Frjáls verslun - 01.06.1979, Blaðsíða 30
um samkeppni, verðmyndun og
samruna fyrirtækja. Við kynntum
þessar tillögur ítarlega og víða. í
ársbyrjun 1978 flutti Albert Guð-
mundsson þáverandi varaformað-
ur Verzlunarráðsins tillögurokkar í
þinginu, og það ýtti á eftir því að
vorið 1978 voru samþykkt ný lög
um verðlag, samkeppnishömlur
og óréttmæta viðskiptahætti. Við
vorum ekki að öllu leyti ánægðir
með þau lög, þótt frumvarp hafi
verið breytt í meðförum þingsins,
þar sem tekið var tillit til margra af
okkar ábendingum. Á síðasta
þingi voru hins vegar gerðar á
lögunum tvær breytingar, sem
nær eyðileggja þau, áður en þau
taka gildi, sem verður 1. nóvember
í haust. Ég hef þó þá trú, að við
séum búnir aö benda svo rækilega
á galla ríkjandi kerfis, að dagar
verðmyndunarhafta séu taldir
hérlendis eftir rúmlega 40 ára bið,
og frjáls verðmyndun verði tekin
upp innan skamms.
„Lögðum til að vextir yrðu gefnir
frjálsir"
— Á Viðskiptaþinginu 1977
tókum við fyrir ástand íslenzkra
fjármála, og lögðum til nýskipan. Á
þessu Viðskiptaþingi lögðum við
til, að vextir yrðu gefnir frjálsir. Við
töldum það einu leiðina til að al-
menningur fengi á ný möguleika á
að spara og bankakerfið yrði
byggt upp í þjónustu við atvinnu-
lífið án þess að atvinnuvegunum
yrði mismunað. Jafnframt myndi
þessi ráðstöfun stuðla að betri
nýtingu fjármagns ífjárfestingu og
rekstri og síðast en ekki sízt, drægi
þessi breyting úr verðbólgunni.
— Árangurinn af þessu starfi
getum við mælt tveimur árum síð-
ar. Nú hafa allir stjórnmálaflokk-
arnir tekið upp nýja stefnu í vaxta-
málum, sem eru mismunandi blæ-
brigöi af þeim boðskap, er við
fluttum 1977. Þann 1. júní birti
Seðlabankinn svo vaxtatilkynn-
ingu, sem er upphaf þess, að
vextir nái verðbólgustiginu fyrir
árslok 1980. Atvinnulífinu er einn-
ig Ijóst, að lágvaxtastefnan er
vonlaus, þótt aðlögunin sé sárs-
aukafull, þegar verðbólgan er
svona ör. Ef vextirnir hefðu orðið
frjálsir 1960 væri málum ekki eins
komið í þjóðfélaginu og raun ber
vitni.
„Höldum áfram að vinna í stóru
málaflokkunum"
— í sumar undirbúum við vetr-
arstarfið. Skattamálin verða ofar-
lega á baugi. Viö unnum mikið í
nýju lögunum um tekju- og eign-
arskatt, sem tóku gildi um.síðustu
áramót. Þar er enn verk að vinna.
Við viljum láta einfalda lögin og
gera þau aðgengilegri fyrir at-
vinnureksturinn.
— Gjaldeyris- og utanríkisvið-
skiptin verða einnig á dagskrá,
enda er þar mikið verk óunnið í
framhaldi af Viðskiptaþinginu.
Þessu máli tengt eru breytingar á
tollskrárlögunum og um toll-
heimtu- og tolleftirlit, sérstaklega
gjaldfrestur á aðflutningsgjöldum,
sem er mjög brýnt framfaramál.
Auk þess erum viö að fara á stað
með ýmsar verkefnanefndir, m.a. í
orkumálum.
— í næstu framtíð munum við
halda áfram að sinna framfara- og
hagsmunamálum atvinnulífsins og
einstakra greina þess. Verzlunar-
ráðiö er á margan hátt kjörinn
vettvangur til þess að fjalla um slík
mál og leysa sameiginleg áhuga-
mál atvinnulífsins. Verkefnin eru
óþrjótandi. Spurningin er, hversu
mikið við komumst yfir og hvað er
mest áríðandi á hverjum tíma,
sagði Árni Árnason framkvæmda-
stjóri Verzlunarráðs (slands í lok
viðtalsins.
28