að fólk telji það gilda sjálfsbjargarviðleitni að kveðja landið og þá sem eftir sitja. 114
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.