Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1979, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.06.1979, Blaðsíða 34
adutan Talið er að 18 milljónir manna séu nú atvinnulausir í aðildarríkj- um Efnahags- og framfarastofn- unarinnar í París. Það er því mjög athyglisvert mál, hvernig atvinnu- leysisbótum er háttað í þessum löndum. Stofnunin hefur tekið saman skýrslur frá sex löndum um þetta mál, Belgíu, Frakklandi, Kanada, Bretlandi, Bandaríkjun- um og Vestur-Þýskalandi. Hlutfall bóta hækkandi Atvinnuleysi hafði vaxið úr 6,2 milljónum manna í 10,6 milljónir manna í þessum löndum, frá 1973 til 1978. Vegna þessarar aukning- ar, auk hækkandi bóta, lengri tíma sem þær mega standa og ná til fleiri, hafa opinber útgjöld aukist úr 8,4 milljörðum dollara 1973 í 27 milljaröa 1978. í öllum löndunum hefur hlutfall atvinnuleysisbóta miðað við laun hækkaö á tímabilinu. Hlutfallið er mismunandi, eftir fyrri launum þess sem bætur þiggur og í sum- um tilvikum eftir fjölskyldustærð. Meöaltalið í öllum löndunum er þá á milli helmings og tveggja þriðju hluta launa, en hærra hjá láglaunamönnum. Bætur víðast lögboðnar Atvinnuleysistryggingar eru nú lögboðnar í flestum löndum. Venjulega ná þær ekki til allra íbú- anna og þá helst þeirra, sem mestar líkur eru til að missi atvinn- una. í Bandaríkjunum ná atvinnu- leysistryggingar til 70% íbúanna, en aðeins helmingur þeirra, sem atvinnulausir eru, þiggur bætur. Þetta stafar meðal annars af því að í Bandaríkjunum eiga þeir ekki rétt á bótum, sem segja upp starfi án augljósra ástæðna, en er ekki sagt upp. Þessi regla gildir víða um lönd. I' mörgum löndum eiga byrjend- ur í starfi ekki rétt á atvinnuleysis- bótum, þar sem ekki hefur verið greitt fyrir þá í neina sjóði, auk þess sem oft er settur lágmarks- tími, sem fólk þarf að hafa unnið á tilteknum stað, til að eiga rétt á bótum. A tvinnuleysisbætur #w iAmvílria ffft Athuganir OECD á umfangi 1 Uf 1' IAi Ml 11 beirra og áhrifum... <ik m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.