Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1979, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.06.1979, Blaðsíða 23
þessi hugmynd sett fram að ríkið setji á fót eignarhaldsfyrirtæki. Markmið eignarhaldsfyrirtækis- isins eru eftirfarandi: — Eignarhaldsfyrirtæki er gert aö vinna að rannsóknum og þróun á hugmyndum um nýiðnað að lokaákvörðunarstigi. í því skyni yrði jafnvel gert ráð fyrir að starf- andi rannsóknastofnanir flyttust til hins nýja fyrirtækis, eða störfuðu í mjög nánum tengslum við það. — Eignarhaldsfyrirtækið mun hafa á hendi, fyrir hönd viðkom- andi ráöuneytis, aöild að hlutafé- lögum ríkisins og eftirlit meö þeim, svo og hliðstæðum ríkisfyrirtækj- um, á þann hátt að þau starfi undir umsjón þess. Jafnframt því eiga stjórnir hlutaðeigandi fyrirtækja að vera skýrslugjafaskyldar til fyrirtækisins. Fyrirtækið beitti sér meðal annars fyrir almennri rekstrarráðgjöf til ríkisfyrirtækja, samræmingu rekstraruppgjörs og innra kostnaðarbókhalds, svo og tæknilegri og stjórnunarlegri sam- vinnu þeirra til ýmiss konar hag- ræðingar í rekstri þeirra. — í starfsemi sinni bæri eignar- haldsfyrirtækinu aö taka upp samvinnu við sveitarfélög, ein- staklinga og fyrirtæki um stofnun til nýs rekstrar í iðnaöi, þannig að virkjað yrði sem víðast fjármagn, áhugi og frumkvæði, en jafnframt skapaðar forsendur fyrir skamm- tíma inngrip ríkisins og möguleikar til að selja hlut til að leggja í ný fyrirtæki. — Eignarhaldsfyrirtækiö myndi hafa á hendi framkvæmd og/eða eftirlit með uppbyggingu nýiðn- aðarfyrirtækja á grundvelli þeirrar stefnu, sem mörkuð yrði um þátt- töku ríkisins í stofnun slíkra fyrir- tækja. Þar með yrði komið í veg fyrir að slitið yrði í sundur áunnin þekking við rannsókn og þróun nýiðnaðartækifæra og uppbygg- ing þess fyrirtækis, sem ákveðið yrði að ráðast í. Fjármögnun og vald í skýrslu Samstarfsnefndarinnar kemur fram að eignarhaldsfyrir- tækið yröi að hafa fjárhagslegt bolmagn og sjálfstæði til að stofna ný fyrirtæki, sem metin eru arð- vænleg. í því skyni myndi arð- ur allra fyrirtækja í ríkiseign, hvort sem um er að ræða hrein ríkisfyrirtæki, meirihlutafélög rík- isins eða minnihlutafélög ríkisins, svo og andvirði seldra hlutabréfa ríkisins eða eignir uppleystra hlutafélaga, renna til eignarhalds- fyrirtækisins. Þar sem þessi hugmynd um eignarhaldsfyrirtækið er svo ný af nálinni hér á landi, þá hefur ekki enn verið fullkannað eða rætt með hvaða hætti slíkt fyrirtæki stæði Harmsaga stálfélags i kerfinu Ágætis dæmi um það hvem- ig góðar hugmyndir sem settar eru fram um stofnun nýiðn- aðarfyrirtækja á íslandi velkj- ast í embættismannakerfinu svo árum skipti án þess að nokkurn tíma sé tekin mál- efnaleg afstaða til þeirra, er saga Stálfélagsins h.f. Frjáls verslun rekur hér þessa kerfis- sögu félagsins í stuttu máli. Síðla hausts 1970 er Stál- félagið h.f. stofnað. Næsta vor sækir félagið um lán til Iðnþróunarsjóðs og leggur fram arðsemisskýrslu til stuðnings lánsumsókninni. Nær ári síðar eða í febrúar 1972 er sænskur sérfræðingur fenginn til að fjalla um málið fyrir Iðnþróunarsjóð og skilar hann áliti sínu innan eins mánaðar. Sama vor synjar sjóðurinn félaginu um lánið. Enn líður eitt ár, en í apríl 1973 hefja forráðamenn Stáifélags- ins viðræður við iðnaðarráð- herra um endurskoðun máls- ins. Sama sumar hefur Þjóð- hagsstofnun athugun á málinu og lýkur þeirri athugun með skýrslugerð. Nú gerist ekkert í málinu fyrr en haustið 1974, er ný ríkisstjórn hefur sest að völdum og reyna forráðamenn félagsins að vekja máls á þessu á nýjan leik. Arangurinn af því verður sá að á útmán- uðum 1975 endurskoðar Þjóð- hagsstofnun fyrri skýrslu sína. Haustið 1975 hefja forráða- menn félagsins viðræður við Sindra h.f. skv. tilmælum iðn- aðarráðherra. Veturinn 1975—1976 sendir iðnaðar- ráðuneytið fjármálaráðuneyt- inu beiðni um 75% ríkisábyrgð til handa Stálfélaginu. Sama vor óskar fjármálaráðuneytið eftir frekari upplýsingum og síðsumars svarar iðnaðar- ráðuneytið og ítrekar beiðni um ábyrgðina. f október 1976 endurskoðar Þjóðhagsstofnun enn einu sinni skýrslu sína og mánuði síðar óskar fjármála- ráðuneytið umsagnar ríkis- ábyrgðarsjóðs um ríkisábyrgð. Ósk ráðuneytisins er ítrekuð hvað eftir annað og loks vorið 1977 svarar sjóðurinn þar sem hann setur fram skilyrði sem ein sér duga til að drepa fyrir- tækið í fæðingu. Sumarið 1977 svarar fjármálaráðuneytið síð- an bréfum iðnaðarráðuneytis- ins og hafnar beiðni um ríkis- ábyrgð. Stálfélaginu er sent svar fjármálaráðuneytisins 3 mánuðum síðar. í nóvember til desember sl. kom Stálfélagið síðan máli sínu á framfæri við nýja ríkis- stjórn og leggur fram nýja áætlun um byggingu stál- bræðslu unna af sænska fyrir- tækinu Elektro Invest. f janúar á þessu ári óskaði iðnaðar- ráðuneytið umsagnar Þjóð- hagsstofnunarinnar og Iðn- tæknistofnunar. f mars sl. sendir Þjóðhagsstofnun um- sögn sína og vísar til fyrri um- sagna og í sama mánuði óskar ráðuneytið eftir upplýsingum frá Stálfélaginu um nýtanlegt magn brotajárns og tryggingu fyrir hráefnisöflun innanlands. Lengra nær þessi saga ekki í bili. Eftir baráttu við kerfið í nær áratug virðast forráða- menn Stálféagsins standa enn í sömu sporunum og í upphafi og langt er í land enn. Því munum við heyra framhaldið á næstu árum einnig. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.