Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1979, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.06.1979, Blaðsíða 29
’V"' f i »r • • >5 -; 's um á móti fjölda viðskiptamanna, sem hingað koma. Árlega svörum viö þúsundum bréfa um utanríkis- viðskipti okkar, þar sem við veitum upplýsingar og komum á við- skiptasamböndum. Okkur skrifa stór fyrirtæki og skólabörn og allt þar á milli. Við höfum tekið þátt í viðskiptaviðræðum viö aðrar þjóðir. Verzlunarráðið er ábyrgð- araðili vegna útgáfu ATA skírteina, sem heimila tímabundinn innflutn- ing á vöru án greiðslu aðflutn- ingsgjalda t.d. vegna sýninga. Einnig höfum við innheimt kröfur fyrir okkar félagsmenn erlendis. „Viljum örva utanríkisviðskiptin og gera þau frjálsari" — Við fylgjum fríverzlun, viljum örva utanríkisviðskiptin og gera þau frjálsari. Við höfum því verið andvígir þeim nýju aðflutnings- gjöldum og haftaaðgerðum, sem gripið hefur verið til síðustu árin. Okkur hefur fundizt ótækt, að vernda innlendan atvinnurekstur vegna óviðunandi starfsskilyrða. Við viljum að starfsskilyrðin verði jöfnuð og fríverzlun haldin í heiðri. — Hjá Verzlunarráðinu er rekin Upplýsingaskrifstofa, sem veitir erlendum fyrirtækjum upplýsingar um fjárhag og rekstur íslenzkra fyrirtækja. Einnig getum við veitt íslenzkum aðilum sams konar upplýsingar um erlend fyrirtæki. Við höldum skrá yfir öll skrásett fyrirtæki, afsagða víxla, dóma og uppboð í viðskiptamálum. Nú ný- lega tókum við einnig upp telex- þjónustu fyrir okkar félagsmenn. — Verzlunarraöið rekur margs konar erindi fyrir félagsmenn sína gagnvart stjórnvöldum. Við reyn- um aö veita þær upplýsingar og þjónustu, er félagsmenn þarfnast. Einkum eru það spurningar um lög og reglugerðir og túlkun kjara- samninga, sem koma upp. Þá reynum við að vinna þeim fram- faramálum, er upp koma, brautar- gengi. — Umsagnir um lagafrumvörp er stór þáttur í starfsemi ráðsins. í auknum mæli höfum við fariö út í að undirbúa tillögur um lagafrum- vörp. Árlega tekur fjöldi félags- manna þátt í þessu starfi. Hagdeild ráósins hefur tengzt þessu starfi, en hún safnar upplýsingum um efnahags- og atvinnumál og vinn- ur þær spár, áætlanir og greinar- gerðir, sem þörf er á í þeim málum, er til meðferðar eru hverju sinni. — Við gefum reglulega út fréttabréf um viöskiptamál. Einnig höldum við ráðstefnur og fundi, þar sem við kynnum nýjungar í viðskiptalífinu, fjöllum um mál, sem eru efst á baugi eða horfa til framfara fyrir atvinnulífið. Þann 25. júní s.l. héldum við t.d. kynningar- fund um áhrif verðbólgu á reikn- ingsskil fyrirtækja. Viðskiptaþingin eru þó umfangsmesti þátturinn í þessu starfi. „Hefðu átt að hlusta á atvinnulífið og reynslu þess“ Verzlunarráð íslands hefur haldið þrjú Viðskiptaþing. Það fyrsta var haldið 1975, og fjallaði um verðmyndun og samkeppni. Annað Viðskiptaþingið var haldið 1977 og tók fyrir nýskipan ís- lenzkra fjármála, sérstaklega lánamálin og fjárfestinguna. Nú í vor var síðan haldið Viðskiptaþing í þriðja sinn, og fjallaði það að þessu sinni um gjaldeyris- og utanríkisviðskiptin. — Rétt fyrir þinglok, sagði Árni, voru samþykkt frá Alþingi ný lög um gjaldeyris- og viðskiptamál án þeirrar umfjöllunar, sem æskileg hefði verið. Þarna var um að ræða breytingar á 20 ára gömlum lögum, breytingar, sem ýmsir em- bættismenn vildu fá ígegn. Menn í atvinnulífinu voru hins vegar lítið spurðir um reynslu þeirra af gömlu lögunum. Ef það hefði verið gert, hefðum við getað stigið stórt framfaraspor á þessu sviði. — Niðurstaðan á þessu við- skiptaþingi nú, sagði Árni, var sú m.a., aö við gerðum drög að lögum um gjaldeyris- og utanríkisvið- skipti. Við viljum að gjaldeyris- verzlunin verði gefin frjáls og út- flutningurinn frjálsari en nú er. Nýju lögin snerta ekki á þessum atriöum. Gjaldeyrisverzlunin verð- ur í engu frjálsari en verið hefur og útflutningurinn verður áfram alfar- ið háður leyfum. Það er ekki beint í okkar anda að hefta útflutning frá landinu. „Satt að segja rótuðum við anzi mikið upp í þessum málum“ En hver hefur árangurinn af starfi Verzlunarráðs (slands verið, og þá sérstaklega Vióskiptaþing- anna? — Þegar við tókum fyrir verðmyndun og samkeppni á Við- skiptaþinginu 1975, sagði Árni, fjölluðum við um, hvernig mál- unum var fyrir komið, og hvernig við vildum hafa þau. Satt að segja rótuðum viö anzi mikið upp í þessum málum. Við vorum þarna að leggja til frjálsa verðmyndun samfara ítarlegri samkeppnislög- gjöf, sem var ætlað að tryggja heiðarlega og heilbrigða við- skiptahætti. I framhaldi af Við- skiptaþinginu var sett á laggirnar nefnd, sem útbjó tillögur um ný lög 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.