Frjáls verslun - 01.11.1979, Qupperneq 64
Grundarfjöröur
Byggt upp eftir þrjá stórbruna
Eldsvoðar hafa valdið Grund-
firðingum miklum skakkaföllum
síðustu mánuðina. Fyrst brann
skólahúsið. Skólanum hafði verið
slitið á föstudegi, — á sunnu-
dagskvöld var skólinn brunninn.
Þá varð mikið tjón hjá Sæfangi h.f.
í bruna, og loks brann efri hæð f
íbúðarhúsi á staðnum. Að sjáif-
sögðu er þetta mikið áfall fyrir
ekki stærra byggðarlag.
í sumar var unnið af kapþi við
að endurbyggja grunnskólahúsið,
framkvæmd upp á 40 milljónir
króna, að sögn Guðmundar Ós-
valdssonar, hins nýja sveitarstjóra
í Grundarfirði. Skólinn átti að
komast í gagnið í októberbyrjun.
Verkföllin, sem stöðvuðu skipa-
flotann, settu strik í reikninginn við
uppbygginguna, þar eð bygging-
arefni seinkaði.
Það er mikið byggt í Grundar-
firði eins og víðar um landsbyggð-
ina. Þar er e.t.v. fréttnæmast að öll
fiskiðjufyrirtæki staðarins eru að
stækka við sig, þá eru 16 einbýlis-
hús í smíðum og að auki 8 sölu- og
leiguíbúðir á vegum hreppsins.
Grundarfjörður er ungur að ár-
um sem þéttbýlisstaður og húsa-
kostur því nýlegur og byggðin
bólgnar út eftir því sem árin líða.
Búið er aö leggja olíumöl á margar
gatnanna í bænum, og ráðagerðir
um að losna við rykið og aurinn á
næstu sumrum.
í sumar opnaði matstaður í
Grundarfirði. Það var Friðrik
Clausen, sem stofnsetti nýjan
grillstað, Ásakaffi. í sjálfu sér eru
það merki um að Grundarfjörður
er stækkandi bær þar sem ýmis-
konar þjónusta fer að sjá dagsins
Ijós. Áður var hvergi hægt að fá
bita keyptan fyrir svangan ferða-
mann, en Grundfirðingar þó með
eindæmum gestrisnir og ófeimnir
að bjóöa fólki heim til sín upp á
kræsingar.
,,Já, hér er gott fólk", sagöi
Friðrik Clausen, eigandi Ásakaffis.
Hann kvaðst hafa búið í Grundar-
firði síöustu tvö árin . Mikið væri
að gera, og greinilegt að full þörf
væriá stað sem þessum. Ásakaffi
tekur 65 manns í sæti og aö sögn
ferðafólks, sem farið hefur um
Grundarfjörð, er þessi matstaður
sérlega skemmtilega úr garði
gerður. Friðrik er húsasmiður og
reisti sér sjálfur húsið, sem er 131
fermetri á stærð. Clausen-ættin er
annars vel þekkt á Snæfellsnesi.
Þar hafa Clausenar verzlaö tals-
vert á aðra öld.
Guðmundur Ósvaldsson sagði í
viðtali við Frjálsa verzlun að von-
ast væri eftir að borað yrði eftir
heitu vatni í bænum nú um eða
upp úr áramótum. Vitað er að heitt
vatn er þar að finna og mikill hugur
í mönnum á tímum orkukreppu að
nýta þá möguleika, sem þarna eru
taldir fyrir hendi.
— og nú er vonast til að boraö veröi eftir heitu vatni
64