Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1979, Page 24

Frjáls verslun - 01.11.1979, Page 24
Bankaeftirlit Seðlabankans: Reglubundið eftirlit með öllum innlánastofnunum Viðtal við Þórð Ólafs- son, forstöðumann bankaeftirlitsins. Hann segir aó starf- semi eftirlitsins hafi í nokkrum tilvikum komið í veg fyrir gjaldþrot innláns- stofnunar. Hlutverk banka- eftirlitsins „Megintilgangurinn með starf- semi opinbers eftirlits með inn- lánsstofnunum hefur alltaf verið sá, að gæta hagsmuna þeirra sem kröfur eiga á þessar stofnanir og þá fyrst og fremst hagsmuna hins almenna innstæðueiganda. Þetta má orða þannig, að með starfsemi bankaeftirlitsins sé stefnt að því að viðhalda það öruggu bankakerfi, að almenningur geti treyst því, að það fé sem lagt er inn í innláns- stofnun sé vel borgið í hvívetna. Með því er ekki einungis átt við það, að stofnanirnar verði endan- lega færar um að greiða féð til baka meö umsömdum vöxtum, heldur líka hitt, að þær geti greitt féð nákvæmlega á þeim degi sem innstæðueigandi óskar eftir að taka fé sitt út.“ Þetta er skýring Þórðar Ólafs- sonar, forstöðumanns bankaeftir- lits ríkisins, á starfsemi þeirrar deildar. Frjáls verslun hélt á fund Þórðar fyrir skömmu og forvitnað- ist um starfsemi bankaeftirlitsins en bankaeftirlitið er deild innan Seðlabanka íslands. Starfsemi bankaeftirlitsins er ekki mikið í sviðsljósinu og tiltölulega fáir, sem gera sér grein fyrir eðli þess starfs sem þar fer fram. Lög um eftirlit með inn- lánsstofnunum 1923 Hver er söguleg þróun banka- eftirl itsins? í öllum löndum Vestur-Evrópu og einnig víöar um heim er starf- andi skipulegt eftirlit með innláns- stofnunum með ýmsum hætti. Eftirlitið er víðast framkvæmt af sérstökum stofnunum, sem hafa stjórnarfarslega nokkurt sjálf- stæði, þótt formlega heyrl þær undir eitthvert ráðuneyti, ýmist Það var fyrst árlð 1971 að tekið var upp skipulegt eftlrllt með við- sklptabönkunum með nokkuð hllðstæðum hætti og tfðkast hafði lengl gagnvart sparisjóðunum. 24

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.