Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 11
bítast um lítinn markad og ættu þrcngslin ad koma betur í Ijós nú þegar kaupmáttur launa fer minnkandi. Það má því reikna með aö einhverj- ir fari aö detta úr lestinni, en þeir, sem eftir verða nái enn styrkari stöðu á markaönum þeg- ar eftirspurnaruppsveifla kemur. Þá hafa inn- lendir húsgagnaframleiðendur vaxandi álivggj- ur af því hve mikla áherslu húsgagnaverslanir leggja á erlend húsgögn. Benda þeir á að mark- aðshlutdeild innlendra framleiðenda sé um 50% en að þeir fái ekki nema um 30% af sýn- ingarplássi verslana. Málefnum verslunarinnar er nú stjórnað af meira raunsæi en oft óiður. Telja menn í við- skiptalífinu að mikil breyting hafi orðið á stefnu- mörkun í viðskiptamáilum eftir að Tómar Árna- son tók við embætti viðskiptaráðlierra, en oft áður hafði viðskiptalífinu fundist tómlæti ríkja ef ekki beinn fjandskapur meðal þeirra sem þar mörkuðu stefnuna. Nú sér heildverslunin hilla undir lausn á gömlu baráttumáli, sem sé heim- ildar til að endurmeta vörubirgðir, en eins og kunnugt er hefur verðbólgan og bann við endur- mati á vörubirgðum í samræmi við hana leikið margt fyrirtækið grátt. Er vonast til að þetta mál verði komið í höfn fyrir áramót. Pá er farið að rofa til í öðru baráttumáli verslunarinnar, sem er frjálsari verðmyndun. Er reiknað með að fyrsta skrefið í þá átt verði stigið nú á þessu ári með frjálsri álagningu á bifreiðarvarahluti. • Eins og fram hefur komið í blöðum hafa tilraun- ir íslendinga til að fá framlcngingu á aölögunar- gjaldinu mætt mikilli andstöðu hjá EFTA. Er reyndar útséð með að af framlengingu geti orð- ið. Þess í stað mun vera til athugunar að hækka jöfnunargjaldið. Talan 4% hefur heyrst í því sambandi. Ib Wessman, einn kunnasti veitingamaður landsins hefur nú söðlað um. Nýlega seldi hann hlut sinn í Naustinu og stundar hann nú kennslu við Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Kunnugir telja frekari hrœringa að vœnta í veitingaiðnað- inum en í fáum atvinnugreinum hefur verið önnur eins gróska á þessu og síðast liðnu ári. Er reiknuð með að þrengja tuki að sumum stöðum í vetur og eru reyndar farin að sjást þess merki með breytingu á Veitingahúsinu Versölum í grillstað. • Strangar reglur um frágang og búnað íslenskra fiskiskipa, en þær eru settar af Siglingamála- stofnun ríkisins, virðast ætla að gera meira en að tryggja öryggi íslenskra skipa. Nú eru farnar að berast fyrirspurnir til íslenskra fyrirtækja, sem framleiða tæki fyrir fiskiskip, frá hinum ýmsu stöðum á hnettinum þar sem unniö er að þróun- arverkefnum á sviði sjávarútvegs. Nú hefur til dæmis borist pöntun frá Sri Lanka á alterna- torum til fyrirtækisins Alternator hf. í Keflavík en þar er verið að byggja nýja 26 tonna báta á vegum Fiskveiðiþróunarstofnunarinnar þar í landi og að þeirra sögn skal einungis nota það besta á markaðinum í þessa báta. Það fylgir sögunni að hjá þessari stofnun á Sri Lanka starfi íslenskur sérfræðingur, Þórir Hinriksson, og hann veit að sjálfsögðu hvaðan gott kemur. Væntanlega er þetta aðeins byrjunin á þeim útflutningi tækniþekkingar sem lengi hefur ver- ið unnið að hjá Alternator hf. m. a. með út- flutningi á tækjum til Noregs um árabil. • Pað vakti nokkra athygli manna, þegar Kjartan Jóhannsson alþingismaður, skýrði frá því með fögrum orðum í útvarpinu, að sér gengi ekkert annað til en að tryggja lýðrœði í flokknum, með því að bjóða sig fram gegn Benedikt Gröndal til formennsku í Alþýðuflokknum. Kjartan taldi nauðsynlegt að fólk ætti um fleira en eitt for- mannsefni að velja. Pví hefði mátt ætla að hann legði á það mikla áherslu að fá einhern annan lýðræðissinna til að bjóða sig fram gegn sér, til formennsku. Pað er haft fyrir satt, að Kjartan hafi engar tilraunir gert til þess. Ekki erörgrannt um að það hvarfli að einum og einum raunsæis- manni, að persónulegur metnaður og valdaþrá hafi einhverju ráðið um ákvörðun Kjartans að bjóða sig fram. Pað er allavega Ijóst að reyndir stjórnmálamenn brosa góðlátlega, þegar minnst er á lýðræðisást Kjartans. 11

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.