Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1979, Page 39

Frjáls verslun - 01.11.1979, Page 39
 ihhe* 1 AT^ *■' ,T y Ar og vötn skilja að Noreg og Sovétríkin norður við Barentshaf. Þannig er landslag í landamærahéraðinu. ferðum sínum og nota sérþjálfaða hunda. í bæki- stöðvum þeirra er stundaður búskapur að einhverju marki því að þar eru hesthús, fjós og svínastíur. Skálað fyrir friði og vináttu Við Storskog liggur akvegur yfir landamærin og þar er að finna bækistöðvar yfirmanna landamærasveita beggja ríkjanna. Á þessum stað eru landamærin vendilega lokuð en með sérstökum heimildum hafa norskir ferðamenn fengið að fara þar um í hópum á leið til Svartahafsins eða annarra áfangastaða í Sovétríkjunum. Skipta þeir þá um bíla við hlið á landamærunum og ganga yfir. Svartahafsferðir með bílum og flugvélum innan Sovétríkjanna eru ódýrustu sólarlandaferöir, sem íbúar í nyrztu héruðum Noregs eiga kost á. Samskipti landamæravaröanna beggja vegna línunnar eru lítil. Þeir láta sem þeir viti tæpast hver af öðrum og þannig á það að vera samkvæmt reglunum. Annað slagið eru haldnir fundir yfirmanna til að ræða tiltekin vandamál og á hvérju sumri fara Norðmenn og Rússar saman aó kanna ástandið á landamærunum. Af frásögnum Egil Lund, yfirmanns norsku landamærasveitanna, mátti ráða, að yfir þess- um samskiptum, svo lítil sem þau eru, væri léttur blær. Á eftir hinum formlegu fundum er gjarnan skálað fyrir friði og vináttu og setzt að veglegu matarborði. Sam- eiginlegu könnunarleiðangrarnir eru nokkurs konar sumarævintýri í stórbrotnu landslagi, sem unnendur útivistar hlakka til. Síðan 1965 hafa norska og sovézka landamæra- gæzlan haft beint símasamband sín á milli. Það var með gamansömu stolti að Egil Lund sýndi okkur rauða símann í skrifstofu sinni. Hann vildi undirstrika að það væru ekki þara Carter og Breznev sem hefðu aðgang aö ,,hot-line". En hvaða vandamál eru það þá, sem landamæra- gæzla Noregs og Sovétríkjanna þarf að ræða sín á milli? Jú. Það kemur iðulega fyrir að báta rekur yfir ár og vötn og að þeir hafni á röngum bakka. Það þarf að fá heimild til að sækja þá. Veiðimenn hafa verið að eltast viö elgdýr á landamærunum og þau farið yfir að girðingu Rússanna pg gefið upp öndina þar. Það hefur þurft leyfi til að bjarga heiðri veiðimannsins og ná í dýrið. Flóttamaður að austan Að sögn Egil Lund kemur það líka stundum fyrir að börn og unglingar fara af misgáningi á fleytum sínum yfir vötnin á sovézkt yfirráðasvæði. Slík mál leysast yfirleitt greiðlega en stundum geta liðið 2—6 sólar- hringar áður en viðkomandi er skilað yfir til Noregs aftur. Fullir Norðmenn eiga það til að mæta við landamærin og fara yfir til að heilsa upp á Sovét- þjóðirnar og tjá þeim vináttu sína. Þess konar gestum er umsvifalaust skilað til síns heimalands aftur. Á hinn bóginn eru dæmi þess að Sovétborgarar hafi flúið yfir til Noregs og beðizt þar hælis. Slíkt gerðist á sl. sumri meðal annars, þegar sovézkur landamæravörður kom yfir og lýsti sig pólitískan flóttamann. Hann fékk hæli í Noregi. Að sögn Egil Lund er sambúðin á landamærunum með ágætum og samstarf fyrir hendi á sumum sviðum. Þannig er unnið saman í orkumál- um og höfð skiptaverzlun á rafmagni. Einnig fá hreindýrahjarðir að fara yfir landamærin eftir ástandi beitarlanda. Skriðdrekaliðið mætt Þó að þannig sé allt slétt og fellt á yfirborðinu vita íbúar norsku landamærahéraðanna ekki hvað morg- undagurinn kann að bera í skauti sér í sambúð við hinn volduga granna. Þannig vöknuðu þeir við það einn góðan veðurdag í júlí 1968 að stórskotalið Sovétmanna með fallbyssubúnað sinn og skrið- drekasveitir hafði tekið sér stöðu meðfram öllum landamærunum. Vissulega skaut þetta friðsömum norskum borgurum skelk í bringu. Byrjaði þá stríöið svona? Nei. Það varð ekkert stríð og skriðdrekarnir og fallbyssurnar hurfu inn í skógarþykknið jafnskyndi- lega og þær höfðu sprottið fram. Daglegt líf ,,Það eru kannski frænkur mínar suður í Þránd- heimi, sem hafa mestar áhyggjur", sagði Sörensen 39

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.