Frjáls verslun - 01.06.1979, Blaðsíða 74
ti/ umrædu
Póstur og sími — ríki í ríkinu
Hinn reglubundni fagnaðarboðskap-
ur Pósts og síma hefur nýlega verið birt-
ur þjóðinni. Enn ein hækkun á afnota-
gjöldum síma og póstburðargjöldum í
anda verðstöðvunar og aðhalds vegna
viðureignar við verðbólguófreskjuna!
Það er merkilegt hvernig þessi tiltekna
ríkisstofnun hefur æ ofan í æ gengið á
undan með kröfur um mjög umdeilan-
legar hækkanir á þjónustugjöldum sín-
um þvert ofan í allar yfirlýsingar ríkis-
stjórnar um hemil á verðlagsþróunina.
En Pósti og síma hefur tekizt þetta
einu sinni enn og kemur það kannski
fáum á óvart, sem á annað borð hafa
fylgzt með því hvernig þessi stofnun
hefur hagað sér um áratugaskeið eins og
ríki í ríkinu. Hún hefur farið sínu fram,
hvað sem Alþingi og ráðherrar hafa
annars viljað meina um álögupólitík
opinberra stofnana.
Útgáfufyrirtæki þessa blaðs hefur
ekki farið varhluta af íþyngingarað-
gerðum Pósts og síma. Þær koma af-
skaplega þungt niður á einstaklingum og
ekki síður fyrirtækjum, sem þurfa nauð-
beygð að eiga áframhaldandi viðskipti
við þetta ríkiseinokunarfyrirtæki og taka
óviðbúin á sig útgjaldaaukningar er
skipta verulegu máli fyrir afkomu
þeirra.
Það er fróðlegt að rifja upp breytingar
á burðargjöldum Pósts og síma vegna
dreifingar tímarita síðustu 16 mánuðina.
í febrúar 1978 kostaði 40 kr. að senda
hvert eintak af tízkublaðinu Líf til
áskrifenda. Um áramótin síðustu var
gjaldið hækkað í 60 kr. Þann 1. marz sl.
varð hækkun enn á ný. Þá í 90 kr. Og
núna 1. júní kostaði það 108 kr. að senda
hvert eintak þessa vinsæla tízkublaðs til
kaupenda.
Þetta er ískyggileg þróun, reyndar
glæfraleg. Nú má geta þess að fyrirhöfn
Pósts og síma vegna þessarar dreifingar
er sáralítil. Blöðin hafa verið flokkuð
eftir póstnúmerum hjá útgefanda sjálf-
um og afhent póstinum þannig.
Með þessu síðasta skrefi gengur Póst-
ur og sími of langt. í ljós kemur að stór
hluti dreifingar tízkublaðsins, á höfuð-
borgarsvæðinu, verður ódýrari og hag-
kvæmari með aðstoð blaðburðarfólks.
Þannig hefur stofnunin gengið of langt í
verðlagningu, misst af viðskiptum og
skapað grundvöll fyrir sjálfstætt blað-
dreifingarfyrirtæki, sem tæki að sér
dreifingu fyrir ýmsa útgáfuaðila.
Hækkanagleðin hjá Pósti og síma er
grunsamleg. Hún er komin út í öfgar og
ástæða er fyrir stjórnvöld að bregða
smásjánni yfir starfsemi stofnunarinnar.
Það er líka fjári hart að ráðherra
menntamála, sem að auki fer með sam-
göngumál í ríkisstjórninni, skuli leggja
blessun sína yfir að hækkunarpostular
Pósts og síma bregði þannig fæti fyrir
innlenda tímaritaútgáfu á sama tíma og
erlend blöð af ýmsu tagi, að langmestu
leyti fjármögnuð með áfengis- og tó-
baksauglýsingum, ná stöðugt betri fót-
festu á íslenzkum blaðamarkaði.
66