Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.10.1980, Blaðsíða 31
góðum kjörum á gistingu á flest- um betri hótelunum. Mikill munur er á framboði á hentugu ráðstefnuhúsnæði úti á landi á sumrin og veturna. Gisti- stöðum fjölgar mikið á sumrin en annað húsnæöi er tekið til annara nota og er upptekið yfir sumar- mánuðina. Reynslan sýnir hins vegar að flestir fundir og ráðstefn- ur eru haldnar að vetrarlagi, þann- ig að óþarft er að fjalla mikið um sumaraðstöðu. Nokkur hótel utan Reykjavíkur eru flestum fremri hvað aðstöðu snertir. Þar má nefna Hótel KEA á Akureyri, Hótel Húsavík og Hótel Höfn á Hornafirði. Þá má nefna Hótel Borgarnes, Hótel Stykkis- hólm og nýtt hótel, sem er í smíð- um á ísafirði. Akureyri er alltaf vinsæll staður meðal Reykvíkinga. Þar er hægt að sameina gagnlega ráðstefnu fjör- ugu skemmtanalífi og frábærri að- stöðu til útiveru og þá sérstaklega skíðaiðkunar. Gistirými er ágætt á Akureyri yfir veturinn og sam- göngur hvergi betri frá Reykjavík. Húsavík er einnig vinsæll ráð- stefnustaður. Sambyggt gistihús og félagsheimili skaþa góða að- stöðu, maturergóðurog Flugleið- ir og Flugfélag Norðurlands tryggja samgöngur. Á Húsavík má einnig auðga ráðstefnustarfið með því að bregða sér á skíði. Ráðstefnuaðstaða er ekki lakari á Hornafirði. Hótelið þar er nýlegt og gott og öll nauðsynleg þjónusta fyrir hendi. Beinar flugferðir frá Reykjavík en til Húsavíkur og Akureyrar en því betri til Egils- staða þaðan sem tíðar ferðir eru með Flugfélagi Austurlands. Ein er sú tegund ráðstefnu- staða, sem nýtur vaxandi vinsælda en hefur ekki verið nefnd hér. Það eru sumarbúðir eins og í Ölfus- borgum eða í Borgarfirði. Funda og gistiaðstaða er góð í þessum búðum, en þar skortir hins vegar alla þá þjónustu, sem veitt er á gistihúsum þéttbýlisstaða. Áður en ráðstefnustaður eða dagur er ákveðinn er æskilegt að kanna HÓTEL HÚSAVÍK Sívaxandi ráðstefnustaður fyrir innlendar og erlendar ráftstefnur og fundi. Getum boftift upp á stóra fundarsali sem smáa ásamt fjölda nefndarherbergja þegar viift á. Góð aðstafta til matarveitinga ásamt bar. Leggjum áherzlu á gófta þjónustu því það er okkar starf. 31

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.