Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1979, Qupperneq 63

Frjáls verslun - 01.11.1979, Qupperneq 63
,,Hörpudisksmiðin eru vandmeðfarin” — segir Ágúst Sigurðsson, forstjóri hjá Sigurði Ágústs- syni h.f. „Það er ein regla í þessum bransa. Maður veit að það er erfitt að ná endum saman, ef hver dagur er skoðaður, en með löngu úthaldi og seiglu tekst okkur að gera þessar veiðar á hörpudiskn- um arðbærar og náum endum saman", sagði Ágúst Sigurðsson, forstjóri í Stykkishólmi. Þessar óvenjulegu veiðar eru nú eingöngu stundaðar frá Stykkis- hólmi og hafa orðið til þess að ófriðarbál blossaði upp, þegar bátar frá Grundarfirði hófu veiðar án leyfa nú í vetur. Ágúst kvað dagsafla bátanna átta, sem veiðarnar stunda, vera að meðaltali 45 tonn á dag. Skelin er unnin í vélum, og úr henni er tekinn vöðvinn, sem opnar og lokar skelinni. Það eru Bandaríkjamenn sem sólgnastir hafa verið i hörpudisk- inn og matbúa þeir lystilegar krásir úr honum. Þá kvaö Ágúst markaði vera að opnast í Evrópu, einkum í Frakklandi, Þýzkalandi og í Eng- landi. Sjálfur kvaðst hann ekki hafa verið ýkja hrifinn af bragðinu í fyrstunni, en nú væri hann kominn á bragðið. í Stykkishólmi er hörpudiskurinn frystur, en að sögn Ágústar eru íslenzkir sjávarréttir í Hafnarfirði að fara út í niðursuðu á hörpu- diski, sem verður þá fenginn í Hvalfirði. Ágúst kvaðst leggja áherzlu á að hörpudisksmiðin væru vandmeð- farin. Þar væru þeir heppnir að njóta leiðsagnar Hrafnkels Eiríks- sonar fiskifræðings. Hefði gott samstarf orðið milli hans og sjó- manna í Hólminum. Sagði Ágúst að Ijóst væri að gáleysisleg nýting skeljarinnar gæti auðveldlega stefnt þessum fiskiðnaði í voða á stuttum tíma. ,,Nú er framundan veiði á hörpudiski í janúar og fram í febrúarlok, en þá fara bátarnir í bolfiskinn í 10 vikur eða svo og taka sér þá frí. Þá tekur við veiði á hörpudiski út árið. Um 70 sjómenn hafa vinnu við veiðarnar og í landi um 50 manns. Stykkishólmur er einn þeirra staða þar sem ekki hefur verið ráðizt í togaraútgerð. Þar eru það smábátarnir sem flytja björgina að landi, og þá langmest skelina góóu, hörpudiskinn. i nýja hótelinu í Hólminum — og miklar pantanir þegar komnar fyrir sumarið 1980 ,,Hér ríkir ekkert nema bjart- sýnin", sagði Guðrún Þorsteins- dóttir, hótelstjóri í Hótel Stykkis- hólmi í viðtali við Frjálsa verzlun. ,,Við eigum að vísu náðuga daga sem stendur, en höfum talsvert að gera við að undirbúa sumarið. Það er augljóst að hér verður í nógu að snúast, svo mikið er bókað fyrir- fram. Langmest eru þetta Þjóð- verjar, þeir hafa tímann fyrir sér, þegar þeir ferðast, ólíkt okkur is- lendingum. Hér koma oft innlendir ferðamenn og verða undrandi, þegar þeir heyra að ekki sé til hótelherbergi". Yfir vetrartímann er Hótel Stykkishólmur, sem jafnframt er félagsheimili Hólmara, sambyggt skóla staðarins, að mestu ónotað, nema helzt að vinnuflokkar fá inni. Guðrún hótelstjóri sagði að síð- asta sumar hefði verið hagstætt rekstri hótelsins og seinni hluti sumars hefði verið sérlega sólríkur og skemmtilegur tími. Hótel þeirra Stykkishólmsbúa hefur þótt einstaklega fallegt og þægilegt. Þar eru 25 tveggja manna herbergi, öll með útvarpi og baðherbergi. Fyrir einstakling kostar herbergið 10.500 krónur en fyrir tvo 14.900. í matsal er boðið upp á veitingar, allt frá morgun- verði til kvöldkaffis. Að sjálfsögðu er hörpudiskurinn, skelfiskurinn sem mestum ýfingum olli nýlega á Snæfellsnesi, alltaf á matseðli hótelsins. Sagði Guðrún að hann væri snöggsoðinn í hvítvinssoði og þætti hinn mesti herramanns- matur. Frá Stykkishólmi þykir gott að ferðast til allra átta, en síðustu árin hafa bátsferðirnar með Baldri yfir Breiðafjörðinn til Brjánslækjar á Barðaströnd þótt sérstaklega til- komumiklar. i þeirri ferð er höfð viðkoma í Flatey. Þá þykir mörgu ferðafólki gaman að bregða sér í bátsferðir um næsta umhverfi og skoða eyjarnar. Nú eða þá að fara á skak til að reyna að krækja í lúðu. Guörún kvað umgengni alla um hótelið og félagsheimilið til fyrir- myndar. Fólk kynni greinilega vel að meta þetta fallega hús og alla innréttingu þess. Guðrún hefur verið hótelstjóri í eitt ár, kom frá Reykjavík og kann sérlega vel við Hólmara. 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.