Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1980, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.08.1980, Blaðsíða 52
ti! umrædu Varnaðarorð frá Kaupmannahöfn - eftir Markús Örn Antonsson Kaupmannahöfn hefur löngum skipað sérstakan sess meðal horga umheimsins í hugarfylgsnum okkar Islendinga. End- urminningar Nonna, séra Jóns Sveinssonar, frá fyrstu ferð hans til borgarinnar við Sundið hafa yljað mörgum um hjartarætur allt frá bernskuárum og opnað íslenzkum börnum, kynslóð eftir kynslóð, nýjan glugga er veit að stórum og áður ókunnum heimi fullum af ævintýrum. Borg ævintýranna hefur Kaupmannahöfn löngum verið. Sögusvið Nonna og H. C. Andersen. Höfuðborg og aðsetur konunga íslands. Þeir voru sigldir og lausir úr viðjum átthaganna, sem gist höfðu Kaupmannahöfn, baðað sig í menningarstraum- um heimsborgarinnar eða lystisemdum og glaumi gleði- hverfa hennar. Fyrirmyndir hafa verið sóttar til hennar. Það er því með nokkrum trega sem maður virðir fyrir sér ásýnd og innri samfélagsgerð Kaupmannahafnar eins og málum er nú háttað. Á yfirborðinu og við skjóta skoðun virðist svo sem allt sé með felldu. Danir hafa ekki glatað alkunnri glaðværð sinni og enn njóta erlendir gestir hvað- anæva að skcmmtunar og fjölbreytni í mat og drykk. Þegar skyggnzt er á bak við tjöldin blasir við önnur mynd og öllu japurlegri. Það er álitamál, hvort til Kaupmannahafnar verða lengur sóttar fyrirmyndir, eins og þær, sem áður hafa reynst heillavænlegar við uppbyggingu og mótun okkar eig- in samfélags. Kaupmannahöfn er gömul borg í tvenns konar skilningi. Hallir og minnismerki tala sínu máli um forna frægð. Mann- tal og þjónustustofnanir segja sína sögu um aldurssamsetn- ingu íbúahópsins. í sjálfri Kaupmannahöfn fækkar fólki hröðum skrefum og meðalaldur verður stöðugt hærri. Unga fólkið hefur byggt sér hús í nágrannabyggðunum en skilið gamla fólkið eftir. Atvinnutækifærin hafa líka flúið borgina og fundið sér nýjan vettvang annars staðar í landinu. þetta endurspeglast meðal annars í ástandinu við höfnina í Kaup- mannahöfn. Hafnarbakkarnir standa enn, þó að sumir séu farnir að láta á sjá. Stóra og mikilvirka losunarkrana ber við himin, ónotaða. í gámahöfninni var eina Iífsmarkið að sjá við leiguskip Hafskips, sem þar lá við bryggju. Starfsmenn hafnarinnar minntust með söknuði þeirra daga, þegar fimm eða sex Grænlandsför voru til afgreiðslu samtímis við hafn- arbakka inni í Kaupmannahöfn. Núna hefur Grænlands- verzlunin flutt starfsemi sína til Álaborgar. Fyrir skömmu var greint frá átökum lögreglu og íbúa á Nörrebro í Kaupmannahöfn vegna þess að einhver klúbbur íbúa viðkomandi hverfis ætlaði að koma í veg fyrir bygg- ingarframkvæmdir á barnaleikvelli, sem lítið eða ekkert var notaður. Yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar gerði borgar- fulltrúum úr Reykjavík grein fyrir eðli þessa ástands og flciri svipaðra uppákoma, sem hann þarf næstum daglega að horf- ast í augu við. Hann fór ekki dult með lítilsvirðingu sína á „aktívistum", þeim lektorum og félagsfræðingum, sem hafa setzt að í tilteknum hverfum borgarinnar í því augnamiöi einu að róa undir og ala á óánægju meðal íbúanna, búa til einhver þykjustuíbúasamtök og nota hvert tækifæri til að koma illindum af stað. Það er fróðlegt að kynnast viðvörunarorðum sósíaldemó- kratans, sem skipar embætti yfirborgarstjóra í Kaupmanna- höfn. Það var ekki síður athyglisvert að heyra hvað flokks- bróðir hans, fréttastjóri danska útvarpsins, haföi nýlega aö segja, þegar hann varaði samlanda sína við hinni sífelldu niðurrifsstarfsemi vinstri aflanna, sem hann sagði að væru að troða danskt atvinnulíf og þar með þjóðlífiö allt niður í svaðið. Sérstaklega ncfndi hann misnotkun vinstri óþjóða- lýðsins á blöðum og ríkisreknum fjölmiðlum. Nákvæmlcga það sama er að gerast hér á landi. Lektoraliðið, félagsráð- gjafahersingin og vinstri mafían í fjölmiðlunum með rit- stjóra Þjóðviljans í broddi fylkingar, eru andlegir fóð- urmeistarar þcirrar undirróðursfylkingar, sem heggur að rótum liins frjálsa þjóðfélags og einkareksturs, meðan hún lofsyngur „fyrirmyndarríki" á borð við Pólland, Kúbu og Afganistan. Opinská viðvörunarorð málsmetandi aðila í Danmörku eru vonandi merki þess að þáttaskil séu að verða í þjóðmála- umræöu þar í Iandi og í þjóðfélagsþróuninni. Vonandi tekst heilbrigðum, borgaralegum öflum að reka af sér þetta ó- þurftarfólk, sem sýkt hefur samfélagið í kringum sig með undirróðri síöustu áratuga. Vonandi fer brátt að sjá einhver batamerki á dönsku þjóðlífi. Þangað til svo veröur eru vítin í Danmörku til að varast þau. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.