Frjáls verslun - 01.06.1979, Blaðsíða 69
Um 30 ráðstefnur á
Hótel Loftleiðum í sumar
Stærsti hluti ráðstefnugesta, sem hingað
koma eru Norðurlandabúar. Töluvert fleiri
ráðstefnur í ár, en síðasta ár.
Emil Guðmundsson og Kristín Norðmanm starfa við undirbúning ráð-
stefnanna.
Um 30 ráðstefnur verða haldnar
á Hótel Loftleiðum í vor og sumar,
en það eru töluvert fleiri ráðstefn-
ur en verið hafa undanfarin ár. Á
næsta ári hafa verið bókaðar 19
ráðstefnur á Hótel Loftleiðum,
þrjár ráðstefnur 1981 og ein á ár-
inu 1982. Flestar ráðstefnurnar,
sem haldnar verða hér í sumar eru
norrænar, en einnig verða nokkr-
ar ráðstefnur með þátttöku
breskra aðila, þ.á.m. hélt ICI, eitt
stærsta lyfjaframleiðslufyrirtæki
heims, ráðstefnu í lok maí og
byrjun júní, og er það í fimmta
skipti sem breska deild þessa
risafyrirtækis heldur ráðstefnu á
hótel Loftieiðum.
Þátttakendur á þessari ráð-
stefnu, sem fjallaði um háþrýsting,
þ.e. háan blóðþrýsting, voru aðal-
lega ungir hjartasérfræðingar um
95 þátttakendur, og var einn fyrir-
lesara á ráðstefnunni hinn heims-
frægi hjartasérfræðingur Mr. Mal-
oney.
Stærsta ráðstefnan sem haldin
verður á Hótel Loftleiðum á þessu
ári var í maí en það var norræn
sálfræðiráðstefna. Þátttakendur í
þeirri ráðstefnu voru 315.
Stærsti hluti ráðstefnugesta sem
koma til landsins eru Norður-
landabúar.
Af hálfu Hótel Loftleiða hefur
Emil Guömundsson, aðstoðarhót-
elstjóri, séð um allt skipulag fyrir
ráðstefnurnar, sem snýr að hótel-
inu, en honum til aðstoðar er
Kristín Norðmann. Af hálfu mark-
aðsdeildar Flugleiöa hefur Helga
Bjarnason séð um ýmsan undir-
búning í tengslum við ráðstefn-
urnar m.a. prentun gagna sem til
þarf fyrir slíkar ráðstefnur, afþrey-
ingu fyrir ráðstefnugesti þ.á.m.
skoðunarferðir og fleira.
Emil Guðmundsson hefur kynnt
sér sérstaklega skipulagningu
ráðstefnuhalds erlendis og hefur
hann haldið námskeið í, hvernig
halda eigi ráðstefnur. Hafa þessi
námskeið verið fyrir starfsfólk
ið í gestamóttöku og veitingadeild
Hótel Loftleiða og Samband veit-
inga- og gistihúsaeigenda. Grein
sú er birtist í síðasta tölublaði
Frjálsrar verzlunar um undirbún-
ing ráðstefnu með alþjóðlegri
þátttöku var einmitt úr þessum
námskeiðum Emils.
Frá því að hóteliö var opnað fyrir
13 árum hafa verið haldnar þar
ráðstefnur. Eftir að byggt var við
hótelið og ný álma tekin í notkun
1971 jókst ráðstefnuhald á hótel-
inu mikið. Á Hótel Loftleiðum eru
13 salir, litlir og stórir, sem notaðir
eru til ráðstefnuhalds. Öll aðstaða
til ráðstefna á hótelinu er mjög
góð. Þar er m.a. prentsmiðja, þýð-
ingarkerfi og öll þau tæki er til þarf
til að halda ráðstefnu.
ísland er vaxandi ráðstefnuland.
Hingað hafa aðallega komið gestir
frá Norðurlöndunum og Bretlandi
til ráðstefnuhalda eins og komið
hefur fram. Ýmis samtök á Norð-
urlöndum hafa haldið ráðstefnur
oftar en einu sinni hér á landi.
Norrænir skurðlæknar hafa t.d.
haldið ráðstefnur tvisvar sinnum
að Hótel Loftleiöum og hafa bókað
þriðju ráðstefnuna á hótelinu
1981. Emil sagöi, að í mörgum til-
vikum tækju Norðurlandabúarnir.
með sér fjölskyldur sínar til (s-
61