Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1979, Page 31

Frjáls verslun - 01.11.1979, Page 31
Hlutverk bankaeftlrlitslns er í grundvallaratriðum að tryggja ðryggl viðsklptamanna innlánsstofnananna. Hingaö til hefur tekist að af- greiöa allar kvartanir með sam- komulagi nema eina. Þaö mál hef- ur nýlega veriö kært til saka- dóms.“ Samskipti við hliðstæðar stofnanir á Norður- löndum Eigið þið samstarf við erlend bankaeftirlit? „Forstöðumenn bankaeftirlita á Noröurlöndum koma saman einu sinni á ári og skiptast á upplýsing- um og skoðunum um margvísleg efni. Slíkt samstarf er okkur mjög gagnlegt því hér er þessi starfsemi enn í mótun og bankakerfið hér á því stigi sem það var á Norður- löndum fyrir nokkrum árum. Við fáum þannig innsýn í það sem koma skal og getum gert okkar ráöstafanir miðað við þaö. S.l. sumar átti ég þess kost að sitja ráðstefnu forstöðumanna banka- eftirlita frá 80 þjóðum. Sú ráð- stefna var haldin í London. Þar var varað við áhrifum verðbólguþró- unar á bankakerfið í heiminum og menn gerðu ráð fyrir stórum áföll- um. Nauðsyn heildarlöggjafar um innlánsstofnanir Nú hlýtur þú að hafa aflað þér talsverðrar þekkingar á íslensk- um bankamálum í gegnum starf þitt. Hvað er það helst sem þér fyndist betur mætti fara í þessum efnum? ,,Það vantar alveg bráðnauð- synlega heildarlöggjöf um inn- lánsstofnanir, lögin.um sparisjóði frá 1941 eru orðin úrelt. Við- skiptabankarnir sjö starfa hver samkvæmt sérstökum lögum. Þau þarf að samræma í eina heildar- löggjöf. Það vantar skýrari og nú- tímalegri ákvæði um eiginfjár- stöðu, lausafjárstöðu, ítarleg ákvæði um starfsemi, endur- skoðun o.fl. Frumvörp til laga um banka og sparisjóði hafa verið til- búin í mörg ár. Sum hafa verið lögð fram önnur ekki. Þessi frum- vörp verður að afgreiða á næsta Alþingi. Annað er gersamlega óþolandi. Að því er varðar spari- sjóðina stendur úrelt löggjöf þeim beinlínis fyrir þrifum. Ekki er vafi á því að nútímaleg löggjöf kemur til með að efla þá verulega. Sameining innlánsstofnana er annað mikilvægt atriði, sem þarf að vinna að.“ Sjö starfsmenn Þórður Ólafsson réðst til banka- eftirlitsins árið 1975 sem lögfræð- ingur. Árið eftir varð hann deildar- stjóri við eftirlitið og síðan for- stöðumaður bankaeftirlitsins árið 1978. Við eftirlitið starfa nú sjö manns. Þrír viðskiptafræðingar, þar af einn sem er að Ijúka prófi sem löggiltur endurskoðandi, einn samvinnuskólagenginn, einn tölvusérfræðingur og einn ritari. 31

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.