Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 9
\ Mál Hagkaups — spennandi prófmál Áöur en langt um liður verð- ur væntanlega felldur dóm- ur í máli sem Hagkaup höfð- aði vegna synjunar Bók- salafélags íslands á veit- ingu bóksöluleyfis til fyrir- tækisins, og verður einkar fróðlegt að fylgjast með því hver niðurstaðan verður, þar sem mál sem talið er að falli undir lög um einokun og hringamyndanir hafa ekki komið til meðferðar hjá dómstólum áður. í raun og veru er þarna ekki um nýtt mál að ræða, þar sem tvívegis áður hafði Hagkaup sótt um bóksölu- leyfi, en verið synjað. í fyrsta sinn sem Hagkaup sótti um leyfið var því hafnað nær einróma af félögum í Bók- salafélaginu, en hins vegar munaði minnu þegar um- sóknin var lögð fram öðru sinni. Kom sú umsókn til át- kvæða á aðalfundi félagsins sem haldinn var í febrúar- mánuði slog kom þar glögglega fram, að váxandi fylgi var fyrir því í félaginu að veita Hagkaup leyfið, og á þeim fundi var samþykkt með nokkrum atkvæðum að veita leyfi til Pennans í Hallarmúla. Hagkaup sótti svo um leyfi til félagsins í þriðja sinn sl. haust og fór at- kvæðagreiðsla fram á al- mennum félagsfundi í októ- ber sl. Höfðu miklar um- ræður farið fram fyrir þennan fund, og Hagkaup gerði út sérstakan erind- reka sem ferðaðist milli fé- laga í Bóksalafélaginu og rak mál fyrirtækisins. Var vitað að nokkur stærstu bókaútgáfufyrirtækjunum með Iðunni í fararbroddi myndi nú styðja málaleitan Hagkaups, en sem fyrr voru það bókaútgáfur sem jafn- framt reka bókaverslanir sem einkum beittu sér fyrir því að leyfisveitingin til Hagkaups yrði felld. Var þar formaður félagsins, Oiver Steinn hjá Skuggsjá í Hafn- arfirði í fararbroddi, on Oliver rekur jafnframt bóka- verslun í Hafnarfirði. Hafði hann beitt sér fyrfir því á umræddum aðalfundi, að felld yrði umsókn um leyfi til bókaverslunar í hinum svo- kallaða Norðurbæ í Hafnar- firði. Auk Olivers var vitað að Almenna bókafélagið sam á og rekur Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og Mál og menning sem rekur eigin bókaverslun yrðu mjög andsnúin því að Hag- kaup yrði veitt leyfi. Við atkvæðagreiðsluna nú í október munaði enn minnu en áður, en tillagan um leyfisveitinu til Hag- kaups var þó felld neð nokkrum atkvæðamun. Fyr- irfram var vitað að Hagkaup myndi ekki sætta sig við slíka niðurstöðu og leita til dómstóla, og er sagt að á umræddum fundi hafi for- maður félagsins hvatt menn til að fella tillöguna, til þess að fá úrskurð dómstóla. Eftir á hafa vaknað miklar efasemdir bókaútgefenda á réttmæti þess að synja Hag- kaup um leyfið, og þannig fá það fyrir dómstóla, enda Ijóst að ef dómur fellur á þá leið að Hagksup skuli fá leyfið, er núverandi bók- sölukerfi fullkomlega hrun- ið. Bókaútgefandur hafa til þessa viljað hafa það á eigin hendi hverjir fái leyfi til að selja bækur, og er það fyrst og fremst gert til þess að tryggja hagsmuni þeirra. Hafa þeir er bóksöluleyfi hafa fengið orðið að leggja fram tryggingar til félags- ins, sem síðan er haldið meðan umrædd verlsun hefur leyfið. 9

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.