Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1980, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.08.1980, Blaðsíða 21
2000. Stuttir fyrirlestrar veröa flutt- ir um fólksfjölda, búsetu, atvinnu- skiptingu, efnahagslífið, vinnu- markaðinn, þjóðfélagið og stöðu einstaklingsins. Aðgangurað ráðstefnunni verð- ur öllum heimill eins og að allri annarri starfsemi Stjórnunarfé- lagsins. Gert er síðan ráð fyrir að allir fyrirlestrarnir verði gefnir út í bókarformi. Námstefnur. Námstefnur hafa verið ríkur þáttur í starfi Stjórnunarfélagsins, en það fyrirbrigði er sambland af ráð- stefnu og námskeiði eins og nafn- ið gefur til kynna. Þórður nefndi eina námstefnu um sölu á erlend- um mörkuðum. Sú námstefna verður í lok október og verður m. a. danskur fyrirlesari á ráðstefnunni. Á námstefnu þessari erætlunin að taka saman yfirlit yfir tilhögun út- flutningsverslunarinnar og er þá átt við sjávarútveg og iðnað. Allirvel merktir Starfsmannaskírteini á markaðinn Passamyndir hf. munu byrja með framleiðslu nýrra starfsmanna- skírteina, sem eru lítil plastspjöld með mynd af starfsmanni ásamt ýmsum upplýsingum um hann, svo sem nafni, heimilisfangi, stöðu og vinnustað. ,,Tilgangurinn með þessum skírteinum er m. a. að leysa blaöa- mannaskírteinin af hólmi og hin ýmsu ,,heimagerðu“ starfsmerki. Einnig ætti þetta að varna því að hver sem er geti talið sig vera frá hinu og þessu fyrirtækinu og notið góðs af því,“ sögðu þeir Kristján P. Guðnason og Kristján Haraldsson í Passamyndum hf. Öll fyrirtæki og starfsfélög eiga kost á þessum skírteinum. Á skírteinin er t. d. sett nafn starfsmanns, fæðingardagur hans, nafn fyrirtækisins, undir- skrift eiganda eða forstjóra og svo frv. Einnig er hægt að gera þetta gataspjöld fyrir tölvur og skólar geta notað spjöldin sem skólaskír- teini. Möguleikarnireru margir. Passamyndir hf. ganga síðan frá spjöldunum, þ. e. taka mynd af skírteinishafa og spjaldinu, klippa það til og setja inn í plast, sem lokast fullkomlega. Allt þetta tekur aðeins þrjár mínútur og fer fram í einni vél af Polaroidgerð, sem lítur út eins og meðal ferða- taska. Passamyndir koma í fyrir- tækin með „töskuna" og útbúa kortin á staðnum. Þau eru í tvíriti, annað fer til spjaldskrár fyrirtækis- ins og hitt til starfsmanns. Kortin eru ódýr í framleiðslu, kostnaður lauslega áætlaður er um 6000 krónur fyrir stykkið, eða jafnvirði einnar passamyndar. Slík starfsmannakort hafa verið tekin upp í flestum nágrannalönd- um okkar og þykja mjög heppileg. Stungið hefur verið upp á heit- inu „kennimerki" yfir þessi skír- teini, en beðið er um aðrar og betri tillögur. I 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.