Frjáls verslun - 01.11.1979, Side 27
ans fær eintök, formaður banka-
ráðs viðkomandi banka og for-
maður stjórnar sparisjóðs svo og
bankastjórar og sparisjóðsstjórar
viðkomandi stofnunar. Banka-
ráðsmenn hafa fengið eintök nú í
seinni tíð en svo var ekki áður.
Ekki er algengt að sérhver stjórn-
armaður í sparisjóöi fái eintak
eftirlitsskýrslunnar. Endurskoð-
endur viðkomandi stofnunar fá
ekki sent eintak að okkar frum-
kvæði."
Hvers vegna?
„Jú eins og ákvæði um endur-
skoðun hjá þessum stofnunum er í
lögum í dag eru þau vita gagns-
laus ef ekki ráðast til endurskoð-
unar menn með sérþekkingu á
þessu sviði. I núgildandi lögum er
ekki gerð krafa til þess að svo sé.
Einstaka innlánsstofnanir hafa þó
ráðið til sín löggilta endurskoð-
endur og jafnframt byggt upp innri
endurskoðunardeildir. Að slíku er
mjög mikið öryggi. í frumvörpum til
laga um banka og sparisjóði er
gerð krafa um öflugri endurskoö-
un en nú er gert."
Fá fleiri aðilar eftirlitsskýrslur?
„Samkvæmt lögum ber okkur
að tilkynna’ráðherra þegar í stað ef
við teljum hag eða rekstur inn-
lánsstofnunar óheilbrigðan. Við
höfum þó nokkrum sinnum gert
það. Þar sem um meiri háttar brot
er að ræða t.d. fjárdrátt eða þess-
háttar fara þau mál til ríkissak-
sóknara.
Annars erum viö mjög íhalds-
samir á dreifingu eftirlitsskýrsl-
anna því að í þeim eru slíkar upp-
lýsingar er varða viðskipti einstak-
linga og fyrirtækja sem eru mjög
viðkvæmar."
Víðtækar heimildir
Hefur bankaeftirlitið heimild til að
krefjast hvaða upplýsinga sem er
hjá innlánsstofnunum?
„Já. Heimildir okkar eru mjög
víðtækar hvað þetta snertir. Við
höfum aðgang að öllum gögnum
varðandi fjárhag og rekstur stofn-
ananna. Sú heimild hefur ekki
verið véfengd, a.m.k. ekki þannig
að okkur hafi verið meinaöur að-
gangur að gögnum sem við höfum
óskað eftir að fá aó skoða. Slíkt
kom jú fyrir tvisvar sinnum en við
höfðum okkar fram."
NCKSTHA'miEIKNINGUR
Allar Innlánsstofnanlr eru skyldugar tll
að senda bankaeftirlitinu mánaðarlegt
rekstraryfirlit.
Hvernig er athugasemdum fylgt
eftir?
„Meó skriflegum kröfum um úr-
bætur. Viðræðum viö stjórnendur.
Síðan með endurteknum athug-
unum. Yfirleitt bregðast stjórn-
endur mjög vel við athugasemd-
um.“
Hvað er farið oft í hverja
stofnun?
„Að jafnaði einu sinni á ári í
flesta sparisjóöi. í stærri sparisjóði
er farið sjaldnar. Suma jafnvel á
3ja—4 ára fresti. I banka er farið
sjaldnar."
Innlánsstofnanir gefa
mánaðarlegar skýrslur.
í hverju felst starfsemi banka-
eftirlitsins að öðru leyti en beinu
eftirliti á staðnum?
„Allar innlánsstofnanir eru
skyldugar til þess að senda mán-
aðarlega yfirlit yfir efnahag og
rekstur sinn og auk þess ítarlega
og sundurliðaða ársskýrslu yfir
reksturinn. Þetta er hver innláns-
stofnun skyldug til þess að gera að
undanskildum innlánsdeildum
samvinnufélaganna."
Hvert er þá eftirlitið með inn-
lánsdeildum samvinnufélag-
anna?
„Við höfum af og til heimsótt
þær og kannað bæði umfang og
bókhaldslegt skipulag þeirra.
Flestar eru þannig reknar að inn-
lánin eru notuð sem lán til reksturs
viðkomandi samvinnufélags. Inn-
lánin eru notuð sem veltufé t.d.
kaupfélags þannig að það má
segja að það velti á fjárhag sam-
vinnufélagsins, hvort innstæðurn-
ar eru útborgunarlegar eða ekki.
Verði síðan kaupfélag gjaldþrota,
hefur sá sem á innistæðufé í inn-
lánsdeild þess enga tryggingu fyrir
því að fá fé sitt til baka. Að visu er
til Tryggingasjóður innlánsdeilda
en hann er hvergi nógu sterkur til
að mæta slíkum hugsanlegum
áföllum."
Eru tryggingasjóðir innláns-
stofnana yfirleitt nógu sterkir?
„Nei, en þetta er nú eitt af þeim
atriðum sem bankaeftirlitið hefur
beitt sér fyrir að breyting verði á. i
nýju frumvarpi um sparisjóði eru
ákvæði um nýjan Tryggingasjóð
sparisjóða, sem gjörbreytir þessu
að því er sparisjóðina varðar."
Er nokkurt raunhæft
gagn að bankaeftirliti?
Nú kann einhver að spyrja hvort
bankaeftirlit geri nokkurt raun-
hæft gagn. Eru innlánsstofnanir á
landinu ekki það vel reknar að
bankaeftirlitið sé ekki óþarfa af-
skiptasemi ríkisvaldsins?
Þórður: „Það má segja það
alveg hreint út, aö í nokkrum til-
vikum hefur bankaeftirlitið komist
að raun um að fjárhag innláns-
stofnunar hefur verið þannig
komið, að ógætileg útlán til aðila,
sem ekki áttu möguleika á endur-
greiðslu, hafi verið þess eðlis að
þau hafi verið óinnkallanleg. Út-
lánin hafa því verið af þeirri
stærðargráðu, að varasjóður inn-
lánsstofnunarinnar hefði ekki
nægt til að mæta því tapi sem
þegar var orðið. Þegar slík tilvik
koma upp er oftast um að kenna
mistökum í stjórnun, rangt mat á
aðstæðum og ófullnægjandi
tryggingar. Sem betur fer eru slík
tilvik fá. Ég get þó sagt það að slíkt
hefur komið fyrir hjá sparisjóðum.
Ekki þó það stórkostlegt að ekki
hafi verið hægt að forða tjóni.
Björgunaraðgerðir í slíkum tilvik-
um eru einkum fólgnar í samein-
ingu innlánsstofnana eða hreinni
yfirtöku. Það versta sem gæti
komið fyrir nokkurt bankaeftirlit er
að sitja uppi með gjaldþrota pen-
ingastofnun í fanginu. Slíkt gæti
hins vegar orðið, eða hver hefur
27