Frjáls verslun - 01.06.1979, Blaðsíða 46
JDC DATA A/S. Eftir að hafa
kannað þennan markað í nokkurn
tíma fannst okkur að tölvurnar
væru orðnar aukaatriöið og
áherzlan á hugbúnað aðalmáliö.
Þess vegna leituðum við fyrir okk-
ur á Norðurlöndum eftir sam-
vinnufyrirtæki og fundum fyrir-
tækið JDC DATA sem er önnur
stærsta tölvumiðstöð Danmerkur
og hefur milli 400 og 500 starfs-
menn. JDC vinnur bókhald fyrir á
annan tug þúsunda fyrirtækja í
Danmörku. i samvinnu við þá get-
um viö boðið upp á þjönustu, sem
er miðuð við hærra þjónustustig
en það sem við töldum að væri
hægt að ná hér heima. Við skráum
upplýsingarnar nú hér heima og
sendum þær síðan út til Danmerk-
ur til vinnslu.
Nú er Hagvangur rekstraraðili
Fjárfestingarfélags íslands h.f. Er
það ekki óvenjulegur rekstrarmáti
að eitt fyrirtæki reki annað?
Það má segja að svo sé á ís-
landi. Hins vegar er það algengt
erlendis að fjárfestingarsjóðir séu
reknir af ákveðnum aðilum. f
þessu tilviki er Fjárfestingarfélagið
að kaupa þekkingu af Hagvangi,
sem hægt er að aðlaga þörfum
Fjárfestingarfélagsins, sem stund-
um eru miklar og stundum litlar.
Hvernig hefur rekstur Fjárfest-
ingarfélagsins gengið?
Fjárfestingarfélaginu var ætlað
að vera hreyfiafl í íslenzku at-
vinnulífi, efla fyrirtæki með hlutafé
og auðvelda aðra fjármögnun at-
vinnulífsins og efla frjálsan fjár-
magnsmarkað. Það má segja að
rekstur Verðbréfamarkaðar fé-
lagsins sé mikilvægt framlag varð-
andi hið síðast talda og jafnframt
gæti orðið mikilvægur grundvöllur
að bættri langtímafjármögnun at-
vinnulífsins, sé tekið mið af öðrum
þjóðum. Hlutafjárþátttaka í at-
vinnufyrirtækjum hefur hins vegar
valdiö vonbrigðum, bæði ervarðar
framboð og eftirspurn hlutabréfa,
sem hvort tveggja hefur verið lítið
og lélegt.
Hvers vegna er svo með hluta-
bréfin?
í fyrsta lagi virðast fyrirtæki yfir-
leitt hvorki hafa þurft né óskað eftir
fjármögnun í formi hlutabréfaút-
gáfu á síðustu árum og einnig hitt
að vegna lélegrar afkomu ís-
lenzkra atvinnufyrirtækja hefur
arðsvon af bréfum yfirleitt verið
lítil.
Er mikill munur á stjórnendum á
Islandi og þeim löndum sem þú
þekkir bezt til?
Ef bornir eru saman stjórnendur
á íslandi og í Bandaríkjunum, þar
sem ég er kunnugastur, er mennt-
unarmunur mest áberandi.
Bandarískir stjórnendur eru upp til
hópa fagmenn menntunarlega
séð. Þar veltur það mjög á mennt-
uninni hvernig menn komast
áfram. Hér erum við með blendna
kynslóð að þessu leyti, en þetta er
að breytast. Þaö hefur til dæmis átt
sér staö greinileg stefnubreyting
hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga í
lendis leita menn gjarnan eftir
praktiskri handleiðslu — hefja
störf gjarnan hjá stærri fyrirtækj-
um. Þeir hefja þar störf á fyrirfram
ákveðnum stað í stjórnunarpyra-
mídanum miðað við menntun og
færast síðan upp og á milli deilda
undir handleiðslu. Þetta skapar
faglega og starfslega ögun.
Islenzkir stjórnendur sitja að því
er mér virðist mun lengur í sama
starfi en starfsbræður þeirra er-
lendis. Menn eru þá gjarnan orðnir
svo mótaðir af starfinu að þeir bíða
þess aldrei bætur ef þeir þurfa að
skipta um starf. I vaxandi fyrirtæki
Tölvuþjónustan Hagtala starfar í samvinnu vlð danskt tölvufyrirtæki.
þá átt að reynt er að fá menntaða
og færa menn og setja þá nálægt
toþpnum þar sem þeir fá að
spreyta sig. Þó ég sé þeirrar
skoðunar að þessi þróun sé af
hinu góða, þá veröur manni óneit-
anlega hugsað til ýmissa ógleym-
anlegra „sjálfgerðra manna" sem
ég hef haft þá ánægju að kynnast.
Nefna má í þessu sambandi að
bandarískir stjórnendur hafa
gjarnan meiri og betri praktíska
reynslu. Viðskiptafræðingur, sem
hefur störf í íslenzku fyrirtæki er oft
ókunnugur þeim verkefnum sem
leysa á í viðkomandi starfi. Ósjald-
an er starfiö nýtt eða ekki mótað af
starfslegri hefð. Praktisk hand-
leiðsla frá yfirmönnum er lítil eða
engin. Starfsmaðurinn starfar oft
framan af sem eins konar land-
námsmaður, sem þarf aö eyða
ómældum tíma til að finna upp
hluti, sem eru sjálfsagðir og
hversdagslegir með öðru fólki. Er-
40