Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1979, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.06.1979, Blaðsíða 28
99 Viljum að starfsskilyrði atvinnuveganna verði jöfnuð og fríverzlun haldin í heiðri,, -seg/r Árni Árnason, framkvæmdastjóri Verzlunarráös íslands í viötali viö Frjálsa verziun — Atvinnulífið, bæði samtök þess og fyrirtækin sjálf, verða í auknum mæli að kynna almenn- ingi starfsemi sína. Almenningi er alls ekki nægilega Ijóst, hvernig atvinnulífið starfar og við hvaða skilyrði eða hverju það gæti áork- að við breytt starfsskilyrði. Þar sem þessum málum hefur ekki verið nægilega sinnt hefur tóma- rúm myndazt, sem fljótlega fylltist í samræmi við lögmál Parkinsons. Við sjáum rannsókn á olíuverzl- uninni, inn- og útflutningsverzl- uninni og á Alþingi er lagt til að rannsaka rekstur Flugleiða hf., og Eimskipafélags íslands hf. öll eru þessi mál sett fram þannig, að at- vinnulífið er gert tortryggilegt, nánast glæpsamlegt. Þetta voru orð Árna Árnasonar, framkvæmdastjóra Verzlunarráðs íslands. Árni tók við starfi fram- kvæmdastjóra ráðsins þann 1. júní s.l., en hann hefur starfað sem hagfræðingur Verzlunarráðsins frá 1974. Af því tilefni átti F.V. við- tal við hann í húsakynnum Verzl- unarráðsins, Þverá við Laufásveg um daglega starfsemi ráðsins þann árangur, sem orðið hefur af starfsemi þess og þau verkefni, sem framundan eru hjá ráðinu. — Verzlunarráöið hefur í vax- andi mæli sinnt útbreiðslu- og kynningarmálum. Nú nýlega gáf- um við út stefnu okkar í efnahags- og atvinnumálum, en þar setjum við fram tillögur um breytt starfs- skilyrði atvinnuveganna og tíund- um þann árangur, sem aukið svig- rúm og frjálsræði í atvinnulífinu gæti haft fyrir þjóðarheildina. í sumar verður gefinn út kynningar- bæklingur um hagnað til aö kynna hlutverk hans í þjóðfélaginu. Við höfum hug á að fá skólamenn til að taka þetta efni upp sem ritgerðar- verkefni á næsta skólaári. Einnig höfum viö unnið að kynningar- bæklingi fyrir almenning um starf- semi efnahagslífsins undir heitinu ..Efnahagslífið og við“. „Ein elztu samtök atvinnulífsins" Flestum er Verzlunarráð íslands kunnugt. Það var stofnað 1917, fyrir rúmum 60 árum. Verzlunar- ráðið er heildarsamtök fyrirtækja og samtaka viðskiptalífsins. Aðild að Verzlunarráðinu eiga um 400 fyrirtæki úr nær öllum greinum at- vinnulífsins. Verzlunarráö starfa um allan heim, og hefur Verzlunarráð ís- lands haft margs konar samvinnu við verzlunarráð erlendis, Verzl- unarráðið á aukaaðild að Alþjóða verzlunarráðinu, sem er félags- skapur verzlunarráða í heiminum. Þangað sækir það margs konar sérþekkingu og upplýsingar. Verzlunarráðin eru yfirleitt vel kynntar stofnanir í sínum heima- löndum og vinna náiö með stjórn- völdum að margvíslegum hags- muna- og framfaramálum er snerta atvinnulífið beint eða óbeint. Þau beita sér fyrir heil- brigðum og heiðarlegum við- skiptaháttum og vinna í víðtækum skilningi að bættum og frjálsari starfsskilyrðum fyrir atvinnulífið. — Verzlunarráðið vinnur mikið starf tengdu utanríkisviðskiptum sagði Árni. Við greiðum götu fé- lagsmanna okkar erlendis og tök- 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.