Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1979, Síða 58

Frjáls verslun - 01.11.1979, Síða 58
Yfirlit yfir fjóra þéttbýlisstaði Suðurlands Nokkrar breytingar hafa orðið á þróun þéttbýlis á Suðurlandi frá því áætlað var á síðasta áratug. í stað þess að þéttbýlisstaðir sem fyrir voru hafi haldið áfram að stækka með sama hraða og þeir höfðu gert þá hefur fólksfjöldinn dreifst meira um sveitirnar en áætlað var. Litlir þéttbýlisstaðir hafa risið upp og þeir sem fyrir voru þéttst. Þetta á við um staði eins og Flúðir og Laugarás. Hef- ur hluti af þeirri þjónustu sem fyrir var í kauptúnunum risið þar upp og þjónar nú landbúnaðar- héruðunum í kring. Þetta hefur auðvitað dregið úr verkefnum fyrir þær þjónustustofnanir sem í kauptúnunum eru. Hér skal þó ekki farið frekar út í þessa sálma en gefið skal smá yfirlit yfir þá helstu þéttbýlisstaói sem fyrir eru á Suðurlandi. Hvergerðingar leggja mikla áherslu á uppbyggingu iðnaðar í bænum. Nokkur fyrirtæki hafa flutt starfsemi sína að öllu eða nokkru leyti til Hveragerðis og má þeirra á meðal nefna Kjörís h.f. Megin- áherslan er þó skiljanlega lögð á gróðurhúsarækt og ýmsa þjón- ustustarfsemi, en sem dæmi um hið síðarnefnda má nefna Heilsu- hælið í Hveragerði en þar starfa um 120 manns, og er það því stærsta fyrirtækið í bænum. í öðru sæti yfir stærð atvinnustarfsem- innar kemur gróðurhúsarækt og síðan verslun í þriðja sæti, en hún er óvenjulega lítil. Sem dæmi um iönað má fyrir utan Kjörís nefna Ofnasmiðju Suðurlands, ullar- þvottastöð, trésmiðju, blikksmiðju og fleiri fyrirtæki. Meðal þeirra hugmynda sem forráðamenn Hveragerðishrepps hafa í huga varðandi uppbyggingu framleiðslufyrirtækja á staðnum er sykurverksmiðja til vinnslu á ,,melasa“. íbúar Hveragerðis- hrepps eru um 1200. Hella Fyrir tveimur árum var minnst fimmtíu ára afmælis Hellu. Fyrstur reisti hús þar sem kauptúnið stendur núna Þorsteinn Björns- son, bóndi og síðar verslunar- maður á Hellu. Árið 1935 eignaðist Kaupfélagið Þór Hellu og eftir það hófust miklir uppgangstímar fyrir staðinn. Nú búa um 500 manns á Hellu og eins í fleiri kauptúnum landsins þá byggist atvinnulífið á starfsemi kaupfélagsins og slátur- hússins. Þarna hefur þó myndast nokkur vísir að iðnaði og má meðal fyrirtækja sem á Hellu starfa nefna Glerverksmiðjuna Samverk h.f. sem framleiðir og selur tvöfalt og margfalt gler og fleira í bíla. Það má nefna Skeifnasmiðjuna Hellu, sem framleiðir skeifur fyrir ís- lenska hesta hérlendis sem er- lendis, Vinnufatagerð Suðurlands ofl. Hvolsvöllur Hvolsvöllur er af svipaðri stærð og Hella. Hvolsvöllur er þó nokk- urs konar höfuðstaður Rangár- vallasýslu, en þar eru sýsluskrif stofurnar. Stærst fyrirtækja er Kaupfélag Rangæinga en nefna má nokkur stór iðnfyrirtæki eins og Bjallaplast h.f. sem er í eigu Hvolshrepps og Jóhannesar Páls- sonar, þess ágæta uppfinninga- manns. Fyrirtækið var stofnaö á grundvelli þeirrar framleiðslu sem Jóhannes var með áður og nú eru framleiddar ýmsar af þeim upp- finningum sem Jóhannes hefur nú einkarétt á t.d. lyfjaglös með ör- yggisloki og handlampa. Þá má einnig nefna blikksmiðjuna Sörla og fleiri fyrirtæki. Þorlákshöfn Þorlákshöfn byggir afkomu sína svo til eingöngu á fiskveiðum og fiskiðnaði og svo hefur alla tíð verið. Staðurinn er gamall út- róðrastaður, en byggð fór þar ekki að vaxa að marki fyrr en 1949 er Meitillinn h.f. var stofnaður að frumkvæði Egils Thorarensen. Á næstu árum fór hraðfjölgandi íbú- um Þorlákshafnar og 1961 voru íbúarnir orðnir 200, árið 1971 535 og 1976 voru þeir 891. Mikill hluti íbúa Þorlákshafnar er ungt fólk og hlutfallslega fleiri eru í yngri ald- urshópunum en annars staðar á landinu þannig að framtíð staðar- ins ætti að vera nokkuð trygg verði næg atvinna fyrir þetta fólk í fram- tíðinni. í Þorlákshöfn hefur verið lögð hitaveita og er ekki langt að bíða þar til heitt vatn verði komið í meirihluta húsa á staðnum. Þorlákshöfn er ekki sér sveitar- félag heldur innan Ölfushrepps en hann er ákaflega víðlendur og má sem dæmi nefna að lönd Reykja- víkur og Ölfushrepps liggja saman vestan í Hellisheiðinni. í sumar komu hingað til lands í boði Samtaka sveitarfélaga á Suður- landi fulltrúar borgarinnar Gelsenkirchen í Vestur-Þýskalandi, en sam- tökin hafa tekið upp samband við borgaryfirvöld þessarar borgar í þeim tilgangi að efla samskipti viðskiptalegs og menningarlegs eðlis milli Suðurlands og þessarar borgar sem staðsett er í miðju Ruhr-héraðinu. Sendinefnd Gelsenkirchen sat fundi með sveitarstjórnarmönnum á Suðurlandi, starfsmönnum byggðadeildar Framkvæmdastofnunar rík- isins og einnig félagsmálaráðherra. Að mati forystumanna Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi voru þessir fundir mjög gagnlegir og voru ræddar ýmsar hugmyndir á sviði viðskipta og tæknisamstarfs og ákveðið með framhaldsathuganir beggja aðila á þessum hugmyndum. I Ruhrhéraðinu er möguleiki að hægt sé að finna góðan markað fyrir ýmsar framleiðsluvörur fslendinga og þarna er tækniþekking á mjög háu stigi og ekki vafi að íslendingar gætu notfært sér hana. 58

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.