Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1979, Síða 34

Frjáls verslun - 01.06.1979, Síða 34
adutan Talið er að 18 milljónir manna séu nú atvinnulausir í aðildarríkj- um Efnahags- og framfarastofn- unarinnar í París. Það er því mjög athyglisvert mál, hvernig atvinnu- leysisbótum er háttað í þessum löndum. Stofnunin hefur tekið saman skýrslur frá sex löndum um þetta mál, Belgíu, Frakklandi, Kanada, Bretlandi, Bandaríkjun- um og Vestur-Þýskalandi. Hlutfall bóta hækkandi Atvinnuleysi hafði vaxið úr 6,2 milljónum manna í 10,6 milljónir manna í þessum löndum, frá 1973 til 1978. Vegna þessarar aukning- ar, auk hækkandi bóta, lengri tíma sem þær mega standa og ná til fleiri, hafa opinber útgjöld aukist úr 8,4 milljörðum dollara 1973 í 27 milljaröa 1978. í öllum löndunum hefur hlutfall atvinnuleysisbóta miðað við laun hækkaö á tímabilinu. Hlutfallið er mismunandi, eftir fyrri launum þess sem bætur þiggur og í sum- um tilvikum eftir fjölskyldustærð. Meöaltalið í öllum löndunum er þá á milli helmings og tveggja þriðju hluta launa, en hærra hjá láglaunamönnum. Bætur víðast lögboðnar Atvinnuleysistryggingar eru nú lögboðnar í flestum löndum. Venjulega ná þær ekki til allra íbú- anna og þá helst þeirra, sem mestar líkur eru til að missi atvinn- una. í Bandaríkjunum ná atvinnu- leysistryggingar til 70% íbúanna, en aðeins helmingur þeirra, sem atvinnulausir eru, þiggur bætur. Þetta stafar meðal annars af því að í Bandaríkjunum eiga þeir ekki rétt á bótum, sem segja upp starfi án augljósra ástæðna, en er ekki sagt upp. Þessi regla gildir víða um lönd. I' mörgum löndum eiga byrjend- ur í starfi ekki rétt á atvinnuleysis- bótum, þar sem ekki hefur verið greitt fyrir þá í neina sjóði, auk þess sem oft er settur lágmarks- tími, sem fólk þarf að hafa unnið á tilteknum stað, til að eiga rétt á bótum. A tvinnuleysisbætur #w iAmvílria ffft Athuganir OECD á umfangi 1 Uf 1' IAi Ml 11 beirra og áhrifum... <ik m

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.