Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1979, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.11.1979, Blaðsíða 9
Ágúst Ágústsson hefur verið ráðinn fjár- málastjóri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. janúar nk. Ágúst lauk samvinnuskólaprófi 1968. Vann því næst í skrifstofu SÍS í Hamborg í 214 ár. Þá fór hann til Kanada og lauk þar viðskiptafræði- prófi við University of Manitoba og tveimur ár- um síðar, 1977, lauk hann prófi í rekstrarhag- fræði viö Queen’s University, Kingston, Onta- rio. Að loknu námi réðst Ágúst til Útflutnings- miðstöðvar iðnaðarins og hefur starfað þar sem fulltrúi síöan. Að sögn Ágústar er starf fjármálastjóra Frí- hafnarinnar mjög svipað og störf fram- kvæmdastjóra í öðrum fyrirtækjum, almennur rekstur fyrirtækisins, mannaráöningar og inn- kaup. Ágúst er ekki reynslulaus í verslunar- rekstri því hann var verslunarstjóri Kaupfélags Dýrfirðinga um skeið. Aðspurður kvaðst Ágúst lítast mjög vel á hið nýja starf sitt, en miklir erfiðleikar eru þó komnir upp í rekstri fríhafnarinnar sem skapast af samdrætti í flugi Flugleiöa og auknu yfirflugi frá Ameríku. „Það er erfitt aö spá fyrir framtíðina. Salan minnkar efalaust en það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn," sagði Ágúst. Þorkell Sigurlaugsson tók við starfi sem for- stöðumaður nýstofnaðrar hagdeildar Eim- skipafélags íslands hinn fyrsta október sl. Þorkell er fæddur 2. maí 1953. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1973 og síðan stundaði hann nám í fyrirtækja- kjarna í viðskiptadeild Háskóla íslands og lauk þaðan prófi 1977. Lokaritgerð Þorkels fjallaði um rekstur skipafélaga og hét: Kaflar um sigl- ingahagfræði og stjórn skipafélaga. Meö námi sínu í viðskiptadeildinni vann Þor- kell m.a. hjá flugfélaginu Swissair, en það starf fékk hann í gegnum alþjóðasamtök viðskipta- og hagfræðinema, Aisec. Að loknu námi réðst Þorkell til Eimskipafé- lagsins og starfaði þar við ýmis verkefni m.a. sá hann um rekstur Ryövarnarskálans, en yfirleitt hafa verkefnin verið á því sviði sem nýstofnuð hagdeild sér nú um. Á undanförnum mánuðum hefur verið unnið að ýmsum breytingum á skipulagi Eimskipafé- lagsins sem miðast að því að bæta þjónustu þess og efla sambandið við viðskiptavini þess, en þessar breytingar munu fyrst og fremst koma til framkvæmda í byrjun næsta árs. Verkefni hagdeildar eru margvísleg. Þau helstu eru gerð rekstrar- og fjárfestingaráætlana og eftirlit með framkvæmd þeirra. Hagtölugerð og eftirlit með flutningaáætlunum svo og ýmsar hagkvæmnisathuganir og arðsemisathuganir eru einnig verkefni deildarinnar og að lokum má geta þátttöku deildarinnar í undirbúningi á endurnýjun á skiþastól félagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.