Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1980, Síða 43

Frjáls verslun - 01.08.1980, Síða 43
ur til skipta og verður þá að verð- meta eða bjóða upp þann eignar- hluta, þar sem ekki er unnt að krefjast sölu á öllu fyrirtækinu. í sameignarfélögum kann réttur annarra eigenda að standa því í vegi að eignarhluti eins þeirra sé seldur á uppboði. En í hlutafélög- um t. d. virðist sú flókna staða geta komið upp, að tvær meginreglur rekist saman, þ. e. annars vegar sú regla að annað hjóna geti krafist þess að verðmæti hlutabréfaeign- ar sé staðreynt með sölu á upp- boði og hins vegar sú regla, að annað hjóna geti krafizt útlagning- ar sömu hlutabréfaeignar eftir mati. Er ekki kunnugt um að skor- ið hafi verið úr um hvor reglan vegi þyngra ef í odda skerst varðandi þetta. Skuldahliðin. Að því er skuldir varðar, ber að kanna skuldir hvors hjóna um sig sjálfstætt og skal síðan sem fyrr segir úthluta hvoru hjónanna svo miklu af hjúskapareign sinni að það nægi til greiðslu skuldbind- inga þeirra, sem á því hvíldu þegar skilnaður fór fram, þar á meðal til greiðslu hluta þess af sameigin- legum skuldbindingum hjónanna, hafi sérstakir fjármunir eigi verið teknirtil greiðslu þeirra. Ef bú sæt- ir opinberri skiptameðferð og ann- að hjóna rengir kröfu sem hitt telur skuld, sker skiptaréttur úr. í einum dómi Hæstaréttar var ekki talið að taka bæri til greina kröfur hluta- félags í bú hjóna sem fjárskipti stóðu yfir hjá vegna skilnaðar, en maðurinn átti næstum öll hlutabréf í félaginu og hafði notað það sem einkafyrirtæki til að framfæra sig og fjölskyldu sína og blandaö saman persónulegum fjárreiðum sínum og fjárreiðum félagsins að því er sagði í dómi Hæstaréttar. Hins vegar var talið að taka bæri til greina kröfur hlutafélagsins um að fá endurgreiddar ýmsar greiðslur sem hlutafélagið hafði innt af hendi vegna hjónanna eftir þann tíma sem þau höfðu samið um að miða búskiptin við. (Sjá dóm Hæstaréttar 28. júní 1955). Eftirað tekið hefur verið frá af hjúskapar- eign hvors hjóna um sig til greiðslu skulda er aðalreglan síð- an sú, að afgangur af hjúskapar- eign hvors um sig skiptist jafnt á milli hjónanna. Deilt um útlagningu á hlutabréfum. Þegar úthlutun hefst, geta risið spurningar um hver geti krafist hvers. Skv. skiptalögunum er það meginregla, að verði hjón ekki ásátt um hvernig úthluta skuli, þá gangi sá fyrir er fært hefur inn í búið þann hlut sem ágreiningur er um, en ella ræður hlutkesti. Tekur þetta vafalaust bæði til eigna, sem hvort hjóna um sig átti og flutti í búið við hjúskaparstofnun og til eigna sem maki hefur síðar eign- ast og eru hjúskapareign hans. í einu máli var deilt um útlagningu á hlutabréfum í hlutafélagi sem stofnað hafði verið eftir að máls- aðilar gengu í hjónaband. Hlutafé var kr. 10.000 og var M skráður eigandi hluta í félaginu að fjárhæð kr. 9.600 en K skráð eigandi hlutar að fjárhæð kr. 100. Við fjárskipti kröfðust bæði hjónin þess að hlutabéf að fjárhæð kr. 9.700 yrðu lögð sér út fyrir nafnverð upp í búshelming. Hæstiréttur taldi að hlutabréf hvors aðila væru hjú- skapareign hans og að hvor fyrir sig ætti rétt á að fá lögð út sín hlutabréf í félaginu (sjá dóm Hæstaréttar 19. nóvember 1951). Eldri lagaákvæði voru skýrð þann- ig af Hæstarétti að réttur þess hjóna sem flutt hefði hlut í búið til að heimta hann lagðan sér út eftir virðingu, takmarkaðist við það að verðmæti hlutar færi ekki fram úr eignarhluta þess úr búrinu. M. ö. o., að atvinnurekandi ætti t. d. ekki rétt á að fá sér lagðan út eignarhlut sinn í fyrirtæki við skilnað, væri eignarhlutinn hjúskapareign, ef verðmæti hans væri meira en eignarhluti atvinnurekandans í búi hjónana. Á þessu var gerð breyting með 59. gr. laga nr. 60/1972 um stofnun og slit hjúskapar því þar segir nú: „Unnt er að leggja maka muni út eftirvirðingu, þótt verðmæti þeirra fari fram úr búshluta hans. Sá, er útlagningu fær, verður að greiða hinu þá fjárhæð, sem fram yfir er rétta tiltölu. Skiptaréttur getur ákveðið þegar sérstaklega stend- ur á, að fjárhæð þessi sé greidd með afborgunum um tiltekinn tíma gegn tryggingu, erskiptarétt- ur áskilur, og með þeim vaxtakjör- um, er hann tiltekur". Og skv. 59. gr. laga nr. 20/1923 um réttindi og skyldurhjóna, getur hvort hjóna sem er „krafist þess að fá hlut sinn í hjúskapareignum greiddan eftir virðingu í lausafé því, sem því er nauðsynlegt til þess að geta haldið áfram atvinnu sinni“. Þetta ákvæði heimiiar maka að krefjast lausafjármuna, sem kunna að vera hjúskapar- eign hins, ef þeir eru því nauð- synlegir til þess að geta haidið áfram atvinnu. Er þetta frávik frá aðalreglunni að því leyti að útlagn- ingaréttur er ekki eingöngu bund- inn við muni sem maki á að hjú- skapareign. Frávik frá helminga- skiptareglu Loks skal þess getið, að í 57. gr. laga nr. 60/1972 er að finna ný- mæli, sem heimilar að vikið sé frá helmingaskiptareglunni í vissum tilfellum, þótt séreign sé ekki til að dreifa. Segir þar að stafi eigur bús, sem skipta á vegna skilnaðar eða úrskurðar um slit á fjárfélagi að mestu frá öðru hjóna, sé heimilt að kveða svo á samkvæmt kröfu þess hjóna, að búi skuli skipta skv. meginreglum 27. gr. sömu laga að nokkru leyti eða öllu (27. gr. fjallar um fjárskipti vegna ógildingar hjú- skapar og felur í sér að hvort hjóna tekur að óskiptu þau verðmæti sem það flutti í búið eða hefur síð- ar eignast) enda teljist helminga- skipti á þessum verðmætum ber- sýnilega ósanngjörn einkum vegna þess að hjúskapur hafi stað- ið skamma stund og hafi ekki leitt til verulegrar fjárhagslegrar sam- stöðu. Lítil sem engin reynsla mun á það komin í hvaða mæli og þá hvernig þessari lagagrein verði beitt, því hún inniheldur teygjan- legan fyrirvara. En á hana gæti m. a. reynt við fjárskipti vegna skiln- aðar þegar annar aðilinn er t. d. stöndugur athafnamaður, en hinn eignalítill og skilnaðar hefur verið leitað fljótlega eftir að víma fyrstu sælustunda í hjúskap bráði af. 47

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.