Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1979, Blaðsíða 55

Frjáls verslun - 01.06.1979, Blaðsíða 55
næðismálastofnun nánast komist algerlega hjá því að hafa afskipti af tæknimálum byggingariðnaðar- ins. Einstöku ölmusu hefur verið slett í Iðnþróunarstofnun og Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins til þess að styrkja rannsóknir eða stöðlun. Um frum- kvæði í rannsóknum eða tækni- kynningu hefur ekki verið aö ræða af hálfu stofnunarinnar. Leiðbeiningar til almennings varðandi byggingarmál hafa lítið verið meiri en útgáfa smárits um „Skipulagningu og áætlanagerö við íbúðabyggingar" eftir Kjartan Jóhannsson núverandi sjávarút- vegsráðherra. Ritiö hefur meira fræðilegt en praktískt gildi og hjálpar hinum almenna húsbyggj- anda lítið í erfiðri baráttu hans við aó byggja yfir sig einstaka íbúð eða hús. Ritið nýtist betur stærri byggingaraðilum, og þá sem fræöilegur bakgrunnur. Húsnæðismálastofnun hefur alls ekkert farið inn á þá braut að setja tæknileg skilyrði fyrir lánveit- ingum, sem aftur hefur haft í för með sér að hversu lélegt, dýrt og óhagkvæmt húsnæði sem menn byggja, þá fá þó allir húsnæðis- málalán út á bygginguna og sóa þannig almanna fé. Slíkt við- gengst ekki á Norðurlöndunum eins og áður er getið. Húsnæðismálastofnun starf- rækir tæknistofu eins og lögin gera ráð fyrir. Gallinn er þó sá, að stofnunin hefur farið inn á þá braut að fara út í beina samkeppni við sjálfstæða hönnuði með því að ráða til sín arkitekta og tækni- menn, sem teikna týpuhús fyrir stofnunina og selja teikningarnar á mun lægra verði í samkeppni við hinn frjálsa markað. Fyrir þetta hefur stofnunin margoft verið gagnrýnd. Tæknideild Húsnæðismála- stofnunar sinnir einkum tvenns konar verkefnum. Annars vegar rekur hún teiknistofu eins og áður er sagt, en hins vegar annast hún eftirlit með byggingarframkvæmd- um, sem fyrst og fremst miðar að því að fylgjast með því, hvort byggingaraðilar reyni að svindla á þeim stærðarreglum, sem í gildi eru. Telja verður, að Tæknideildin sé meö þessu alfarið á rangri braut. Markmið löggjafans um eflingu tækniþróunar í iðngreininni nást aldrei með þeim aðferðum, sem Tæknideildin nú beitir. Jafn bersýnilegt er, að væri vilji fyrir hendi, gæti Húsnæðismála- stofnun breytt starfsvettvangi Tæknideildar þannig, að hlutverk deildarinnar yrði í meira samræmi við texta laganna. Starfsvettvangi teiknistofu mætti breyta þannig, að í stað þess að teiknistofan teikni einstök hús, þá taki hún saman rit eða bækling meö yfirliti yfir allar fáan- legar húsateikningar á hinum al- menna markaði með grunnriss- myndum, útlitsteikningum og helstu upplýsingum um bygging- arkostnað og gæði viðkomandi húsnæðis. Teiknistofan gæti einnig boðið út lausnir á ýmsum almennum vandamálum byggingariðnaðar- ins. Svo sem því að finna hentug- ustu yfirborösmeðhöndlun stein- steyptra húsa, að finna hagkvæm- ustu notkun einangrunar í íbúðar- Spónaplötur - harðviður Fleatur þykktir af spónaplötum eru nú fáanlegar í nýju byggingavörudeildinni, auk allra algengustu harðviðartegunda. Viðarspónn ímiklu úrvali. Vanti þig timbttr til stníða í heimahúsi leysir bygginga- vörtideildin vandann á fljótlegan og þagilegan hátt. Byggingavörudeild Jbn Loftsson hf Hringbraut 121 Simi 10600 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.