Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1979, Page 50

Frjáls verslun - 01.11.1979, Page 50
Hún er stærsti innflytjandi lands- ins á sviði erlendra hljómplatna en auk þess gefur hún út íslenzkar hljómplötur. Starfssvið véladeildarinnar hef- ur þegar verið lýst en auk þess má geta að í tengslum við hana er starfandi tæknideild, sem sérhæft hefur sig í þjónustu við fiskimjöls- verksmiðjur. Að lokum er síðan heimilis- tækjadeild en þar er selt úrval af heimilistækjum og ennfremur skipa hljómflutningstæki þýðing- armikinn sess í starfsemi deildar- innar, en eins og fyrr var tekið fram, er áformað að skipta þessum deildum upp í tvær aðskildar deildir. Helztu starfsmenn Fálkans. Ólafur Magnússon lést árið 1955, en hann var forstjóri Fálkans allt til dauðadags. Þá tók sonur hans, Haraldur, við starfi föður síns, en hann hafði unnið við fyrir- tækið allt frá árinu 1920 og frá ár- inu 1948 hafði hann verið fram- kvæmdastjóri Fálkans h.f. Árið 1964 urðu bræöur Haraldar, þeir Reiðhjóladelld Fálkans árlð 1948. Bragi og Sigurður, forstjórar ásamt honum, en Haraldur lét af störfum, sökum aldurs, árið 1974. Bragi lézt árið 1975 en Sigurður árið 1976. Stjórn Fálkans er í dag þannig skipuð: Páll Bragason, formaður, Haraldur Ólafsson, varaformaður og Björn H. Jóhannsson, ritari. Núverandi forstjóri er Ólafur Haraldsson. Velta Fálkans á árinu 1978 var tæpir tveir milljarðar króna en á þessu ári sjá forstöðumenn fyrir- tækisins fram á 10—15% sam- drátt. Næturhólf Verzlunarbankans er örugg lausn fyrir þá sem þurfa á tryggri að halda, hvenær sem er sólarhringsins. A 5 stöðum* í borginni getur þú komið fjármunum þínum bak við lás og slá EFTIR LOKUN og sofið síðan rólegur til morguns. V/íRZLUNfiRBflNKINN * Afgreiðslur Verzlunarbankans: Bankastræti 5, Amarbakka2, Grensásvegi 13, Laugavegi 172, Umferðarmiðstöðinni. OPIÐ EITIR LOKUN! 50

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.