Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1979, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.06.1979, Blaðsíða 27
Akureyri — iðnaðarbær. Eignarbaldsfyrirtæklnu bæri að taka upp samvinnu við sveitarfélög um stofnun til nýs iðnrekstrar. miðstöðvar iðnaðarins og stjórn- arformaður Iðntæknistofnunar ís- lands. Aðrir í nefndinni voru; framkvæmdastjóri Rannsókna- ráðs ríkisins, framkvæmdastjóri Byggðadeildar Framkvæmda- stofnunar ríkisins, formaður Landssambands iðnverkafólks og stjórnarformaður Framleiðslu- samvinnufélags iðnaðarmanna. Þess má einnig geta að þegar hugmyndin var kynnt í ríkisstjórn- inni í vor, þá var mjög vel undir hana tekið. Það er Ijóst, m.a. af því dæmi sem sett er fram á öðrum stað í greininni, um viðskipti Stálfélags- ins við embættismannakerfið, að nauðsynlegt er að endurskipu- leggja frá grunni ákvörðunartöku- ferilinn í íslenska embættis- mannakerfinu hvað varðar fyrir- greiðslu gagnvart íslenskum iön- aði. í viðtali sem dagblað eitt átti við Davíö Scheving Thorsteinsson nýlega, kemur fram að skilningur á þörfum íslensks iðnaöar er mestur í því ráðuneyti, sem minnst völd hefur í reynd, þ.e. Iðnaðarráðu- neyti, þar sem iðnrekendur þurfa venjulega að sækja fyrirgreiðslu sína í hendur Fjármálaráðuneytis- ins og Viðskiptaráðuneytisins. Þá kemur einnig fram í þessu sama viðtali, að á meðan stjórnkerfið, þ.e. emþættismannakerfi, Alþingi og ríkisstjórn, afgreiðir milljarða- fyrirgreiöslu að kröfu hagsmuna- samtaka í landbúnaði og sjávarút- vegi, á örskömmum tíma, þá þurfa iðnrekendur jafnan að bíða, svo árum skipti, um fyrirgreiðslu sem stundum nemur ekki nema örlitlu broti af því sem fjármagnstilfærsla til annarra atvinnugreina nemur. Leitandi að stofnun með slíkt vald Spurningin hvort eignarhalds- fyrirtækinu, ef á fót yrði sett, væri fært of mikið vald í hendur er spurningin sem vafalaust verður glímt mest um, þar sem ekki er hægt að búast við mikilli andstöðu við hugmyndina sjálfa frá aöilum iðnaðarins. Það er engum ofsög- um sagt, að hér er verið að setja á fót ráðuneytisígildi, ef ekki þá hreint nýtt ráðuneyti, sem er fært meira vald en gengur og gerist meðal ráðuneyta í okkar stjórn- kerfi. Eignarhaldsfyrirtækinu er gert að vera ákvöröunaraðili, sem þarf ekki að vera svo háóur, sam- kvæmt hugmyndinni, stefnu og vilja Alþingis, þó svo viðkomandi ráðherra á hverjum tíma geti markað fyrirtækinu ákveðna stefnu. Eignarhaldsfyrirtækið mun verða með sjálfstæðan fjárhag og því ekki undir fjárhagslegu aöhaldi Alþingis. Þannig er fyrirtækið bæði ákvörðunar- og fram- kvæmdaaðili. Eignarhaldsfyrir- tækið á einnig að vera eins og fram kemur í þeim markmiðum sem sett voru fram hér að framan, rannsóknaraðili, eftirlitsaðili með ríkisfyrirtækjum og þjónustuaðili gagnvart þeim. Hér er því fimm stórbrotnum verkefnum safnað saman í eina stofnun, verkefni sem hvert um sig gefa tækifæri til feiknalegra áhrifa. Það er leitandi að stofnun í íslenska stjórnkerfinu, sem safnað hefur um sig jafn miklu valdi og gert er ráð fyrir að eignar- haldsfyrirtækið hafi, samkvæmt megin hugmyndinni um það. Það ætti því að vera auðvelt að gera því skóna að bardaginn um þetta fyrirtæki muni vera háður á þess- um vígvelli, þar sem togastt munu á öfl, sem krefjast gerbreyttra stjórnunar- og ákvörðunartökuað- ferða í embættismannakerfinu og öfl sem vilja vernda ítök og áhrif Alþingis til ákvörðunar- og stefnu- mótunar í þjóðfélaginu. Þá má einnig geta þess að í hugmyndinni að stofnun slíks fyrirtækis er ekki gert ráð fyrir að hagsmunasamtök í iönaði hafi nein ítök í stjórnun fyrirtækisins, né sveitarfélög, en eins og kemur fram hér að ofan þá mun fyrirtækið eiga að hafa sam- ráð við sveitarfélög um fjármögn- un nýrra iðnaðartækifæra. Því má setja fram þá spurningu í lokin, hvort fulltrúar samtaka iönaðarins og Byggðadeildar framkvæmda- stofnunarinnar í samstarfsnefnd- inni, hafi ekki verið full fljótir á sér aö skrifa undir þessa hugmynd og hvort þeir hafi skoðað hana niöur í kjölinn, en hafa ber í huga að hugmyndin er enn á hreinu fósturstigi og kemur vafalaust til með að breytast mikið í meðförum, þegar um hana verður fjallaö af fullri alvöru. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.