Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1979, Síða 37

Frjáls verslun - 01.11.1979, Síða 37
héruðunum, sem liggja að Sovétríkjunum og því er herafli þar í lágmarki. En suöur í Troms er kjarni hersins, sem mæta á hugsanlegri innrás. ,,Af hverju er hann svo sunnarlega?", kann einhver að spyrja. Landfræðileg skilyrði til varna eru óhagstæð í nyrztu héruðum landsins og ennfremur hefur því verið hald- ið fram, að Norðmenn hljóti í skipulagningu varna sinna að gera ráð fyrir hugsanlegri innrás Sovét- Helztu æfingasvæði sovézka Norðurflotans hln síðarl ár. manna í Noreg um finnskt yfirráöasvæði, því að vin- áttu- og samstarfssamningur Sovétríkjanna og Finn- lands opni leið fyrir sovézkt innrásarlið að nálgast Noreg um þann anga af Finnlandi, sem liggur að Noregi í Troms. Norskur herafli, sem væri staðsettur nyrzt í Noregi yrði þannig innikróaður og að honum sótt bæði úr norðri og suðri. Norðmenn hafa byggt upp herafla, sem getur varizt af eigin rammleik og veitt mótstöðu gegn öflugu inn- rásarliði en að sjálfsögðu er gengið út frá því að liðs- auki þærist fljótt frá öðrum bandalagsríkjum Atlants- hafsbandalagsins, ef stríðsátök brytust út. Þess vegna er það stórkostlegt hagsmunamál Norðmanna sem og annarra Vestur-Evrópulanda, að samgöngu- leiðir yfir Atlantshafið milli Ameríku og V-Evrópu haldist opnar og öruggar fyrir flutninga, ef til hern- aöarátaka kæmi. NATO-heræfingar í Bardufoss og nágrenni eru haldnar umfangsmikl- ar heræfingar á vegum Atlantshafsbandalagsins með þátttöku hermanna frá mörgum bandalagsþjóðum. Norðmenn hafa tekið að sér það verkefni að þjálfa herdeildir frá öðrum bandalagslöndum í vetrarhern- aði, og margs konar annað skipulag sameiginlegra æfinga með herdeildum Atlantshafsbandalagsríkj- anna undirstrikar mjög greinilega óumdeilanlegan vilja Norðmanna til að tryggja áframhaldandi varnar- samstarf vestrænna ríkja. Meðan enn er beðið eftir framhaldsflugi okkar frá Bardufoss norður til Kirkenes lítum við inn í veitinga- stað í herstöðinni, þar sem dynjandi diskómúsikin tekur á móti okkur. Það er ekki laust við að maður hafi á tilfinningunni að hér sé daufleg vist þrátt fyrir diskó. Sitthvað er þó gert til að stytta mönnum stundir. Uppi á vegg var auglýsing með nokkrum hnitmiðuðum fyrirspurnum til hinna vösku soldáta um það hvort þeir væru ekki orðnir leiðir á poppi og porno en vildu ekki þess í stað eyða tímanum í starf á vegum leiklist- arklúbbsins í herstöðinni. Og það er auðskiljanlegt að einhvern tímann detti leiðindi í menn í svona ein- angruðu samfélagi, sérstaklega þegar dagurinn er að engu orðinn við stytztan sólargang. Þó er bót í máli að stutt orlof er veitt á þriggja vikna fresti og leiguvélar hersins flytja menn á skömmum tíma suður í marg- mennið eða til Tromsö, sem nefnd hefur verið París norðursins vegna frísklegs skemmtanalífs, sem aö sumu leyti minnir á Hótel Sögu á laugardagskvöldi. Aldimmt er orðið í Bardufoss þegar okkur er loks boðið að ganga um borð í flugvélina til Lakselv og Kirkenes. Við vorum klukkutíma og fjörutíu mínútur frá Bergen til Bardufoss og nú er um tveggja tíma ferð fyrir höndum. Þessi seinni áfangi ferðalagsins var tíðindalaus og minnti dálítið á vetrarferðir í innanlandsflugi á íslandi. Hér hamlar náttmyrkrið þó ekki flugi því að brautirnar eru upþlýstar og í nær öllum tilvikum er um herflug- velli að ræða, sem jafnframt eru notaðir til farþega- flugs. Það er smávegis snjómugga í nágrenni Kirke- nes, þegar við hefjum aðflug og dálítil fannbreiða utan við flugbrautina. Vélin rennir beint inn í flugskýli og þar ganga farþegar frá borði. Hér er milt vetrar- veður, líkast því sem var í Reykjavik við upphaf þess- arar Noregsferðar og engin þörf fyrir föðurland og kuldaúlpu. Egil Lund, ofursti, yfirmaður landamæra- gæzlunnar, tekur á móti gestum og tilkynnir að rúss- neskutúlkurinn sinn komi árla daginn eftir og fari með okkur í skoöunarferð um landamærin. Rússar frelsuðu Kirkenes Berstad túlkur, sem gegnir yfirmannsstöðu í hern- um og er rússneskumenntaður í Leningrad, sagði okkur að í vikunni á undan hefðu Sovétmenn verið að minnast þess að 35 ár voru liðin síðan þeir frelsuðu Kirkenes. Inni í bæ í Kirkenes er stytta af rússneskum hermanni til minningar um þennan atburð, sem gerðist í október 1944 en þá réðust Rússar til atlögu gegn þýzka hernámsliðinu í Noregi. Bærinn í Kirke- nes var jafnaður við jörðu í stórskotahríð en íbúarnir leituðu skjóls í málmgrýtisnámum í nærliggjandi fjöll- um. Enginn bær í Evrópu var jafnrækilega þurrkaður af yfirborðinu og Kirkenes. Þegar búið var að þagga niður í vígvélum Þjóðverja gengu sveitir norskra hermanna, sem fluttar höfðu verið á vegum bandamanna til Murmansk, fyrstar yfir landamærin og Rússarnir fylgdu á eftir. Eftir uppgjöf Þjóöverja í maí 1945 varö nokkur dráttur á að Rússar 37

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.