Frjáls verslun - 01.06.1979, Blaðsíða 45
starfa yfirleitt tveir eða þrír ráð-
gjafar — yfirleitt einn þá tækni-
menntaður.
Nefna má einnig í þessu sam-
bandi verkefni tengd vanþróun
sölu- og markaðsmála á íslandi.
Þetta er vaxandi vandamál þar
sem samkeppnin við innflutning-
inn fer vaxandi. Annars er það
verðbólgan sem hér er allt að
drepa. Mér finnst til skammar hve
litla áherzlu samtök atvinnurek-
enda.hafa lagt á baráttuna gegn
verðbólgunni. Verðbólgan er
vandamál íslenzkra atvinnuvega
númer eitt, tvö og þrjú. Mögulega
er þetta andvaraleysi vegna þess
hve áhrif verðbólgunnar eru dulin í
vitlausum reikningsskilum og að
verðbólgan virkar smám saman —
frá degi til dags, viku til viku, mán-
uði til mánaðar og ári til árs.
Er dýrt að fá rekstrarráðgjöf?
Það er með rekstrarráðgjöf eins
og aðrar vörur og þjónustu, menn
verða að átta sig á sínum þörfum
og meta það síðan hvort það sé
þess virði að nota rekstrarráð-
gjafa. Það er staðreynd sem kan-
nski svarar þessari spurningu að
nokkru leyti að rekstrarráðgjöf er
atvinnugrein sem ekki var til fyrir
nokkrum árum. Nú eru 25-30
rekstrarráógjafar starfandi á ís-
landi.
Mér kemur í hug eitt dæmi sem
mætti nefna í þessu sambandi.
Innflutningsfyrirtæki nokkurt fékk
okkur til þess að fara ofan í upp-
lýsingakerfið hjá sér. Fyrirtækiö
var með fjölþætta starfsemi og
stjórnendum þess fannst þeir ekki
fylgjast nógu vel með hvernig
peningarnir nýttust. Þeir voru hins
vegar þeirrar skoöunar að pen-
ingarnir nýttust ekki eins vel og
þeir gætu gert. Það sem við gerö-
um var að búa til upplýsingakerfi
fyrir viðkomandi aóila sem var
þannig úr garði gert að hann gæti
fylgst með hvar fjármagnið skilaði
arði og hvar ekki og aðstoða þá við
að ná upp veltuhraða í þeim
greinum þarsem arðgjöfin varekki
nægileg. Árið 1978 varð hagnaður
þrefaldur á við það sem hann var
árið áður, sem þá var gott ár, m.a.
vegna þess aö veltuhraöi hafði
aukist. Það var kominn mælikvarði
á hverja einstaka deild og hverja
einstaka vörutegund, hverju hún
skilaði og hvaöa áhrif aðgerðir
stjórnenda á einstökum sviðum
hefði á arðsemi fyrirtækisins.
Fram til þessa hefur ykkar ráð-
gjöf fyrst og fremst verið á við-
skiptasviðinu, en nú eruð þið
komnir með tæknifræðinga í ykk-
ar þjónustu. Hvaða breytingu
veldur það?
Okkur hefur oft fundist há okkur
að hafa ekki tæknimenntaðan
mann með í ýmsum verkefnum,
sérstaklega í sambandi við iðnað-
inn, sem gerði okkur kleift að
spanna rekstrarsvið fyrirtækisins í
heild. Þetta leiddi til þess að fyrir
ári síðan réðum við til okkar
tæknifræðing sem við tengjum við
flest okkar verk, a.m.k. verk í
framleiðslufyrirtækjum. Þessi nýi
þáttur þjónustunnar hefur gefist
vel og okkur finnst að þjónusta
okkar sé mun fyllri en áður.
Hagvangur h.f. er þekktur fyrir
ýmsar nýjungar í þjónustu, t.d.
ráðningarþjónustu. Hvernig hef-
ur hún gengið?
Ráðningarþjónusta Hagvangs
h.f. hefur nú starfað í tæp þrjú ár.
Það hefur tekiö mikinn tíma og
fyrirhöfn að skapa þann trúnað
sem nauðsynlegur er til að reka
ráðningarþjónustu svo vel sé.
Ráðningarþjónustan sér nú um
ráðningu fjölda fólks. Við höfum
komið okkur upp nafnabanka með
yfir eitt þúsund nöfnum. Þetta fólk
er annað hvort í beinni atvinnuleit
eða óskar eftir því að haft sé sam-
band við það, bjóðist ákveðin teg-
und starfs.
Þetta er gífurlega mikilvæg
þjónusta í þjóðfélagi, þar sem svo
margt byggist á persónulegum
samböndum, — þar á meöal
starfsmöguleikar. Fólk getur hæg-
lega lokast inni og farið á mis við
ný starfstækifæri, vegna þess að
það hefurekki tekið eftir þeim. Það
er auðmýkjandi að svara nafn-
lausum auglýsingum og oft er
þægilegra að leggja nafn sitt inn í
trúnaði í eitt skipti fyrir öll hjá okk-
ur og velja síðan úr stöðum.
Varðandi atvinnurekendur þá
hafa viðbrögðin orðið mjög góð og
mörg stærri fyrirtæki eru í föstum
viðskiptum hjá okkur. Ef fyrirtæki
óskar eftir aöstoð við ráðningu í
stöðu, sendum við því pakka með
frambærilegum nöfnum sem við
höfum kannað. Þannig losna þau
við mikla vinnu við aö taka á móti
umsækjendum sem oft skipta tug-
um.
Nú hefur Hagvangur h.f. getið
sér gott orð fyrir framkvæmd
ýmiss konar kannana. Er þetta nýr
þáttur í starfseminni?
Þessi þáttur hófst fyrir rúmum
tveim árum. Sú mikla aukning
skoðanakannana sem orðið hefur
á síðustu árum í þjóðfélaginu
endurspeglar upplýsingaþorsta
sem farið hefur vaxandi á íslandi.
Síðasta árið hefur það færzt í vöxt
að gerðar hafa verið hreinar
markaðskannanir. í upphafi voru
það aðallega samtök og hið opin-
bera sem við gerðum kannanir
fyrir, t.d. í sambandi við skipulags-
mál og hagsmunabaráttu, en upp
á síðkastið hefur farið að bera
meira á að fyrirtækin vilji átta
sig á því, hvaða afstöðu fólk hefur
til söluvara þeirra og framleiðslu-
vöru, til þess að geta bætt vöru
eða þjónustu sína samkvæmt ósk-
um neytenda.
Þetta tengist því sem ég sagði
áður um söluhliðina, að íslenzkir
stjórnendur hafa verið afskaplega
framleiðslusinnaðir en skipta sér
minna af því sem fólkiö kann að
vilja eða þurfa.
Þetta eru áhrif kreppu og hafta-
ára. Það sem skipti máli var að
hafa vöruna, því þorstinn eftir vör-
um var óseðjandi við þær að-
stæður. Það eymir ennþá af þessu
á okkar verðbólgutímum, sérstak-
lega í verzluninni, þar sem mestu
skiptir að hafa fjármagnið til þess
að eiga vöruna en síður að losna
við hana. Hins vegar má búast við
því að gífurleg breyting verði á
þessu þegar raunvaxtastefnan
kemur. Þá neyðast menn enn
frekar til þess að átta sig á þörfum
markaðarins.
Hagvangur rekur tölvuþjónustu,
hvernig er henni háttað?
Fyrir einu og hálfu ári stofn-
uðum við til samstarfs við annað
stærsta tölvufyrirtæki í Danmörku,
39