Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1979, Page 59

Frjáls verslun - 01.11.1979, Page 59
Vík í Mýrdal: Eln af starfsstúikum Kötlu meö fllk sem hún hannaðl fyrir fyrlrtæklð. Mikill áhugi fyrir uppbyggingu iðnaðar Vík í Mýrdal hefur verið um árin einn af þessum dæmigerðu þétt- býlisstöðum sem allt byggist upp á kaupfélaginu. Þarna hefur kaup- félagið verið allt í öllu og vöxtur og viðgangur kauptúnsins hefur vax- ið í réttu hlutfalli við stækkun kaupfélagsins. En nú á síðustu ár- um hefur það sýnt sig að einka- framtak Víkurbúa hefur dugað til annars en reksturs samvinnufé- lags. Þar hafa risið upp iðnfyrir- tæki í einkaeign sem ugglaust eiga eftir að auka á viröingu kauptúns- ins enn meir en verið hefur. Rafmagnsofnafram- leiðsla í Vík í Mýrdal fer brátt að hefjast ný tegund iðnframleiðslu og er það framleiðsla á rafmagnshit- unarofnum að norskri fyrirmynd á vegum nýstofnaðs fyrirtækis sem heitir Hrafnatindur. Forráðamenn fyrirtækisins eru þeir Bergur Örn Eyjólfsson, Árni Oddsteinsson, Sigurður Sigurjónsson, bílstjóri og Eyjólfur Sigurjónsson, bóndi. Þessir norsku ofnar hafa það fram yfir aðra rafmansofna að af þeim er engin bruna- eða íkveikjuhætta, en slíkt hefur verið einn helsti galli þeirra ofna sem nú eru á markaðinum. Ástæðan er sú að norsku ofnarnir hitna ekki eins mikió aó utan. Þeir eru fyrirferðalitlir með lágum yfir- borðshita en með opi ofan og neðan og streymir þaðan heitt loftið út. LJtflutningurinn 1978 70 milljónir ,,Sem dæmi um umfang fyrir- tækisins þá námu launagreiðslur þess 40 milljónum króna fyrstu þrjá ársfjórðunga þessa árs og af starfsmönnum fyrirtækisins sem eru yfirleitt yfir tuttugu þá eru aðeins 4—5 sem hafa fyrir fjöl- skyldum að sjá. Hinir eru hér aðeins i aukastörfum þannig að þetta þýðir talsverðar aukatekjur fyrir önnur heimili1', sagði Kristján Jónasson, framkvæmdastjóri prjónastofunnar Kötlu h.f. í Vík í Mýrdal. Kristján sagði að fyrirtækið hefði verið stofnað 1971 og væru hlut- hafar fyrirtækisins 114 að tölu. Langflestir væru einstaklingar í kauptúninu, en þrír stærstu hlut- hafarnir væru sýslusjóðurinn, Hvammshreppur og Kaupfélag Vestur-Skaftafellssýslu. Katla er núna að framleiða upp í samning við Sovétmenn sem hljóðar upp á 40.000 stykki af barnaflíkum. Þetta er þó of stór samningur til þess að fyrirtækið geti annað honum sjálft og hefur því fengið í lið með sér þrjár aðrar prjónaverksmiðjur, en Katla fram- leiðir þó 15.000 stykki sjálf. Prjónastofan Katla er í eigin húsnæði sem í daglegu tali er kallað gamla Halldórsverslun, og var áður pósthús staðarins. Þetta hús ber þess merki að það hafi ekki verið hannað fyrir iðnað, en þó er mjög gott að koma þarna inn, og ekki spillir andi starfsfólksins, sem er mjög góður. Vikurnám Ungir menn í Víkinni hafa brætt það meö sér í nokkurn tíma að fara að hefja vikurnám skammt frá kauptúninu, þurrka vikurinn og setja hann í poka og nota síðan til einangrunar í húsgrunna. Þetta mál er þó enn á athugunarstigi, en sýnir þó að ekki skortir þá Víkur- búa hugmyndirnar né kjarkinn til þess að ráðast í verkefnin. 59

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.