Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1979, Page 66

Frjáls verslun - 01.11.1979, Page 66
ti! umrædu Gróðafyrirtækið Alþýðublaðið Eitt ábatasamasta fyrirbæri í íslenzkri blaðaútgáfu um þessar mundir er Al- þýðublaðið. „Af er það, sem áður var,“ munu þeir hugsa nýju krataleiðtogarnir með sælubros á vör, minnugir margs konar reddinga og fjármálakúnsta, sem fyrirrennarar þeirra í Alþýðuflokksfor- ystunni hafa orðið að leika i gegnum árin til að halda málgagni sínu á floti og bjarga persónulegum eigum sínum und- an hamrinum. Riddararnir í krossferð kratanna gegn spillingaröflum samfé- lagsins og meinsemdum kerfisins hafa sjálfir tekið pestina í öllum fyrirgangin- um og eru orðnir samdauna svínaríinu, sem þeir ætluðu að uppræta. Eða hvað annað eiga menn að álykta þegar þeir gera úttekt á stöðu Alþýðu- blaðsins? Þessi fjórblöðungur krataflokksins er fullkomlega á opinberu framfæri. Enginn nema lokaður hringur flokkseigenda veit hvað upplagið er raunverulega lítið en öllum er kunnugt, að enginn biður um Alþýðublaðið að fyrra bragði. Blaðið er einungis vett- vangur fyrir ræðuskrif og pólitískar greinar kjörinna fulltrúa flokksins á Al- þingi og í borgarstjórn ásamt myndum af þeim. Þarna er kannski einum of mikið fullyrt, því að drjúgur hluti af innsíðun- um tveimur er undirlagður af auglýsing- um frá opinberum stofnunum, sem sam- kvæmt samtryggingarkerfi flokkanna er uppálagt að borga Alþýðublaðinu jafn- mikið fyrir birtingar tilkynninga sinna og Morgunblaðinu. Starfsmenn Alþýðu- blaðsins fást fyrst og fremst við að hafa auga með opinberum tilkynningum í öðrum blöðum og eltast síðan við for- stöðumenn viðkomandi stofnana til að heimta af þeim sömu tilkynningar til birtingar í Alþýðublaðinu. Oft gerist þetta hreinlega þannig að auglýsingar eru rifnar úr öðrum blöðum og endurprent- aðar þegjandi og hljóðalaust en það fyrsta sem forstöðumenn stofnana vita um málið er að einn góðan veðurdag kemur reikningurinn í pósti. Þá verða menn vitanlega að bukka sig og beygja fyrir Alþýðublaðinu og taka fram tékk- heftið. Með þessum óvenjulegu og í hæsta máta ógeðfelldu vinnubrögðum hefur rekstur Alþýðublaðsins orðið ein gróða- vænlegasta tegund útgáfustarfsemi, sem þekkist hér á landi og þótt víðar væri leitað. Alþýðuflokkur nærist með þessum hætti býsna vel á gjörspilltum vinnu- brögðum, sem látin eru viðgangast í skjóli samtryggingarinnar í kerfinu. Tafir í Evrópuflugi Nokkurrar óánægju hefur gætt hjá flugfarþegum í millilandaflugi Flugleiða vegna tafa í Evrópuflugi að undanförnu. Auðvitað geta ófyrirséð atvik alltaf rask- að flugáætlunum, en í þessu tilviki á fé- lagið sjálft meiri sök en áður. Það hefur reynzt vera óhófleg bjartsýni að ætla að halda uppi 10 ferðum í viku tit Norður- landa og Bretlands með einni flugvél, sem auk farþegaflugs þarf að fljúga reglubundnar fraktferðir. Það má sem sagt ekkert út af bera svo að áætlun fari ekki verulega úr skorðum við þessi skil- yrði. íslenzkir flugfarþegar hafa vanizt greiðum samgöngum við næstu ná- grannalönd sín í Evrópu. Sú eðlilega krafa er gerð til Flugleiða að sama ör- yggi verði tryggt á þessum þýðingar- mestu samgönguleiðum íslendinga og við höfum átt að fagna síðasta áratug- inn.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.