Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1979, Qupperneq 53

Frjáls verslun - 01.11.1979, Qupperneq 53
Sitthvað um að vera á næstunni Á næstunni verður sitthvað um að vera í Naustinu. Það má nefna að í desember verður gestum boðið upp á sérstakt jólaglögg og pottrétt, en verði á þessum réttum verður mjög stillt í hóf. Þessi ný- breytni var fyrst tekin upp í fyrra og tókst svo vel til að stefnt er að því að gera þetta að föstum lið i jóla- mánuðinum. Áður fyrr hélt Naustið nýárs- fagnað, en í fyrra var þeim fagnaði breytt í þrettándafagnað, og tókst það með eindæmum vel. Hann verður aftur á næsta þrettánda. Á þessum fagnaði er boðið upp á hátíöarmatseðil, skemmtiatriöi, þrettándabollu, konfekt og sæl- gæti og dansað er fram á nótt. Guðni lýsti þessum fagnaði enn- fremur, sem „reglulegu klassa- kvöldi, þar sem gestir geta fengið allt, sem hugurinn girnist". Eftir áramótin er áformað að hafa sérstakan leikhúsmatseðil fyrir leikhúsgesti. Það er auðvitað mögulegt fyrir leikhúsgesti að fá góðan mat í Naustinu í dag, en þarna er verið að koma til móts við þennan hóp, sem borðar kvöld- verð yfirleitt fyrr en aðrir við- skiptavinir. Að lokum má nefna að Naustiö hefur nú tekið upp sölu á allskyns mat í veislur og samkvæmi. Kjör- orð hússins í þessum efnum er:,,Matur og brauð við öll tæki- færi". Samkeppni við grillstaðina og óánægja með lokun hádegisbarsins Við spurðum Ib og Guðna að því hvort að þeir ættu í samkeppni við grillstaðina um hádegis-,,traffík- ina" og þeir svöruðu því á þessa leið:,,Það gefur auðvitað auga leið að við eigum í samkeppni við önn- ur matsöluhús. Fólk heldur að það sé dýrara að borða hér en á þess- um stöðum en þegar allt kemur til alls þá er það ekki svo". ,,Fyrst við erum farnir að tala um hádegið þá viljum við koma því að, að það er mikil óánægja með ákvörðun dómsmálaráðherra um að halda lokun hádegisbaranna áfram. Viðskiptavinir eru margir hverjir mjög óhressir yfir því að geta ekki fengið sér drykk áður en þeir snæða og einnig er þetta erfitt fyrir húsin sem hafa alla aðstöðu til þess að veita en mega það ekki". Út að borða í miðri viku Lokaorð þeirra félaga voru þau að hvetja alla til að breyta þeim hugsunarhætti að eingöngu væri tilhlýðilegt að fara út að borða um helgar. ,,Um helgar er allt fullt og þar af leiðandi er þjónustan ekki jafn góð og þegar færra er í miðri viku. Það er alger misskilningur hjá sumum, sem við höfum orðiö nokkuð varir við, að fólk heldur að einungis um helgar séu ,,fínir" réttir á boðstól- um. Það er alls ekki þannig því að oft er meira segja betra að þjón- usta ,,fínan" mat þegar færri eru og meiri friður". Ib og Guöni i vinkjallaranum aö velja gæðavinin sem bjóöa á meö jólamatnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.