Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 27
Cargolux á þessu ári \ f jafngildirþví um það bil tveim ferð- um á dag á Jumbóþotu, sem ein- göngu flytur vörur. Eftir því sem harðnar í ári hjá farþegaflugfélög- um og eldsneytisverð hækkar, leggja þau aukna áherslu á að auka vöruflutninga. Uppistaðan í viðskiptum Cargo- lux eru flutningar til Miðaustur- landa og ýmissa áfangastaða í Suðaustur Asíu, eða 52% af veltu. Það er athyglisvert að hafa í huga að 42% af veltu félagsins urðu til af einni flugvél, Boeing 747, en sex aðrar flugvélar og önnur starfsemi lögðu til 58% af veltu. Þeirri flugvél hefur verið flogið þrjár ferðir í viku til Austurlanda með endastöð annaðhvort í Hong Kong að Taipei. Vikulega var flogið til Singapore, Kuala Lumpur og Bangkok og á árinu bættist Colombo við, sem áfangastaður. Tvisvar í viku var flogið til Hanoi og Sana’a í Yemen og á árinu bættist Pnom Penn í Kampucheu við, en Cargolux var fyrsta flugfélagið sem fékk að lenda þar með hjálpargögn. Því eru lítil takmörk sett hvað vöruflutningaflugfélög flytja. Eitt nýlegt dæmi má nefna. Þegar halda átti fund einingarsamtaka Afríkuríkja í Lagos í Nigeriu kom- ust menn þar í landi að þeirri niðurstöðu, að sjá þyrfti þjóðar- leiðtogum fyrir viðunandi öku- tækjum. Pantaðir voru hundrað svartir Mercedes Benz og þá varð að flytja strax. Það tók fjórar ferðir í jumbóþotu, með 25 bíla í senn og þá var ekki prúttað um verðið.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.